„7.–13. júlí: ‚Mikil verða laun þeirra og eilíf verður dýrð þeirra‘: Kenning og sáttmálar 76,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 76,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Athvarf, eftir Shaelynn Abel
7.–13. júlí: „Mikil verða laun þeirra og eilíf verður dýrð þeirra“
Kenning og sáttmálar 76
„Hvað verður um mig eftir dauðann?“ Næstum allir spyrja þessarar spurningar á einn eða annan hátt. Um aldir hafa margir hefðbundnir kristnir söfnuðir, sem reiða sig á biblíukenningar, kennt um himinn og helju, um paradís fyrir hina réttlátu og kvalarástand fyrir hina ranglátu. En er hægt að skipta öllu mannkyni svo afmarkað? Í febrúar 1832 veltu Joseph Smith og Sidney Rigdon því fyrir sér hvort ekki væri meira að vita um þetta efni (sjá Kenning og sáttmálar 76, kaflafyrirsögn).
Sú var vissulega raunin. Er Joseph og Sidney hugleiddu þetta, „snerti Drottinn augu skilnings [þeirra] og þau lukust upp“ (vers 19). Þeir hlutu opinberun, svo undurfagra, svo víðtæka, svo upplýsandi, að hinir heilögu kölluðu hana einfaldlega „sýnina.“ Sú sýn lauk upp gáttum himins og veitti börnum Guðs aukinn skilning á eilífðinni. Sýnin opinberaði himininn mikilfenglegri og víðtækari og meira umlykjandi, en fólk hafði áður haldið. Guð er miskunnsamari og réttvísari en við fáum skilið. Eilíf örlög barna Guðs eru dýrðlegri en við fáum ímyndað okkur.
Sjá Heilagir, 1:147–50; „The Vision,“ í Revelations in Context, 148–54.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Sáluhjálp hlýst fyrir Jesú Krist, son Guðs.
Kafli 76 opinberar mikilvægan sannleik um eilíf örlög okkar, en það væri ófullnægjandi að segja að þessi opinberun sé um dýrðarríkin þrjú eða jafnvel bara um sáluhjálparáætlunina. Réttara væri að segja að kafli 76 sé um Jesú Krist, sem gerir áætlun Guðs um sáluhjálp okkar og eilífa dýrð mögulega. Þegar þið lesið, gætuð þið leitað að orðum eða orðtökum sem lýsa sambandinu milli Jesú Krists og fólksins sem erfir hin mismunandi dýrðarríki. Kannski gæti það hjálpað ykkur að skrá það sem þið finnið ef þið gerið samskonar töflu og sjá má hér á eftir.
|
Dýrðarríki |
Samband við Jesú Krist |
Eilífar blessanir |
|---|---|---|
Dýrðarríki Himneskt: (vers 50–70, 92–96) | Samband við Jesú Krist
| Eilífar blessanir
|
Dýrðarríki Yfirjarðneskt: (vers 71–79, 97) | Samband við Jesú Krist | Eilífar blessanir |
Dýrðarríki Jarðneskt (vers 81–90, 98–106, 109–12) | Samband við Jesú Krist | Eilífar blessanir |
Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að styrkja samband ykkar við frelsarann?
Þegar Wilford Woodruff las þessa sýn sagði hann: „Ég skynjaði meiri elsku til Drottins en nokkurn tíma áður í lífi mínu“ (sjá „Raddir endurreisnarinnar: Vitnisburðir um „sýnina““). Hvað lærið þið um Jesú Krist í versum 1–5, 20–24, 39–43, 107–8 sem veldur því að þið elskið hann meira?
Sjá einnig 1. Pétursbréf 1:18–19; 4:6; Dallin H. Oaks, „Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?,“ aðalráðstefna, apríl 2021: „Um Jesú ég hugsa,“ Sálmar, nr. 65.
Einblínið á himneskan föður, Jesú Krist og kenningu þeirra. Af öllu því sem við getum lært í ritningunum, þá hjálpar mikilvægasti sannleikurinn okkur við að byggja upp trú á himneskan föður og Jesú Krist, iðrast, gera og halda sáttmála við þá og meðtaka heilagan anda. Þótt það kunni að vera áhugavert að bera saman eða greina viðhorf eða hegðun fólks sem mun hljóta hin mismunandi dýrðarríki, þá er mikilvægara að einbeita sér að himneskum föður og frelsaranum. Allt sem þeir gera til að búa okkur undir þá dýrð mun snúa okkur til þeirra.
Í þessu herbergi sá Joseph Smith sýnina sem skráð er í Kenningu og sáttmálum 76.
Kenning og sáttmálar 76:5–10; 114–18
Ég get skilið sannleika Guðs „með krafti hins heilaga anda.“
Ekki áttu allir meðlimir kirkjunnar auðvelt með að samþykkja opinberunina í kafla 76, því hún kenndi að næstum allir myndu frelsast og hljóta einhverja dýrðargráðu. Brigham Young sagði til að mynda: „Ég var svo fastur í hefðinni að þegar mér var fyrst sagt frá sýninni var hún andstæð öllu sem ég hafði áður lært. Ég sagði: Bíddu nú aðeins. Ég hafnaði henni ekki; en skildi hana þó ekki.“ Hann útskýrði að hann hefði þurft að „íhuga, biðja og lesa, þar til hann vissi og skildi hana sjálfur fyllilega“ (í „The Vision,“ Revelations in Context, 150). Hvað lærið þið af reynslu hans sem getur hjálpað ykkur þegar Guð opinberar eitthvað sem er ólíkt okkar núverandi skilningi? Hvað lærið þið um Guð í Kenningu og sáttmálum 76:5–10, 114–18? Hvað kenna þessi vers um það hvernig þið getið skilið hinn „[hugþekka] vilja [Guðs]“? (vers 7).
Kenning og sáttmálar 76:39–44, 50–70
Upphafning er æðsta form sáluhjálpar.
Kenning og sáttmálar 76:39–44 gefur almenna lýsingu á sáluhjálp. Vers 50–70 lýsa upphafningu, ákveðinni tegund sáluhjálpar. Hvernig mynduð þið útskýra mismunin á sáluhjálpa og upphafningu? Hvert er hlutverk frelsarans í þessu tvennu? Hvað finnið þið í þessum versum sem innblæs ykkur til að leita upphafningar?
Sjá einnig Jóhannes 3:16–17; Kenning og sáttmálar 132:20–25.
Kenning og sáttmálar 76:50–70, 92–95
Faðir minn á himnum vill að ég öðlist eilíft líf í himneska ríkinu.
Hafið þið nokkru sinni velt því fyrir ykkur – eða haft áhyggjur af – hvort að þið getið orðið þess kyns einstaklingur sem mun hljóta himneska dýrð, eins og lýst er í Kenningu og sáttmálum 76:50–70, 92–95? Þótt það sé mikilvægt að vita hvað Guð ætlast til af okkur, hugleiðið þá einnig að leita í þessum versum að því sem Guð hefur gert fyrir okkur – og er að gera fyrir okkur – til að hjálpa okkur að verða eins og hann er. Hvers vegna haldið þið að viðleitni ykkar skipti hann máli?
Hvernig hefur þessi sýn um himneska ríkið áhrif á það hvernig þið viljið haga ykkar daglegu lífi?
Sjá einnig HDP Móse 1:39.; J. Devn Cornish, „Stend ég mig nægilega vel? Mun mér takast þetta?,“ aðalráðstefna, október 2016.
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Við erum öll börn Guðs.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að skilja guðlega möguleika sína, ættuð þið að sýna þeim myndir af börnum og foreldrum þeirra. Þið gætuð síðan lesið Kenningu og sáttmála 76:24 og miðlað hverju öðru því hvers vegna þið eruð glöð að vita að við erum öll „synir og dætur Guðs.“
-
Þið gætuð einnig sungið saman „Guðs barnið eitt ég er“ (Sálmar, 112) og boðið börnum ykkar að benda á sig sjálf þegar þau syngja „ég.“ Syngið sönginn síðan aftur og skiptið orðinu „ég“ út fyrir „þú“ á sama tíma og þau benda á einhvern annan.
Kenning og sáttmálar 76:5; 41–42, 69
Jesús Kristur er frelsari minn.
-
Skoðið það að fara í hlutverkaleik með börnum ykkar og leikið atriðið þar sem einhver spyr: „Hvað hefur Jesús Kristur gert fyrir mig?“ Þið og börn ykkar gætuð leitað mögulegra svara í versum 5, 41–42 eða 69 í kafla 76. Þið gætuð einnig sungið „Hann sendi soninn,“ Barnasöngbókin, 34. Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir það sem frelsarinn hefur gert fyrir okkur?
Hluti úr Leyfið börnunum, eftir J. Kirk Richards
Himneskur faðir vill að ég snúi aftur til að dvelja hjá honum að eilílfu.
-
Þið og börn ykkar gætuð lesið eða horft á hluta eða allan „kafla 26: Hin þrjú dýrðarríki himna“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 97–103 eða samsvarandi myndband í Gospel Library) og miðlað hvert öðru því sem þið hrífist af í sýninni sem Joseph Smith hlaut. Leyfið börnum ykkar að miðla hugsunum sínum og tilfinningum varðandi það hvernig það væri að dvelja hjá himneskum föður í himneska ríkinu.
4:7Chapter 26: The Three Kingdoms of Heaven: 16•February 1832
-
Þið gætuð einnig lesið Kenningu og sáttmála 76:62 og boðið börnum ykkar að teikna myndir af sér sjálfum með himneskum föður og Jesú Kristi í himneska ríkinu (sjá verkefnasíðu þessarar viku).
Kenning og sáttmálar 76:12; 15–19; 114–16
Að læra ritningarnar getur hjálpað mér að „skilja það sem Guðs er.“
-
Þið gætuð boðið börnum ykkar að lesa vers 15–19 til að komast að því hvað Joseph Smith og Sidney Rigdon voru að gera þegar þeir sáu sýnina í Kenningu og sáttmálum 76. Segið börnum ykkar frá því þegar þið hlutuð innblástur við lestur ritninganna og spyrjið börn ykkar hvort þau hafi hlotið álíka upplifanir.
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.