Námshjálp
Jósef eiginmaður Maríu


Jósef eiginmaður Maríu

Eiginmaður Maríu, móður Jesú. Jósef var afkomandi Davíðs (Matt 1:1–16; Lúk 3:23–38) og bjó í Nasaret. Hann var heitbundinn Maríu. Rétt fyrir brúðkaup þeirra, vitjaði engillinn Gabríel hennar og tjáði henni að hún væri útvalin til að verða móðir frelsarans (Lúk 1:26–35). Jósef fékk einnig opinberun um þessa guðdómlegu fæðingu (Matt 1:20–25).

María var eina jarðneska foreldri Jesú vegna þess að Guð faðirinn var faðir Jesú. En Gyðingar litu á Jósef sem föður Jesú og Jesú kom fram við hann sem slíkan (Lúk 2:48, 51). Eftir viðvörun í himneskum draumi bjargaði Jósef lífi Jesú með því að flýja til Egyptalands (Matt 2:13–14). Eftir dauða Heródesar sagði engill Jósef að fara aftur með Jesúbarnið til Ísrael (Matt 2:19–23).