Námshjálp
Kólossubréfið


Kólossubréfið

Bók í Nýja testamentinu. Í upphafi var hún bréf sem Páll postuli ritaði Kólossumönnum eftir að Epafras guðspjallamaður kirkjunnar í Kólossu hafði heimsótt hann (Kól 1:7–8). Epafras tjáði Páli að Kólossumenn væru haldnir alvarlegri villu — þeir töldu sig öðrum betri vegna þess að þeir framkvæmdu af nákvæmni ákveðnar ytri helgiathafnir (Kól 2:16), neituðu sér um ákveðnar líkamlegar þarfir og tilbáðu engla (Kól 2:18). Vegna þessarra lífshátta töldu Kólossumenn sig helgaða. Þeir töldu sig einnig skilja leyndardóma alheimsins betur en aðrir meðlimir kirkjunnar. Í bréfi sínu leiðrétti Páll þá með því að kenna að endurlausn fáist einungis fyrir Krist og viturlegt sé okkur að þjóna honum.

Fyrsti kapítuli er ávarp Páls til Kólossumanna. Kapítular 2–3 eru kenningarlegir og hafa að geyma yfirlýsingar varðandi Krist sem lausnara, hættuna af innantómri tilbeiðslu og áhersla lögð á mikilvægi upprisunnar. Kapítuli 4 kennir að hinir heilögu skuli breyta viturlega í öllu.