2010–2019
Að sigrast á heiminum
Apríl 2017


Að sigrast á heiminum

Að sigrast á heiminum er ekki einn afgerandi atburður í lífinu, en heil ævi af stundum sem skilgreina eilífðina.

Fyrir mörgum árum sagði David O. McKay forseti frá dásamlegri reynslu sem hann hafði upplifað á siglingu á bát í áttina að Samóa. Eftir að hann sofnaði „sá hann eitthvað óendanlega himneskt í sýn. Í fjarlægð,“ sagði hann „ sá ég fagra, hvíta borg. … tré með ljúffengum ávöxtum … og blóm í fullkomnum skrúða allstaðar. … mikil mannsöfnuður nálgaðist borgina. Allir klæddust víðum hvítum kirtlum. … Skyndilega var athygli mín … á leiðtoga þeirra, og þó að ég sæi aðeins hliðarsvipinn á honum … , þá þekkti ég hann strax sem frelsara minn! … geislandi ásýnd hans [var] dýrleg. … friðurinn í kringum hann … var guðdómlegur!“

McKay forseti, heldur áfram: „Borgin … var hans … hin eilífa borg, og fólkið sem fylgdi honum bjó þar í friði og eilífri hamingju.“

McKay forseti velti því fyrir sér: „Hverjir [voru] þetta? [Hvaða fólk var þetta?]

Hann útskýrir hvað gerðist næst:

„Eins og frelsarinn hefði lesið hugsanir mínar, þá svaraði hann með því að benda á [orð í] hálfhring sem … birtustu fyrir ofan þau … skrifuð í gulli … :

‚Þetta eru þeir sem hafa sigrast á heiminum–

Sem hafa sannlega verið endurfæddir!‘“1

Í tugi ára hef ég minnst þessara orða: „Þetta eru þeir sem hafa sigrast á heiminum.“

Blessanirnar sem Drottinn hefur lofað þeim sem sigrast á heiminum eru hrífandi. Þeir „skrýðast hvítum klæðum … og [eru nefndir í] bók lífsins.“ Drottinn mun „kannast við nafn [þeirra] fyrir föður [sínum] og fyrir englum hans.“2 Hver og einn skal eiga „hlut í fyrstu upprisunni.“3 öðlast eilíft líf4 og „skal aldrei … út fara“5 úr návist Guðs.

Er það mögulegt að sigrast á heiminum og meðtaka þessar blessanir? „Já, það er hægt.

Kærleikur gagnvart frelsaranum

Þeir sem sigrast á heiminum, þroska með sér altæka elsku til Drottins vor og frelsara, Jesú Krists.

Guðleg fæðing hans, fullkomið líf og takmarkalaus friðþæging hans í Getsemane og Golgata staðfestir upprisuna fyrir hvert og eitt okkar. Með einlægri iðrun okkar, getur hann einn hreinsað okkur af syndum okkar og leyft okkur að snúa aftur í návist Guðs. „Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.“6

„En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn “ sagði Jesús.7

Seinna bætti hann við: „Ég vil að þið sigrist á heiminum.“8

Að sigrast á heiminum er ekki einn afgerandi atburður í lífinu, en heil ævi af stundum sem skilgreina eilífðina.

Það getur hafist er barn lærir að biðja og syngja með lotningu „Mig langar að líkjast Jesú.“9 Það heldur svo áfram er manneskjan lærir um líf frelsarans í Nýja testamentinu og íhugar kraft friðþægingar frelsarans í Mormónsbók.

Að biðja, iðrast, fylgja frelsaranum og að meðtaka náð hans leiðir okkur að betri skilning á því hvers vegna við erum hér og hver við eigum að verða.

Alma lýsti því á þennan hátt: „Gjörbreyting [á] sér … stað í hjörtum þeirra, og þeir [auðmýkja] sig og [leggja] traust sitt á hinn sanna, lifanda Guð … þeir [eru] trúir allt til enda.“10

Þeir sem sigrast á heiminum vita að þeir verða ábyrgir frammi fyrir himneskum föður sínum. Það að breytast einlæglega og iðrast syndanna er ekki lengur heftandi heldur frelsandi þegar „syndir … sem skarlat, … verða hvítar sem mjöll11

Að standa ábyrgur frammi fyrir Guði

Þeir sem eru af heiminum eiga erfitt með að skilja það að vera ábyrgir fyrir Guði - eins og barn sem skemmtir sér á heimili foreldra sinna þegar þau eru í burtu, skemmtir sér í hávaðanum en neitar að hugsa um afleiðingarnar þegar foreldrarnir snúa aftur heim eftir 24 tíma. 

Heimurinn er hins vegar mun áhugasamari um að láta eftir hinum veraldlega manni en að temja hann.

Að sigrast á heiminum er ekki heimsinnrás en persónuleg innri barátta, sem krefst baráttu í návígi við okkar innri andstæðinga.

Að sigrast á heiminum þýðir að hafa hið æðsta boðorð í hávegum: „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“12

Hinn kristni rithöfundur C. S. Lewis lýsti þessu þannig: „Kristur segir ‚Gefðu mér allt. Ég vil ekki mikið af tíma þínum, af peningum þínum og vinnu þinni: Ég vil þig.’”13

Að sigrast á heiminum er að standa við loforð okkar við Guð - skírnar og musterissáttmála okkar og eiða okkar um tryggð við eilífan félaga okkar. Að sigrast á heiminum leiðir okkur auðmjúk að sakramentisborðinu í hverri viku, að biðjast fyrirgefningar og að lofa að „hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans“ svo að „andi hans sé ætíð með [okkur].“14

Elska okkar gagnvart hvíldardeginum endar ekki þegar dyrnar á kapellunni lokast að baki okkur en í stað þess opnar hún dyrnar að fögrum degi hvíldar frá daglegu streði, lærdóms, bænahalds og að ná til fjölskyldunnar og annarra sem þarfnast athygli okkar. Í stað þess að varpa öndinni léttara af því að kirkjan er búin og flýta sér í þeirri von að geta horft á fótboltaleik í sjónvarpinu, þá ættu hugsanir okkar að beinast að frelsaranum og hans helga degi.

Heimurinn er sífellt dreginn áfram af flóði lokkandi og seiðandi radda.15

Að sigrast á heiminum er að treysta á þessa einu rödd sem varar við, huggar, upplýsir og færir frið „ekki eins og heimurinn gefur.“16

Óeigingirni

Að sigrast á heiminum þýðir að snúa okkur út á við, að muna eftir öðru boðorðinu17: „Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar“18 Hamingja maka okkar er mikilvægari en okkar eigin ánægja. Að hjálpa börnum okkar að elska Guð og halda boðorð hans, er algert forgangsatriði. Við erum fús til að deila veraldlegum blessunum okkar í gegnum tíund, föstufórnir og gjafir til hinna þurfandi. Á meðan að andlegum loftnetum okkar er beint til himna þá leiðir Drottinn okkur til þeirra sem við getum aðstoðað.

Heimurinn byggir alheiminn í kringum sjálfan sig, hrópar stoltur: „Sjáðu á mig í samanburði við nágranna minn! Sjáið hvað ég á! Sjáið hve mikilvægur ég er!“

Heimurinn pirrast auðveldlega, missir áhugann, er kröfuharður, elskar fagnaðaróp almennings á meðan það að sigrast á heiminum færir auðmýkt, þolinmæði og samúð gagnvart þeim sem eru öðruvísi en maður er sjálfur.

Öryggi í spámönnunum

Að sigrast á heiminum mun ávallt þýða að við munum hafa trúarkenningar sem heimurinn mun hæðast að. Frelsarinn sagði:

„Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður.

Væruð þér af heiminum, mundi heimurinn elska sitt eigið.“19

Russel M. Nelson forseti sagði nú í morgun: „Sannur lærisveinn Jesú Krists er fús til að rísa upp, segja frá og vera öðruvísi en fólk heimsins.“20

Lærisveinn Krists hefur ekki áhyggjur þó að póstur um trú hennar fái ekki 1.000 viðurkenningar eða nokkra vinalega broskalla.

Að sigrast á heiminum þýðir að hafa minni áhyggjur af netsamböndum en sambandi okkar við Guð.

Guð veitir okkur öryggi er við hlýðum leiðsögn frá lifandi spámönnum hans og postulum.

Ljósmynd
Monson forseti talar

Thomas S. Monson forseti sagði: „Heimurinn getur verið okkur … áskorun. … [Er við förum til musterisins], … þá getum við betur tekist á við allar raunir og sigrast á hverri freistingu. … Við verðum endurnýjuð og styrkt.“21

Með auknum freistingum, truflunum og afbökunum þá reynir heimurinn að ginna hina trúföstu inn í það að afneita hinum ríkulegu andlegu reynslum sem eitt sinn voru og endurskilgreina þær sem kjánalegar blekkingar.

Að sigrast á heiminum er að muna eftir þeim stundum er við skynjuðum ást og ljós frelsarans, jafnvel þegar við erum vonlítil. Öldungur Neal A. Maxwell útskýrði eina slíka reynslu á þennan hátt: „Ég hafði verið blessaður og ég vissi að Guð vissi að ég hafði verið blessaður.“22 Þó að okkur finnist tímabundið að við séum gleymd, þá gleymum við ekki.

Að sigrast á heiminum þýðir ekki að við lifum einangruðu lífi, vernduð frá óréttlæti og erfiðleikum jarðnesks lífs. Það opnar frekar inn í víðari sýn á trú, færir okkur nær frelsaranum og loforðum hans.

Á sama tíma og að fullkomnun er ekki náð í þessu lífi þá hjálpar það við að sigrast á heiminum, að halda þeirri von lifandi að dag einn munum við „standa frammi fyrir [lausnara okkar] [og] líta ásjónu hans,“23 og heyra rödd hans: „Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið.“24

Fordæmi öldungs Bruce D. Porter

Þann 28. desember, þetta síðasta ár lauk kær vinur okkar og ástkær aðalvaldhafi, öldungur Bruce D. Porter jarðlífi sínu. Hann var 64 ára gamall.

Ég hitti Bruce fyrst þegar við vorum nemendur við Brigham Young háskólann. Hann var einn af þeim bestu og skörpustu. Eftir að hafa lokið doktorsgráðu sinni frá Harvard, með áherslu á málefni Rússlands, þá færðu hugsanir og ritstörf Bruce honum frama sem hefði getað hrist hann af braut, en ríkidæmið og lof heimsins skyggðu aldrei á sýn hans.23 Tryggð hans var ávallt við frelsara hans, Jesú Krist, eilífan félaga hans, börn hans og barnabörn.

Ljósmynd
Öldungur Porter með ungri fjölskyldu sinni

Bruce fæddist með nýrnagalla. Hann fór í aðgerð en í gegnum árin hélt nýrunum áfram að hraka.

Stuttu eftir að Bruce var kallaður sem aðalvaldhafi, árið 1995, þá þjónuðum við saman með fjölskyldum okkar í Frankfurt í Þýskalandi, þar sem störf hans snérust um Rússland og austur Evrópu.

Líf Bruce breyttist afgerandi árið 1997 þegar nýrnastarfsemi hans og heilsu hrakaði mikið. Porter fjölskyldan snéri aftur til Salt Lake City.

Á þeim 22 ára tíma sem Bruce starfaði sem einn af hinum Sjötíu, var hann lagður ítrekað inn á sjúkrahús, þar voru meðtaldir 10 uppskurðir. Læknarnir sögðu Susan í tvígang að hann myndi ekki lifa nóttina, en hann gerði það.

Bruce var í blóðskilun til að hreinsa blóð hans, í meira en 12 ár meðan hann starfaði sem aðalvaldhafi. Mikið af þeim tíma tók blóðskilunin fjóra klukkutíma á kvöldi, fimm daga vikunnar svo að hann gæti sinnt köllun sinni á daginn og ráðstefnuverkefnum um helgar. Þegar heilsa hans lagaðist ekki eftir fjölmargar prestdæmisblessanir, var Bruce ráðvilltur, því hann vissi á hvern hann treysti.26

Árið 2010 fékk Bruce svo nýra frá syni sínum, David. Í þetta skipti hafnaði líkaminn ekki ígræðslunni. Það var kraftaverk og færði honum loks endurnýjaða heilsu og leyfði þeim Susan að snúa aftur til hans ástkæra Rússlands, til þjónustu í svæðisforsætisráðinu.

Ljósmynd
Öldungur og systir Porter í Rússlandi

Þann 26. desember 2016, eftir að hafa barist við ítrekaðar sýkingar á sjúkrahúsi í Salt Lake City, þá bað hann læknana að yfirgefa herbergið. Bruce sagði Susan „að hann vissi í gegnum andann, að það væri ekkert meira sem læknarnir gætu gert til að bjarga lífi hans. Hann vissi … að himneskur faðir myndir taka hann heim. Hann var fullur friðar.“27

Þann 28. desember fór Bruce heim til fjölskyldu sinnar. Nokkrum klukkutímum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni, snéri hann, friðsæll, til síns himneska heimilis.

Ljósmynd
Andlitsmynd af öldungu Bruce D. Porter

Fyrir mörgum árum síðan skrifaði Bruce Porter þessi orð til barnanna sinna:

„Sá vitnisburður sem ég hef um raunveruleika og ást Jesú Krists, hefur verið áttavitinn í lífi mínu. … hann [er] tært, brennandi vitni í gegnum andann, að hann lifir, að hann er lausnari minn og vinur í raun28

„Áskorun okkar … er að læra að þekkja [frelsarann] …og í gegnum trú á hann, að sigrast á erfiðleikum og freistingum þessa heims.“29

Verum trúföst, sönn og treystum á hann.“30

Bruce Douglas Porter sigraðist á heiminum.

Megum við öll leggja okkur aðeins betur fram í viðleitni okkar að sigra heiminn, ekki að afsaka alvarleg brot en að vera þolinmóð við minniháttar misstig eða föll og herða áköf á hraða okkar og aðstoða aðra í örlæti. Er þið treystið betur á frelsarann þá lofa ég ykkur blessunum um meiri frið í þessu lífi og frekari fullvissu um eilíf örlög ykkar, í nafni Jesú Krists, amen.