„14.–20. júlí: ‚Ég mun leiða yður‘: Kenning og sáttmálar 77–80,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 77–80,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Á heimleið, eftir Yongsung Kim
14.–20. júlí: „Ég mun leiða yður“
Kenning og sáttmálar 77–80
Innan tveggja ára eftir að kirkja Jesú Krists var endurreist, voru meðlimir hennar orðnir yfir 2000 og þeim fjölgaði óðfluga. Í mars 1832, átti Joseph Smith fund með öðrum kirkjuleiðtogum „til að ræða málefni kirkjunnar“: Nauðsyn þess að gefa út opinberanir, kaupa land til samansöfnunar og að annast fátæka (sjá Kenning og sáttmálar 78, kaflafyrirsögn). Drottinn kallaði fámennan hóp kirkjuleiðtoga, sem kæmi þessu sameiginlega til leiðar og stofnaði hið Sameinaða fyrirtæki, „málstað [Drottins] til stuðnings“ (vers 4) á þessum svæðum. Drottinn lagði þó áherslu á hið eilífa, jafnvel við slíka stjórnsýslu. Lokatilgangurinn með prentsmiðju eða forðabúri var – eins og á við um allt í ríki Guðs – að búa börn hans undir „stað í hinum himneska heimi“ og „auðæfi eilífðarinnar“ (vers 7, 18). Ef erfitt reynist að skilja þessar blessanir einmitt núna, mitt í málefnum hins daglega lífs, þá fullvissar hann okkur: „Verið samt vonglaðir, því að ég mun leiða yður“ (vers 18).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Guð veitir því fólki þekkingu sem leitar hennar.
Er Joseph Smith og Sidney Rigdon unnu að hinni innblásnu þýðingu Biblíunnar, höfðu þeir spurningar um Opinberunarbókina eins og margir hafa. Eins og Joseph vissi vel, þá gat hann spurt Guð ef hann skorti visku. Þá innsýn sem hann hlaut er að finna í Kenningu og sáttmálum 77. Þegar þið lesið þennan kafla, íhugið þá að skrá hugsanir ykkar í samsvarandi kapítula í Opinberunarbókinni. Hvað lærið þið af því að læra um meðtöku opinberana?
Þýðing Biblíunnar, eftir Liz Lemon Swindle
Hvaða fyrirbæri var hið Sameinaða fyrirtæki?
Hið Sameinaða fyrirtæki var stofnað sjá um útgáfu- og viðskiptamál kirkjunnar í Ohio og Missouri. Það samanstóð af Joseph Smith, Newel K. Whitney og öðrum kirkjuleiðtogum, sem tóku höndum saman við að uppfylla stundlegar þarfir hinnar vaxandi kirkju. Því miður varð hið Sameinaða fyrirtæki gjaldþrota vegna of alltof mikilla skulda og var lagt niður árið 1834.
Sjá einnig „Newel K. Whitney and the United Firm,“ í Revelations in Context, 142–47: Church History Topics, „United Firm (United Order),“ Gospel Library
Ég get verið „málstað [Krists og kirkju hans] til stuðnings.“
Drottinn sagði Joseph Smith og fleiri kirkjuleiðtogum að rekstur forðabúrs og prentsmiðju yrði þeim „málstað til stuðnings, sem þér hafið tekið að yður“ (Kenning og sáttmálar 78:4). Hver mynduð þið segja að væri „málstaður“ kirkju frelsarans? Ígrundið það við lestur Kenningar og sáttmála 78:1–7. Hvernig getið þið hjálpað við málstaðinn á hinn ýmsa hátt – einnig í fjölskyldu ykkar?
Sjá einnig Almenn handbók, 1.2.
Drottinn mun leiða mig.
Af hverju haldið þið að Drottinn kalli fylgjendur sína stundum „lítil börn“? (Kenning og sáttmálar 78:17). Hvenær hefur ykkur liðið sem litlu barni, ef til vill vegna þess að þið „hafið enn ekki skilið“ eða „fáið ei borið“? (vers 17–18). Hvað finnið þið í þessum versum sem getur hjálpað ykkur að „[vera vonglöð]“ (vers 18) á slíkum tímum? Hugleiðið að finna mynd af ykkur sjálfum þegar þið voruð börn og ígrundið hve þið hafið vaxið andlega frá því. Eða hugsið um eitthvað sem var erfitt fyrir ykkur þegar þið voruð ung en er auðveldara núna. Á hvern hátt vill himneskur faðir enn að þið séuð eins og börn? (sjá Mósía 3:19). Hvernig „[leiðir]“ hann ykkur?
Ég get meðtekið allt með þakklæti.
Til búa ykkur undir að læra Kenningu og sáttmála 78:19, gætuð þið gert lista yfir góða hluti sem hafa hent ykkur í dag. Gerið síðan lista yfir það sem ykkur finnst eiginlega ekki vera blessun. Hugleiðið þessa lista við lestur Kenningar og sáttmála 78:19. Hverju breytir það í lífi ykkar ef þið „[veitið]“ öllu viðtöku með þakklæti – jafnvel því sem virðist ekki vera blessun.
Til að læra meira um það hvernig þakklæti til Guðs getur haft áhrif á líf ykkar, kannið þá þessi ritningarvers og gerið lista yfir þann sannleik sem þið finnið: Sálmar 107:8–9; Lúkas 17:11–19; Filippíbréfið 4:6–7; Mósía 2:19–24; Alma 34:38; 37:37; Kenning og sáttmálar 46:32; 59:7, 15–21.
Hugleiðið að kanna boðskap Dieter F. Uchtdorf forseta „Þakklát í öllum aðstæðum“ (aðalráðstefna, apríl 2014) og gæta að leiðsögn um að vera þakklát. Þið gætuð leitað að samskonar leiðsögn í myndbandinu „President Russell M. Nelson on the Healing Power of Gratitude” (Gospel Library). Hvernig getur þakklæti haft áhrif á samband ykkar við Jesú Krist?
President Russell M. Nelson on the Healing Power of Gratitude
Leitið og miðlið. Ef þið hafið það hlutverk að kenna, leitið þá leiða til að hjálpa fólki að kanna ritningarnar eða orð spámannanna – sjálf eða í litlum hópum – og miðlið síðan því sem þau læra. Í þessu verkefni gætuð þið til dæmis gefið hverjum einstaklingi eða hópi hluta úr boðskap Uchtdorfs forseta og beðið þau að miðla orðtaki eða setningu sem þeir halda að dragi saman það sem hann kenndi.
Sjá einnig „Er í stormum lífs þíns,“ Sálmar, nr. 27; Topics and Questions, „Gratitude,“ Gospel Library.
Köllunin til að þjóna Guði er mikilvægari en hvar við þjónum.
Öldungur David A. Bednar kenndi varðandi Kenningu og sáttmála 80: „Drottinn er [kannski] að kenna okkur í þessari opinberun að verkefnið að starfa á ákveðnum stað er nauðsynlegt og mikilvægt, en ekki eins mikilvægt og að vera kallaður til þjónustu“ („Kölluð til verksins,“ aðalráðstefna, apríl 2017). Hvaða upplifanir hafa hjálpað ykkur að læra sannleiksgildi orða öldungs Bednars? Hvaða fleiri lexíur getið þið fundið í Kenningu og sáttmálum 79–80, sem gætu hjálpað einhverjum sem nýlega hefur tekið á móti köllun?
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Guð skapaði allar verur á jörðinni.
-
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 77:2 með börnum ykkar, gætuð þið skoðað myndir af dýrum, þar á meðal skordýrum og fuglum. Börn ykkar gætu bent á myndirnar þegar þið lesið orð eins og „dýranna,“ „skriðkvikindanna,“ og „fugla loftsins.“ Miðlið hverju öðru hvernig sköpunarverk Guðs hjálpar ykkur að skynja elsku hans.
Guð skapaði allar verur á jörðinni.
Ég get verið „málstað [Jesú Krists] til stuðnings.“
-
Til að hjálpa börnum ykkar að hugsa um hlutverk sitt i verki Drottins, hugleiðið þá að lesa með þeim í Kenningu og sáttmálum 78:4 til að bera kennsl á þann „málstað“ sem við höfum „tekið að [okkur]“ (samþykkt eða valið að styðja) þegar við vorum skírð. Hjálpið þeim að skoða ritningarvers sem þessi til að leita mögulegra svara: Mósía 18:8–10; Kenning og sáttmálar 20:37; HDP Móse 1:39. Börn ykkar gætu notið þess að fara í hlutverkaleik um það hvernig þau geta hjálpað við verk Drottins. Hvernig lítur það til dæmis út að „bera hver annars byrðar“ eða að „taka á okkur nafn Jesú Krists“? Hvernig er þetta „málstað [Krists] til stuðnings?
Ég get miðlað öðrum því sem ég hef.
-
Til að kenna merkingu þess að vera „jafnir í jarðneskum efnum“ (vers 6), gætuð þið afhent börnum ykkar myndir af þurfandi fólki (hungruðu, særðu eða köldu) og hluti sem myndu hjálpa (eins og mat, sáraumbúðir eða ábreiðu). Þessu næst gætu börn ykkar tengt myndirnar við hlutina. Hverju getum við miðlað til að hjálpa fólki sem er í neyð?
-
Til að tengja við kafla 78, lesið þá með börnum ykkar, setningarnar undir fyrstu tveimur myndunum í „kafla 28: Spámaðurinn Joseph fer aftur til Missouri“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 108 eða samsvarandi myndband í Gospel Library). Þessu næst gætu börn ykkar látist vera að hjálpa einhverjum að byggja hús, gefa mat eða þjóna á einhvern annan máta.
2:39Chapter 28: The Prophet Joseph Goes to Missouri Again: March–May 1832
Jesús Kristur mun leiða mig.
-
Það gæti verið gaman fyrir börn ykkar að tala um merkingu þess að vera leiðtogi og síðan að stjórna verkefni. Eftir að hafa lesið saman í Kenningu og sáttmálum 78:18, gætuð þið rætt um tilvik þegar við þörfnumst þess að Jesú leiði okkur. Íhugið að syngja söng eins og „Mig langar að líkjst Jesú“ (Barnasöngbókin, 40).
Ég get veitt „öllu viðtöku með þakklæti.“
-
Lesið Kenningu og sáttmála 78:19 með börnum ykkar til að uppgötva hverju Drottinn lofar fólki sem sýnir þakklæti. Hjálpið börnum ykkar að skilja hvað „hundraðfalt“ þýðir, ef til vill með því að sýna þeim lítinn hlut og síðan hundrað samskonar hluti. Ef til vill gætu þau teiknað myndir af hlutum sem þau hafa hlotið frá Guði „með þakklæti.“
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.