2023
Ellefu mjög stuttar sögur um miðlun fagnaðarerindisins
Júlí 2023


„Ellefu mjög stuttar sögur um miðlun fagnaðarerindisins,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023

Ellefu mjög stuttar sögur um miðlun fagnaðarerindisins

Og hvernig þið getið líka miðlað því!

Ljósmynd
stúlka; börn á bæn

Sýnið hvernig fagnaðarerindið getur hjálpað

Ég var í kennslustund dag einn og sat við hlið vinar míns. Við vorum að búa okkur undir að fara í próf og hann sagði mér að hann væri mjög stressaður. Mér fannst ég þurfa að kenna honum að biðjast fyrir. Við lutum síðan bæði höfði og báðum hljóðlega um hjálp við prófið. Ég er þakklát fyrir að bænin hjálpaði við að draga úr kvíða vinar míns.

Abigail, Úrúgvæ

Ljósmynd
piltur; ungmenni í heimsókn hjá eldri konu

Þjóna hinum nauðstöddu

Í deildinni okkar var eldri kona sem gat ekki komið persónulega á sakramentissamkomu vegna heilsubrests. Ég og faðir minn spurðum biskupinn hvort við gætum farið með sakramentið heim til hennar í hverri viku. Eiginmaður hennar, sem var lítt virkur, byrjaði líka að meðtaka sakramentið. Að safna saman Ísrael, þýðir að við þurfum að bjóða öðrum að koma nær Jesú Kristi. Þjónusta er stór hluti af því.

Shion, Utah, Bandaríkjunum

Ljósmynd
piltar; börn að leik

Bjóðið á viðburði

Ég var að hjóla fram hjá kirkju þegar ég sá fullt af dansandi fólki. Ég kallaði á pilt nokkurn (að nafni Courage) og spurði hvað þau hefðu verið að gera. Hann sagði að þau hefðu verið að koma úr kennslustund sem kallast trúarskóli. Hann sagði að það yrði viðburður í kirkjunni og spurði hvort ég vildi fara með honum. Courage, sem vinur minn, breytti lífi mínu virkilega með því að hjálpa mér að læra um fagnaðarerindið.

David, Ghana

Ljósmynd
piltur; ungmenni klifrar upp stiga

Verið fordæmi

Ég læri mikið af því að fylgjast með eldri bróður mínum. Ég elska tölvuleiki og fótbolta og satt að segja myndi ég líklega gera þessa hluti allan tímann, ef það væri ekki fyrir hann. Hann hefur líka gaman af þessum hlutum og oft spilum við þá saman, en hann gefur sér alltaf tíma til að vaxa og bæta sig. Ég mun aldrei gleyma að mér var boðið að neyta eiturlyfja í skólanum. Mér varð strax hugsað til bróður míns og vissi hvað hann myndi velja; vegna þess að ég vil vera eins og hann, valdi ég rétt og sagði nei.

Emilio, Tennessee, Bandaríkjunum

Ljósmynd
stúlka; stúlkur faðmast

Hjálpið öðrum að skynja elsku Krists

Á FSY-ráðstefnu fannst mér ég mjög ein. Ég bað á hverjum degi í þeirri von að finna anda og kærleika Jesú Krists. Eftir eina ræðuna kom stúlka sem ég þekkti ekki vel og faðmaði mig. Ég fann kærleika Krists í faðmlagi hennar, eins og hann væri að segja mér að hann elskaði mig.

Natalie, Síle

Ljósmynd
stúlka; stúlkur með síma

Bregðist við innblæstri

Einn daginn fékk ég andlega hvatningu um að ég ætti að bjóða besta vini mínum í skólanum á trúarsamkomu. Ég vildi hunsa hvatninguna, en sendi henni loksins textaskilaboð deginum áður. Þegar við sátum saman á samkomunni var ég kvíðin. En þegar samkomunni lauk var breitt bros á andliti hennar. Það var mér áminning um að Guð þekkir börnin sín betur en ég og að ég ætti alltaf að fylgja innblæstri um að miðla fagnaðarerindi Jesú Krists.

Eliza, Minnesota, Bandaríkjunum

Ljósmynd
piltur; ungmenni í almenningsgarði

Biðjist fyrir um það sem segja skal

Ég og systir mín erum einu meðlimir kirkjunnar í skólanum okkar. Fólk tekur eftir því að við skerum okkur úr og spyr alltaf spurninga. Í fyrstu var ég kvíðinn að tala við það, en ég bað þess að geta sagt hið rétta og það hefur hlustað og virt val mitt.

Ruben, Noregi

Ljósmynd
stúlka; stúlka með stafrænt tæki

Miðlið sannleika fagnaðarerindisins á netinu

Sem markmið, fór ég í gegnum Kom, fylg mér og fann ritningarvers og tilvitnanir til að miðla á samfélagsmiðlum. Ég fékk nokkrar athugasemdir frá fólki sem sagðist finna fyrir andanum gegnum færslur mínar. Að miðla fagnaðarerindinu, getur hjálpað öðrum á þann hátt sem við fáum ekki ímyndað okkur í augnablikinu.

Raquel, Brasilíu

Ljósmynd
stúlka; börn í skóla

Verið skapandi

Í einni kennslustund í skólanum mínum vorum við að lesa bók sem gagnrýndi kirkjuna. Ég vissi að ég þyrfti að tala um sannleika hins endurreista fagnaðarerindis. Ég rétti því upp hönd mína. Kennarinn gaf mér orðið, en ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Einhverra hluta vegna byrjaði ég að syngja lagið um Trúaratriðin. Mér til undrunar kom djúp lotning yfir herbergið. Eftir það var minni ringulreið og kennari minn og bekkjarfélagar sýndu umræðunni í bekknum og mér sjálfri meiri virðingu.

Monique, Massachusetts, Bandaríkjunum

Ljósmynd
stúlka; fjölskylda heima

Verið ljós

Þegar ég var 15 ára ákvað ég að leita að kirkju til að sækja. Nokkrum dögum síðar varð ég vinkona stúlku í skólanum sem virtist hafa ljós yfir sér. Nokkrum vikum síðar bauð hún mér heim til sín. Þegar ég kom þangað, bauð fjölskylda hennar mér að vera með á heimiliskvöldi. Ég fékk áhuga á Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, aðallega vegna þess hversu hamingjusöm fjölskylda vinkonu minnar var þetta kvöld.

McKaylie, Koloradó, Bandaríkjunum

Ljósmynd
piltur; piltar ræða saman

Miðlið af elsku

Frænka mín hvatti mig til að hitta trúboðana, vegna þess að ég held að hún hafi viljað að ég nyti þeirra blessana sem hún naut á þeim tíma. Ég fann að frænka mín og vinur minn, Enoch, elskuðu mig og vildu eitthvað gott fyrir mig. Mér leið mjög vel að koma í kirkju.

Eric, Ghana