2023
Tími endurreisnar
Júlí 2023


„Tími endurreisnar,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Orð á orð ofan

Tími endurreisnar

Lærið það sem Pétur postuli sagði við fólkið um endurreisnina.

Ljósmynd
Fyrsta sýnin

Fyrsta sýnin, eftir Walter Rane

endurlífgunartími

Sá „endurlífgunartími“ sem Pétur ræddi um er þegar Jesús Kristur kemur aftur. Eftir síðari komuna „mun jörðin endurnýjuð og meðtaka sína paradísardýrð“ (Trúaratriðin 1:10).

Endurreisnartími allra hluta

„Endurreisnartími allra hluta“ er þegar endurreisn fagnaðarerindisins stendur yfir. Sá tími felur í sér síðari daga (okkar tíma!) og þegar Jesús Kristur kemur aftur.

Endurreisn merkir að reisa aftur við eða gera aftur að veruleika. Endurreisn fagnaðarerindisins hófst vorið 1820, þegar himneskur faðir og Jesús Kristur birtust spámanninum Joseph Smith. Það var þá sem margir hlutir tóku að koma aftur til jarðar, þar á meðal hinn hreini sannleikur Jesú Krists, prestdæmisvaldið og kirkjan.

allir hans heilögu spámenn frá upphafi heimsins

Frá fornu fari, hafa spámenn spáð því að sonur Guðs, Jesús Kristur, myndi koma til jarðar og verða frelsari okkar. Þeir spáðu líka fyrir um að Jesús Kristur myndi koma í annað sinn.

Og spámenn spáðu líka því að áður en frelsarinn kæmi aftur, myndi hann endurreisa fagnaðarerindi sitt og kirkju sína á jörðu. Endurreisnin sem spámennirnir spáðu fyrir um er að gerast á okkar dögum.