Kom, fylg mér
Raddir endurreisnarinnar: Vitnisburðir um „sýnina“


„Raddir endurreisnarinnar: Vitnisburðir um ‚sýnina‘,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Vitnisburðir um ‚sýnina‘,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar: Vitnisburðir um „sýnina“

Wilford Woodruff

Portrait of Wilford Woodruff.

Wilford Woodruff gekk í kirkjuna í desember 1833, um tveimur árum eftir að Joseph Smith og Sidney Rigdon hlutu sýnina sem skráð er í Kenningu og sáttmála 76. Hann bjó í New York á þeim tíma og lærði um „sýnina“ frá trúboðum sem þjónuðu á svæðinu. Mörgum árum síðar ræddi hann áhrifamátt þessarar opinberunar á sig:

„Frá barnæsku var mér kennt að það væri einn himinn og ein helja og sagt að ein refsing biði allra ranglátra og ein dýrð allra réttlátra. …

… Þegar ég las sýnina … , uppljómaðist hugur minn og vakti mér mikla gleði. Mér virtist að sá Guð vitur, réttvís og sannur, sem opinberaði manninum þessa reglu, byggi yfir hinum bestu eiginleikum, dómgreind og þekkingu. Mér fannst hann mótsagnalaus í kærleika, miskunn, réttvísi og dómgreind og ég skynjaði meiri elsku til Drottins en nokkurn tíma áður í lífi mínu“

‚Sýnin‘ [er] opinberun, sem veitir meira ljós, meiri sannleika og fleiri lífsreglur en nokkur önnur opinberun í hvaða bók sem við höfum lesið. Hún varpar skæru ljósi á núverandi ástand okkar, hvaðan við komum, afhverju við erum hér og hver örlög okkar verða. Sérhver maður getur með þessari opinberun vitað hvaða örlög og ástand falla í hans hlut.“

„Áður en ég sá Joseph, sagði ég aldur hans engu skipta, né hvernig hann liti út – hvort hár hans væri sítt eða stutt, því sá væri spámaður Guðs sem færði fram þessa opinberun [sýnin sem skráð er í kafla 76]. Ég vissi það af eigin raun.“

Phebe Crosby Peck

Þegar Phebe Peck frétti af kennslu Josephs og Sidneys um „sýnina,“ átti hún heima í Missouri og var einstæð fimm barna móðir. Hún varð fyrir svo miklum andlegum áhrifum af sýninni að hún ritaði eftirfarandi til að miðla stór-fjölskyldu sinni því sem hún hafði lært:

„Drottinn er að opinbera börnum sínum leyndardóma hins himneska ríkis. … Joseph Smith og Sidney Rigdon komu í heimsókn síðastliðið vor og við áttum saman marga gleðilega samfundi meðan þeir voru hér og upp fyrir okkur lukust margir leyndardómar, sem hughreystu mig mikið. Við skynjuðum lítillæti Guðs við að búa börnum sínum stað friðar. Hver sá sem ekki tekur á móti fyllingu fagnaðarerindisins og verður hugdjarfur liðsmaður í málstað Krists, fær ekki dvalið í návist föðurins og sonarins. Þeim er þó staður fyrirbúinn sem meðtaka það ekki, en sá er mun síðri að dýrð en að dvelja í himneska ríkinu. Ég reyni ekki að tjá mig frekar um þessa hluti, því þeir eru nú í prentun og á leið út í heiminn. . Ykkur gefst ef til vill kostur á að lesa af eigin raun, og ef svo verður, vona ég að þið lesið vandlega af kostgæfni hjartans, því þessir hlutir eru verðir eftirtektar. Ég þrái að þið gefið ykkur að þeim, því slíkt veitir ykkur hamingju í þessum heimi og í komandi heimi.“

Heimildir

  1. „Remarks,“ Deseret News, 27. maí 1857, 91.

  2. Deseret News, 3. ágúst 1881, 481; sjá einnig Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff (2004), 120–21.

  3. „Remarks,“ Deseret Weekly, 5. sept. 1891, 322.

  4. „Bréf frá Phebe Crosby Peck til Önnu Jones Pratt,“ 10. ágúst 1832, Church History Library, Salt Lake City; Stafsetning og greinarmerki færði í nútímahorf.