Námshjálp
Kroníkubækur


Kroníkubækur

Tvær bækur í Gamla testamenti. Þær eru ágrip af sögunni frá sköpuninni og fram að yfirlýsingu Kýrusar um að Gyðingar mættu hverfa heim til Jerúsalem.

Fyrri Kroníkubók

Kapítular 1–9 rekja ættir frá Adam til Sáls. Kapítuli 10 greinir frá dauða Sáls. Kapítular 11–22 rekja atburði í tengslum við stjórnartíð Davíðs. Kapítular 23–27 segja frá því að Salómon var tekinn til konungs og skipan komið á starf Levítanna. Kapítuli 28 greinir frá því að Davíð bauð Salómon að byggja musteri. Kapítuli 29 segir frá dauða Davíðs.

Síðari Kroníkubók

Kapítular 1–9 rekja atburði á stjórnartíð Salómons. Kapítular 10–12 segja frá stjórnartíð Rehabeam, sonar Salómons, en þá skiptist hið sameinaða ríki Ísrael upp í norður og suður konungdæmið. Kapítular 13–36 lýsa stjórnartíð ýmissa konunga fram til þess er Nebúkadnesar hertekur Júdeu. Bókin endar með úrskurði Kýrusar um að hinn herleiddi lýður Júdeu megi snúa heim.