Námshjálp
Leviticus (Þriðja Mósebók)


Leviticus (Þriðja Mósebók)

Bók í Gamla testamenti sem greinir frá skyldum presta í Ísrael. Hún leggur áherslu á helgi Guðs og siðareglur þær sem þjóð hans skyldi hafa í heiðri til þess að helgast. Tilgangur hennar er að kenna þær siðareglur og þann trúarlega sannleik sem felst í Móselögmáli í formi helgisiða. Móse er höfundur 3. Mósebókar.

Kapítular 1–7 lýsa fórnarathöfnum. Kapítular 8–10 lýsa siðum sem farið var eftir við vígslu presta. Kapítuli 11 segir hvað má eta og hvað ekki má eta og hvað er hreint og hvað óhreint. Kapítuli 12 ræðir um sængurkonur. Kapítular 13–15 eru lög varðandi siðareglur í tengslum við óhreinindi. Kapítuli 16 greinir siði viðvíkjandi friðþægingarhátíðinni. Kapítular 17–26 hafa að geyma lagabálk um trúarlega og þjóðfélagslega siði. Kapítuli 27 greinir frá því að Drottinn bauð Ísrael að helga Drottni uppskeru sína, fénað og hjarðir.