2010–2019
Sungnir og ósungnir söngvar
Apríl 2017


Sungnir og ósungnir söngvar

Ég grátbið samt hvert og eitt okkar að vera trúföst og kyrr í kórnum.

„Nú er sólskin mér í sál í dag“ skrifaði Eliza Hewitt, „og signuð gleði rós, nú jörð og himinn jafnt mér skín, því Jesús er mitt ljós.“1Það er nær ómögulegt að syngja þennan stórkostlega gamla kristilega sálm, sem er uppfullur af gleði, án þess að brosa. Í dag langar mig að taka eina hendingu út úr textanum, sem gæti hjálpað okkur þá daga sem við eigum erfitt með að syngja eða brosa og „allar stundir dagsins nú“ virðast ekki „sælar.“ Ef það kemur tímabil sem þú getur ekki ómað hinar gleðilegu tóna sem þú heyrir frá öðrum þá bið ég ykkur að halda þétt í þá hendingu úr sálminum sem huggar, „og fleiri raddir finn ég þar, en fæ ég sungið hátt.“2

Sá raunveruleiki sem við horfumst í augu við, sem börn Guðs sem búum í föllnum heimi, er að sumir dagar eru erfiðir, dagar þegar reynir á trú okkar og þolgæði. Þessar áskoranir koma kannski vegna eigin takmarkana, eða takmarkana annarra eða kannski bara vegna takmarkana lífsins, svo sama hver sem ástæðan er þá finnum við að þær geta rænt okkur söngvum sem okkur langar að syngja og myrkva loforðið „nú er vortíð sæl í sál „3 sem Eliza Hewitt fagnar í einu versanna.

Hvað gerum við á slíkum tímum? Til að byrja með þá umföðmum við ráð Páls postula og „vonum það, sem vér sjáum ekki, … [og] bíðum … þess með þolinmæði.4 Á þeim stundum þegar sönglag trúar fellur niður fyrir kraft tjáningar, þá gætum við þurft að standa hljóð um stund og hlusta bara á aðra, dragandi styrk frá fegurð tónlistarinnar sem ómar í kringum okkur. Mörg okkar sem erum „tónlistarlega heft“ höfum náð að styrkja sjálfstraust okkar og bæta söng okkar verulega með því að stilla okkur upp við hliðina á einhverjum með sterkari og öruggari rödd. Vissulega fylgir það, að í að syngja lofsöngva eilífarinnar, þá stöndum við eins nálægt frelsaranum og lausnara heimsins og mögulegt er, því hann hefur fullkomið tóneyra. Við fáum þá hugrekki frá getu hans að hlusta á þögn okkar og meðtökum von frá hljómfagurri meðalgöngu frelsarans fyrir okkar hönd. Það er sannarlega að„sjálfan guð ég á“ sem „ég finn, hve vex mín von og ást og vökvast hulin fræ.“5

Þá daga sem okkur finnst við vera smá fölsk, aðeins síðri en það sem við sjáum og heyrum hjá öðrum, þá langar mig að biðja okkur, sérstaklega ungdóminn í kirkjunni, að muna að það er guðdómlega ákveðið að allar raddir í kór Guðs eru mismunandi. Það þarf fjölbreytni radda, sópran, altó, baritón og bassa, til þess að skapa ríkulega tónlist. Til að fá lánaða hendingu úr glaðlegum samskiptum tveggja merkilegra Síðari daga heilagra kvenna: „Öll dýr Guðs eiga sér stað í kórnum.“6 Þegar við gerum lítið úr einstaklingseinkennum okkar eða reynum að laga okkur að óraunverulegum staðalímyndum, staðaðlímyndunum sem eru keyrðar áfram af óseðjandi neytendamenningu og mögnuð upp af samfélagsmiðlum, þá töpum við glæsileika þess tóns og hljómblæs sem Guð hafði í huga þegar hann skapaði heim fjölbreytileika.

Það er ekki þar með sagt að sérhver í hinum guðdómlega kór geti einfaldlega byrjað að hrópa sína eigin persónulegu óratoríu! Fjölbreytileikinn er ekki óhljómur og kórar þurfa aga, - fyrir okkar tilgang í dag, öldungur Hales, þá langar mig að kalla það starf lærisveinsins - en þegar við höfum meðtekið guðlega opinberaða texta og hljómfagra hljómsveitarútsetningu sem samin var áður en heimurinn var skapaður, þá nýtur himneskur faðir þess að fá okkur til að syngja með okkar eigin röddu, ekki einhvers annars rödd. Trúið á ykkur sjáf og trúið á hann. Ekki gera lítið úr eigið verðmæti eða framlagi. Framar öllu, ekki yfirgefa ykkar stað í kórnum. Hvers vegna? Vegna þess að þið eruð einstök og óviðjafnanleg. Missir hverrar raddar skerðir alla hina söngvarana í þessum jarðneska kór, þar á meðal missir þeirra sem finnast þeir vera á jaðri samfélagsins eða jaðri kirkjunnar.

Jafnvel er ég hvet ykkur öll að hafa trú á þeim lögum sem gæti verið erfitt að syngja, þá viðurkenni ég fúslega að, af mismunandi ástæðum á ég erfitt með önnur lög sem ætti að syngja en er ekki enn farið að syngja.

Þegar ég sé hinn yfirþyrmandi fjárhagslega mismun í heiminum þá fæ ég smá sektarkennd að syngja með Elizu Hewitt um „meiri heill en get ég greint er geymd mér Jesú hjá.“7 Ekki er hægt að syngja viðlagið sannarlega, fyllilega fyrr en við höfum annast hina fátæku. Fjárhagslegur mismunur er bölvun sem heldur áfram að bölva, ár eftir ár og kynslóð fram að kynslóð. Hann skaðar líkama, lemstrar anda, særir fjölskyldur og eyðileggur drauma. Ef við gætum gert meira til að létta fátækt, eins og Jesús skipar okkur endurtekið að gera, kannski gætu þá fleiri ólánsamir í heiminu raulað nokkrar hendingar í „Nú er sólskin mér í sál í dag,“ kannski í fyrsta sinn á ævi sinni.

Ég á einnig erfitt með að syngja glaðleg, fjörleg lög þegar svo margir í kringum okkur þjást af geðrænum- eða tilfinningalegum sjúkdómum eða öðrum íþyngjandi heilsuvanda. Því miður, þá vara þessi vandamál stundum lengi þrátt fyrir hetjulega baráttu margra góðhjartaðra umönnunaraðila og fjölskyldumeðlima. Ég bið þess að við munum ekki láta þessi börn Guðs þjást í þögn og að við munum vera gædd þeim hæfileika hans að heyra þá söngva sem þau geta ekki sungið núna.

Dag einn vona ég að hinn mikli heimskór muni syngja í samhljómi þvert á alla kynþætti og þjóðarbrot, lýsandi því yfir að byssur, last og napuryrði sé ekki leiðin til að takast á við mannlegan ágreining. Yfirlýsingar himna hrópa til okkar með það að eina leiðin til að leysa flókin samfélagsleg málefni á ásættanlegan hátt er að elska Guð og halda boðorð hans, opna þannig dyrnar að hinni einu varanlegu, sáluhjálpandi leið til að elska hvort annað eins og náungann. Spámaðurinn Eter kenndi að við ættum að „vonast eftir betri heimi.“ Lesandi þá hugsun þúsund árum seinna, þá lýsti Moróni því yfir, þreyttur á stríði og ofbeldi, að „enn betri leið“ að þeim heimi verði ávallt að vera í fagnaðarerindi Jesú Krists8

Hve þakklát við erum fyrir það að mitt í hringiðu þessara áskorana þá koma öðru hvoru gerólíkir söngvar sem við finnum að við getum ekki sungið, en af öðrum ástæðum. Það er þegar tilfinningarnar liggja svo djúpt og eru svo persónulegar, jafnvel svo heilagar, að það er ekki hægt að tjá þær, eða ætti ekki að tjá þær – eins og kærleikur Cordelíu til föður síns, sem hún tjáði svona: „Kærleikur minn … er auðugari en tunga mín. … Ég get ekki lyft hjarta mínu upp í munn minn.“9 Þessar tilfinningar koma til okkar sem eitthvað heilagt, það er hreinlega ekki hægt að tjá það, andlega ólýsanlegt, eins og bæn Jesú fyrir börn Nefítanna. Þeir sem voru vitni að þeim atburði rituðu:

„Hvorki hefur auga séð né eyra heyrt áður jafn mikla og undursamlega hluti og við sáum og heyrðum Jesú tala til föðurins. 

„… Engin tunga fær mælt, né nokkur maður ritað, né nokkurt mannshjarta skynjað jafn mikla og undursamlega hluti og við bæði sáum og heyrðum Jesú mæla.10

Slíkar dýrmætar stundir eru ótjáðar vegna þess að tjáningin, jafnvel ef hún væri möguleg, myndi vera eins og vanhelgun.

Bræður og systur, við búum í jarðneskum heimi með mörgum söngvum sem við getum ekki sungið enn, eða gerum það ekki. Ég sárbæni okkur, hvert og eitt, að vera áfram og trúfastlega í kórnum, þar sem við getum notið um eilífð hins dýrmætasta lofsöngs allra, „söng hinnar endurleysandi elsku.”11 Sem betur fer eru sætin fyrir þennan vissa flutning ótakmörkuð. Það er pláss fyrir þá sem tala mismunandi tungumál, fagna ólíkum menningum og lifa á fjölbreyttum svæðum. Það er pláss fyrir einhleypa, gifta og fjölmennar fjölskyldur og barnlausa. Það er pláss fyrr þá sem höfðu eitt sinn spurningar varðandi trú sína og einnig þá sem hafa þær enn. Það er pláss fyrir þá sem hafa mismunandi kynhneigð. Í stuttu máli þá er rúm fyrir alla sem elska Guð og virða boðorð hans sem friðhelga mælistiku fyrir persónulega hegðun. Því ef kærleikur Guðs er það sameiginlega lag sem við syngjum þá hlýtur sameiginlegt markmið okkar um að hlýða honum að vera ómissandi samhljómur hans. Með guðlegar kröfur um kærleika og trú, iðrun og samúð, heiðarleika og fyrirgefningu þá er pláss fyrir alla í þessum kór, sem vilja vera þar.12 „Komið eins og þið eruð“ segir kærleiksríkur faðir við okkur öll, en bætir við „ekki reikna með að vera áfram eins og þið eruð.“ Við brosum og munum að Guð er ákveðinn í að gera meira úr okkur en að við héldum að við gætum orðið.

Í þessari stórkostlegu óratoríu,sem er sáluhjálparáætlun hans fyrir upphafningu okkar, megum við fylgja tónsprota hans í auðmýkt og halda áfram að vinna að söngvunum sem við getum ekki sungið, fyrr en að við getum boðið þessa söngva „[sjálfum] Guði.“13 Þá, dag einn, eins og sálmurinn segir:

Vér fagnandi syngjum með herskörum himna,

hósíanna, hósíanna um Guð og hans son. …

… í leiðsögu Drottins um eilífðar svið!”14

Ég ber vitni um það að sá tími mun koma að Guð, eilífi faðir okkar mun aftur senda sinn eingetna son til jarðarinnar, í þetta sinn til að stjórna sem konungur konunganna um eilífð. Ég ber vitni um að þetta er endurreist kirkja hans og fararskjóti hans til að færa kenningar og sáluhjálpandi helgiathafnir fagnaðarerindis hans til mannskyns. Þegar skilaboð hans hafa „komist inn í hverja heimsálfu og heimsótt öll héröð,“15 þá mun „Jesús auglit sýna sitt.“16 Þann dag mun sálin njóta gnægðar eilífs sólskins. Ég bið þess af djúpri þrá að sú fyrirheitna stund megi upp renna. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „Nú er sólskin mér í sál í dag,” Sálmar, nr.87.

  2. Sálmar, nr. 87.

  3. Sálmar, nr. 87.

  4. Róm 8:25.

  5. Sálmar, nr. 87.

  6. Bill Staines, “All God’s Critters Got a Place in the Choir,” í Laurel Thatcher Ulrich og Emma Lou Thayne, All God’s Critters Got a Place in the Choir (1995), 4.

  7. Sálmar, nr. 87.

  8. Sjá Eter 12:4, 11.

  9. William Shakespeare, King Lear, leikþáttur 1, sögusvið 1, línur 79–80, 93–94.

  10. 3 Ne 17:16–17; skáletrað hér.

  11. Alma 5:26; sjá einnig Alma 26:13.

  12. Sjá 2 Ne 26:33.

  13. Sálmar, nr. 87.

  14. “The Spirit of God,” Hymns, nr. 2.

  15. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 142.

  16. Sálmar, nr. 87.