Námshjálp
Jakob, bróðir Drottins


Jakob, bróðir Drottins

Í Nýja testamenti, bróðir Drottins (Gal 1:19) og Jóse, Símonar, Júdasar og nokkurra systra (Matt 13:55–56; Mark 6:3; Júd 1:1). Hann var einnig þekktur undir nafninu Jakob réttláti og gegndi mikilvægri stöðu í kirkjunni í Jerúsalem (Post 12:17; 15:13; 1 Kor 15:7; Gal 2:9–12). Talið er að hann sé höfundur Jakobsbréfsins.

Jakobsbréfið

Bók í Nýja testamenti. Upprunalega var hún bréf, stílað til tólf ættkvísla Ísraels sem tvístrað var, að líkindum ritað frá Jerúsalem. Bókin hefur að geyma nokkur greinargóð atriði varðandi framkvæmd trúarlífs, þar á meðal hina mikilvægu ráðgjöf í 1. kapítula, að bresti mann visku, skuli hann leita hjálpar hjá Guði (Jakbr 1:5–6; JS — S 1:9–20). Annar kapítuli fjallar um trú og verk. Kapítular 3–4 minna á nauðsyn þess að gæta tungu sinnar og hinir heilögu eru áminntir um að tala ekki illa hver um annan. Í 5. kapítula eru heilagir hvattir til þolinmæði og að leita til öldunganna um blessun í veikindum; einnig er fjallað um þá blessun að stuðla að trúskiptum annarra.