Námshjálp
Numeri (Fjórða Mósebók)


Numeri (Fjórða Mósebók)

Fjórða bók Gamla testamentis. Móse reit Numeri, Fjórðu Mósebók. Bókin greinir frá ferð Ísraels frá Sínaífjalli til Móabsléttunnar við landamæri Kanaanlands. Einn mikilvægasti boðskapur bókarinnar er sá, að þjóð Guðs verður að ganga fram í trú og treysta loforðum hans, ef hún ætlar að njóta áframhaldandi velgengni. Hún segir frá refsingu Guðs yfir Ísrael fyrir óhlýðni og veitir upplýsingar um lög Ísraelsmanna. Nafn bókarinnar er dregið af ítarlegum mannfjöldaskýrslum (4 Mós 1–2; 26).

Kapítular 1–10 segja frá undirbúningi Ísraelíta að brottförinni frá Sínaí. Kapítular 11–14 segja frá sjálfri göngunni, njósnarar eru sendir inn í Kanaanland og Ísrael hafnar því, að halda inn í fyrirheitna landið. Kapítular 15–19 segja frá ýmsum lögum og sögulegum atburðum. Kapítular 20–36 er saga þjóðarinnar síðasta árið í óbyggðunum.