Kom, fylg mér
21.–27. júlí: Þar „sem mikið er gefið, er mikils krafist“: Kenning og sáttmálar 81–83


„21.–27. júlí: Þar ‚sem mikið er gefið, er mikils krafist‘: Kenning og sáttmálar 81–83,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 81–83,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Jesús Kristur talar við unga ríka manninn

Hluti af Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann

21.–27. júlí: „Þar sem mikið er gefið er mikils krafist“

Kenning og sáttmálar 81–83

Í mars árið 1832, kallaði Drottinn Jesse Gause sem ráðgjafa Josephs Smith, í forsætisráð hins háa prestdæmis (sem nú heitir Æðsta forsætisráðið). Kenning og sáttmálar 81 er opinberun fyrir bróður Gause varðandi köllun hans. Jesse Gause þjónaði hins vegar ekki trúfastlega, svo Frederick G. Williams var kallaður í hans stað. Nafn bróður Williams var skipt út fyrir nafn bróður Gause í opinberuninni.

Það kann að virðast minniháttar mál, en sýnir þó mikilvægan sannleika: Flestum opinberununum í Kenningu og sáttmálum er beint til ákveðins fólks, en við getum alltaf leitað leiða til að heimfæra þær upp á okkur sjálf (sjá 1. Nefí 19:23). Þegar við lesum leiðsögn Drottins til Fredericks G. Williams, um að „[styrkja] veikbyggð kné,“ getum við hugsað til þeirra sem við getum styrkt (Kenning og sáttmálar 81:5). Þegar við lesum boð Drottins til meðlima hins Sameinaða fyrirtækis um að „ [bindast] sáttmálsböndum,“ getum við hugsað um okkar eigin sáttmála. Við getum síðan lesið loforð hans: „Ég … er bundinn, þegar þér gjörið það sem ég segi,“ eins og hann sé að tala til okkar (Kenning og sáttmálar 82:10, 15). Við getum þetta, því eins og Drottinn lýsti yfir: „Það, sem ég þess vegna segi einum, segi ég öllum“ (vers 5).

Sjá „Newel K. Whitney and the United Firm,“ „Jesse Gause: Counselor to the Prophet,“ í Revelations in Context, 142–47, 155–57.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 81:4–5; 82:18–19

„Og með því … munt þú þjóna meðbræðrum þínum á bestan veg.“

Í nokkrum ritningarversum í Kenningu og sáttmálum 81–83 býður Drottinn okkur að hjálpa nauðþurfta fólki umhverfis. Íhugið að merkja við ritningarhluta er þið finnið þá. Eitt af mest lýsandi dæmunum er að finna í Kenningu og sáttmálum 81:4–5. Hér eru nokkrar spurningar til að hjálpa ykkur við að ígrunda þessi vers:

  • Á hvaða hátt geta sumir verið „óstyrkir“? Hvað merkir að „styðja“ þá? Hvenær hefur kristileg þjónusta við aðra hjálpað mér þegar mér finnst ég vera máttvana?

  • Hver er óeiginleg merking þess að einhver hafi „máttvana arma“? Hvernig get ég „lyft“ þeim örmum?

  • Hver gæti verið merking orðtaksins „veikbyggð kné“? Hvernig eru þau styrkt?

Hvernig gerir frelsarinn þetta fyrir ykkur?

Ef til vill hefur nám þessara versa fengið ykkur til að hugsa um einhvern sem þið gætuð „styrkt“ eða „lyft.“ Hvað gerið þið til að þjóna þeirri manneskju?

Hvað annað lærið þið um þjónustu við aðra í Kenningu og sáttmálum 82:18–19? Þið gætuð líka horft á myndbandið „Teachings of Thomas S. Monson: Rescuing Those in Need“ (Gospel Library). Hvernig voru deildarmeðlimir Monsons biskups fordæmi um það sem kennt er í þessum versum?

5:1

Teachings of Thomas S. Monson: Rescuing Those in Need

Sjá einnig Jakob 2:17–19; Mósía 18:8–9; „Works of God“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org

4:21

Works of God

Jesús Kristur við Betesdalaug

Carl Heinrich Bloch (1834–1890), Kristur læknar hina sjúku við Betesda, 1883, olía á striga, 100 ¾ x 125 ½ tommur. Listasafn Brigham Young-háskóla, keypt með fjármagni frá Jack R. og Mary Lois Wheatley, 2001.

Kenning og sáttmálar 82:3

Frelsarinn hefur gefið mér mikið og ætlast til mikils af mér.

Lestur þessa vers gæti kvatt ykkur til að skoða það sem Guð hefur gefið ykkur – bæði áþreifanlegar og andlegar blessanir. Hafið þetta í huga er þið lesið það sem eftir er af kafla 82. Hvers finnst ykkur Guð ætlast til af ykkur?

Sjá einnig „Til endurgjalds,“ Sálmar, nr. 90.

Kenning og sáttmálar 82:8–10

trúarskólatákn
Boðorð eru staðfesting um kærleika Guðs til okkar.

Ef þið eða einhver sem þið þekkið hafið einhvern tíma velt fyrir ykkur af hverju Drottinn gefur svo mörg boðorð, þá gæti Kenning og sáttmálar 82:8–10 hjálpað. Hvaða atriði í þessum versum gætu verið gagnleg við að útskýra fyrir einhverjum hvers vegna þið veljið að lifa eftir boðorðum Drottins? Við hvað gætuð þið líkt boðorðunum sem gæti hjálpað? Þið gætuð fundið aukna innsýn í Kenningu og sáttmálum 1:37–38; 130:20—21 og í myndbandinu „Blessed and Happy Are Those Who Keep the Commandments of God“ (Gospel Library). Hvaða upplifanir hafa kennt ykkur að sjá boðorðin sem blessun?

5:41

Blessed and Happy Are Those Who Keep the Commandments of God

Hugsið um einhver boðorðana sem Guð hefur gefið ykkur? Hvað hafa þessi boðorð kennt ykkur um hann og vilja hans? (sjá vers 8). Fyrir hvaða áhrifum hefur líf ykkar orðið af því að fylgja þessum boðorðum?

Hvað lærið þið um Drottin af þessum boðskap í versi 10? Hvað haldið þið að það þýði fyrir Drottin að vera „bundinn“? (sjá einnig vers 15).

Hvernig hefur Drottinn haldið loforð sín í ykkar lífi? Hvað gætuð þið sagt við þann sem finnur ekki löngun til að halda boðorðin vegna þess að hann hefur ekki meðtekið þær blessanir sem vonast var eftir? Finnið þið einhverja hjálplega innsýn í boðskap öldungs D. Todd Christofferson „Samband okkar við Guð“? (aðalráðstefna, apríl 2022).

Sjá einnig Topics and Questions, „Commandments,“ Gospel Library.

Kenning og sáttmálar 82:10

Drottinn blessar okkur á sinn undursamlega hátt.

Systir Virginia H. Pearce, fyrrverandi meðlimur í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, sagði frá konu sem hafði miklar áhyggjur af börnum sínum sem voru að taka óréttlátar ákvarðanir. Næstum í óðagoti, reyndi hún allt sem hún gat til að leita blessana Drottins í þeirra þágu. Auk heitra bæna, setti hún sér metnaðarfullt markmið um að fara oftar í musterið og var viss um að Drottinn myndi heiðra þessa miklu fórn með því að breyta hjörtum barna sinna. Konan sagði svo frá:

„Eftir tíu ára stöðuga musterissókn og bænir finnst mér leitt að segja að lífsmáti barna minna hefur ekki breyst. …

Það hef ég þó gert. Ég er önnur kona. … Ég er með mildara hjarta. Ég er full af samúð. Ég get í raun gert meira og er laus við hræðslu, kvíða, sektarkennd, ásökun og ótta. Ég er hætt að setja tímamörk og set traust mitt á Drottin. Ég upplifi einnig fjölda staðfestinga á krafti Drottins. Hann sendir milda miskunn, smá skilaboð sem staðfesta kærleika hans til mín og barna minna. Væntingar mínar hafa breyst. Í stað þess að vænta þess að börnin mín breytist, vænti ég hinnar tíðu mildu miskunnar og er full þakklætis fyrir það. …

Bænir mínar hafa breyst. Ég tjái meira kærleika og er þakklátari. … Drottinn vinnur á undursamlegan hátt og ég fyllist sannlega þeim friði sem er æðri öllum skilningi“ (í „Prayer: A Small and Simple Thing,“ At the Pulpit [2017], 288–89).

Kenning og sáttmálar 83

„Séð skal fyrir ekkjum og munaðarleysingjum.“

Í apríl 1832, ferðaðist Joseph Smith um 1.500 kílómetra, eins og Drottinn bauð, til að heimsækja hina heilögu, sem höfðu safnast saman í Missouri (sjá Kenning og sáttmálar 78:9). Þegar hann var þar, heimsótti hann samfélag þar sem nokkrar ekkjur ólu börn sín upp einar. Meðal þeirra voru Phebe Peck og Anna Rogers, sem spámaðurinn þekkti persónulega. Í Missouri, á fjórða áratug nítjándu aldar, höfðu ekkjur takmarkaðan löglegan rétt til eigna fráfallinna eiginmanna sinna. Hvað lærið þið af kafla 83 um hvað Drottni finnst um ekkjur og munaðarleysingja? Þekkið þið einhvern í þessum sporum sem gæti haft gagn af elsku ykkar og umönnun? Hvað er sumt sem þið getið gert til að miðla ekkjum, munaðarleysingjum, einstæðum mæðrum og öðrum nauðstöddum því sem þið búið að?

Sjá einnig Jesaja 1:17; Jakobsbréfið 1:27.

Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 01

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 81:3

Ég get beðið til Guðs „[munnlega] og í hjarta [mínu].“

  • Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 81:3 með börnum ykkar, hjálpið þeim þá að hugsa um ólíka staði, bæði „opinberlega“ og „í einrúmi,“ sem þau geta beðist fyrir á. Þið gætuð einnig hlustað á eða sungið sálm um bæn, eins og „Bænarmál“ (Sálmar, nr. 45). Miðlið hverju öðru einhverju úr sálminum sem kennir mikilvægan sannleika um bæn. Þið gætuð einnig rætt um að tala við himneskan föður í lotningu.

  • Til að hvetja börn ykkar til að biðjast fyrir í hjarta sínu, gætuð þið fengið þeim pappírshjörtu og boðið þeim að teikna eða skrifa eitthvað bænarefni til himnesks föður. Berið vitni um að himneskur faðir viti hvað við erum að hugsa og hverjar tilfinningar okkar eru og að hann geti heyrt bænir okkar, jafnvel þó við segjum þær ekki upphátt. Þið gætuð miðlað þeim reynslu af því þegar þið báðuð í hjarta ykkar og himneskur faðir bænheyrði ykkur.

Kenning og sáttmálar 81:5

Drottinn vill að ég hjálpi fólki sem er þurfandi.

  • Teiknið myndir með börnum ykkar af handleggjum og hnjám og biðjið börn ykkar að finna þessa líkamshluta í Kenningu og sáttmálum 81:5. Hvað er Drottinn að biðja okkur að gera í þessu versi? Þið gætuð miðlað hvert öðru því hvernig fólk hefur veitt ykkur styrk þegar ykkur fannst þið „óstyrk“ eða „veikbyggð.“ Myndbandið „Pass it on“ (ChurchofJesusChrist.org), gæti veitt börnum ykkar hugmyndir um hvernig þau gætu þjónað öðrum. Þið gætuð einnig sungið saman lag um þjónustu, t.d. „Hef ég drýgt nokkra dáð?“ (Sálmar, nr. 91.) Hugleiðið að hjálpa börnum ykkar að gera áætlun til að hjálpa hið minnsta einum nauðstöddum einstaklingi þessa vikuna.

    2:18

    Pass It On

  • Þið gætuð einnig notað myndir eða myndbönd til að segja einfaldar sögur um Jesú Krist þjóna öðrum (sjá myndirnar í þessum drögum; Trúarmyndabók, nr. 41, 42, 46, 47, 55; eða eitt af biblíumyndböndunum í Gospel Library). Hvernig getum við fylgt fordæmi frelsarans um að hjálpa öðrum?

    Christ raising the daughter of Jairus
Jesús Kristur með konu sem hann læknaði

Við getum náð til fólks sem er þurfandi eins og frelsarinn gerði.

Hjálpið börnum ykkar að meðtaka eigin innblástur. Kennsla þýðir meira en bara að miðla sannleika – hún þýðir að hjálpa öðrum að verða sjálfstæðir nemendur. Í stað þess að segja bara börnum ykkar hvernig þau geti þjónað öðrum, hvetjið þau þá til dæmis til að leita leiðsagnar Drottins til að vita hverjum skal hjálpa.

Kenning og sáttmálar 82:10

Himneskur faðir lofar blessunum er við leggjum okkur fram við að hlýða honum.

  • Þið og börn ykkar gætuð skoðað Kenningu og sáttmála 82:8–10 til að finna svör við spurningunni: „Hvers vegna gefur himneskur faðir okkur boðorð?“ Þið gætuð viljað hjálpa börnum ykkar að hugsa um dæmi varðandi borðorð hans (sjá til dæmis 2. Mósebók 20:4–17; Matteus 22:37–39; Kenning og sáttmálar 89:5–17). Það gæti hjálpað ef þið og börn ykkar finnið eða teiknið myndir sem tákna einhver þeirra. Hvernig sýna boðorð Guðs fram á elsku hans til okkar?

  • Ef til vill gæti einfaldur leikur hjálpað börnum ykkar að sjá boðorð Guðs sem blessun frekar en byrði. Einn einstaklingur gæti gefið öðrum einstaklingi, sem búið er að binda fyrir augun á, leiðbeiningar til að hjálpa honum að gera eitthvað, eins og að búa til samloku eða teikna mynd. Hugsið um eitthvað frumlegt og skemmtilegt! Ræðið síðan hvernig boðorð Guðs eru eins og fyrirmælin í leiknum.

Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.

Jesús Kristur með manni sem hann læknaði

Teikning af Jesú læknandi mann, eftir Dan Burr

verkefnasíða fyrir börn