2010–2019
Það er kraftur í bókinni
Október 2016


Það er kraftur í bókinni

Stórkostlegasti kraftur Mormónsbókar liggur í þeim áhrifum að færa okkur nær Jesú Kristi.

Þann 14.júní 1989 bannaði ríkisstjórn Ghana alla starfsemi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu innan þess Afríkulands, vegna rangra upplýsinga um kirkjuna. Ríkisstjórnin tók allar eignir kirkjunnar eignarhaldi og öllu trúboðsstarfi var hætt. Kirkjuþegnarnir, sem kalla þetta tímabil „frostið“gerðu sitt besta til að lifa eftir fagnaðarerindinu án greinarsamkoma eða stuðnings frá trúboðunum. Það eru til margar hvetjandi sögur til um það hvernig kirkjuþegnar héldu ljósi fagnaðarerindisins logandi með því að tilbiðja á heimilum sínum og með því að líta eftir hvert öðru sem heimilis og heimsóknarkennarar.

Um síðir var misskilngurinn leystur og þann 30. nóvember, 1990 lauk frostinu og eðlileg starfsemi kirkjunnar hófst að nýju.1 Síðan þá hefur verið mjög gott samstarf á milli kirkjunnar og ríkistjórnar Ghana.

Meðlimir sem fóru í gegnum frostið eru fljótir að benda á þær blessanir sem komu frá þessu óvenjulega tímabili Trú margra styrktist í gegnum það mótlæti sem þeir tókust á við. Ein slík blessun kom úr óvenjulegri átt.

Nicholas Ofosu-Hene Opare var ungur lögreglumaður sem var gefið það hlutverk að vakta samkomuhús SDH á meðan á frostinu stóð. Verkefni hans var að vakta húsið að nóttu til. Þegar Nicholas kom að samkomuhúsinu í fyrsta sinn sá hann að ýmsu dóti hafði verið dreift um allt, með pappíra, bækur og húsgögn í óreiðu. Mitt í þessari ringulreið sá hann eintak af Mormónsbók. Hann reyndi að láta sem hann sæi bókina ekki því honum hafði verið sagt að hún væri ill. Hann fann samt að hann dróst einkennilega að henni. Að lokum gat Nicholas ekki hunsað bókina lengur. Hann tók hana upp. Honum fannst hann knúinn til að lesa hana. Hann las alla nóttina og fann tárin renna niður vangana er hann las.

Fyrst er hann tók hana upp þá las hann allan 1. Nefí. Í annað sinn las hann allan 2. Nefí. Þegar hann kom að2. Nefí, 25. kapítula,, las hann eftirfarandi: „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna.“2

Þegar hér var komið þá urðu áhrif andns svo öflug að Nicholas tók að gráta. Hann gerði sér grein fyrir því að á meðan hann las hafði hann meðtekið nokkrar andlegar ábendingar um að þessi bók væri ritning, sú réttasta sem hann hafði nokkru sinni lesið. Hann gerði sér grein fyrir því að andstætt því sem hann hafði heyrt þá tryðu Síðari daga heilagir sterklega á Jesú Krist. Eftir að frostinu lauk og trúboðarnir snéru aftur til Ghana, gengu Nicholas, kona hans og börn í kirkjuna. Þegar ég sá hann í fyrra þá var hann yfirlögregluþjónn og þjónaði sem forseti Tamala umdæmi kirkjunnar í Ghana Hann segir: „Kirkjan hefur umbreytt lífi mínu. … ég þakka Guði almáttugum fyrir það að leiða mig inn í fagnaðareindið.“3

Alibert Davies, annar Ghanabúi, fylgdi vini sínum að einu samkomuhúsi okkar þar sem vinur hans sótti forsætisráðsfund. Á meðan hann beið, las Alibert bók sem hann fann nærri. Þegar fundinum lauk langaði Alibert að taka bókina heim. Honum var ekki einungis gefið leyfi til að taka þá bók, heldur einnig eintak af Mormónsbók. Þegar hann kom heim hóf hann að lesa Mormónsbók. Hann gat ekki lagt hana niður. Hann las við kertaljós þar til klukkan var 3 um morguninn. Hann gerði það í nokkrar nætur, yfirkominn af því sem hann las og skynjaði. Alibert er nú meðlimur kirkjunnar.

Angelo Scarpulla hóf nám sitt í guðfræði í heimalandi sínu, Ítalíu, þegar hann var 10 ára gamall. Hann varð að lokum prestur og þjónaði kirkju sinni af trúrækni. Á vissum tímapunkti byrjaði trú hans að dvína, og hann sóttist eftir því að fá tækifæri til að læra meira, og fékk það leyfi. Hins vegar, því meira sem hann lærði því áhyggjufyllri varð hann. Það sem hann las og skynjaði sannfærði hann um að það hefðir orðið almennt fráfall frá hinni sönnu kenningu sem Jesú og postularnir kenndu. Angelo leitaði að hinum sönnu trúarbrögðum í ýmsum kirkjum en var ósáttur í mörg ár.

Dag einn hitti hann á tvo meðlimi kirkjunnar sem voru að aðstoða trúboðana við að finna fleiri nemendur til að kenna. Hann fann að hann dróst að þeim og var mjög ánægður með að fá að hlusta á boðskap þeirra Angelo þáði fúslega eintak af Mormónsbók.

Það kvöld hóf hann lesturinn á bókinni. Hann var yfirkominn af gleði. Guð gaf Angelo innri fullvissu í gegnum andann, um að hann myndi finna sannleikann sem hann hafði leitað að í mörg ár, í Mormónsbók Ljúfar tilfinningar flæddu um hann. Það sem hann las og það sem hann lærði af trúboðunum staðfesti niðurtöðu hans um að það hefði orðið almennt fráfall, en hann lærði einnig að hinn sanna kirkja Guðs hefði verið endurreist hér á jörðu. Stuttu seinna var Angelo skírður inn í kirkjuna.4Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn var hann forseti Rimini greinar kirkjunnar í Ítalíu.

Það sem Nicholas, Aliber og Angelo upplifðu með Mormónsbók er líkt reynslu Parley P. Pratt.

„Ég opnaði [bókina]af ákafa. …Ég las allan daginn, að borða var byrði, ég hafði enga löngun til matar og svefn var byrði … er kvöldaði, því ég tók lesturinn fram yfir hvíldina.“

Andi Drottins hvíldi á mér við lesturinn og ég vissi og skildi að bókin var sönn, jafn greinilega og augljóslega og maðurinn fær vitað og skilið að hann á sér tilveru. Gleði mín var nú full og ég fagnaði nægilega til að bæta ríflega fyrir allar sorgir, fórnir og erfiðleika í lífi mínu.5

Sumir verða fyrir mjög sterkri upplifun í fyrsta sinn sem þeir opna Mormónsbók en fyrir aðra kemur vitnisburðurinn um sannleiksgildi hennar stig af stigi er þeir lesa hana og biðja varðandi hana. Þannig var það í mínu tilfelli. Ég las Mormónsbók fyrst þegar ég var unglingur í trúarskóla. Þetta er eintakið af Mormónsbók sem ég las. Ég get ekki sagt ykkur nákvæmlega stundina eða staðinn þegar það gerðist en einhvern tíma á meðan ég las, byrjaði ég að skynja eitthvað. Ég fann fyrir hlýju og anda í hvert skipti sem ég opnaði bókina Tilfinninginn óx er ég hélt áfram að lesa. Þannig hefur það haldið áfram allt fram á þennan dag. Í hvert skipti sem ég opna Mormónsbók þá er það eins og að kveikja á rofa - andinn flæðir inn í hjarta mitt og sál.

Fyrir enn aðra þá fá þeir vitnisburð um Mormónsbók hægt og sígandi, eftir mikið nám og bæn. Ég á vin sem las Mormónsbók í leit af því hvort hún væri sönn Hann nýtti boðið í Moróni um að spyrja Guð af hjartans einlægni, einbeittum huga og trú á Krist, ef Mormónsbók væri sönn.6Hann fékk samt ekki hið lofaða andlega svar strax. Hins vegar var það eitt sinn er hann var djúpt hugsi, að keyra niður veg, að andinn bar honum vitni um sannleiksgildi Mormónsbókar. Þvílíkt glaður og yfirkominn skrúfaði hann niður rúðunna á bílnum og hrópaði, ekki til neins sérstaks eða kannski alls heimsins: „Hún er sönn!“

Hvort sem vitnisburður okkar á Mormónsbók kemur í fyrsta skipti sem við opnum bókina eða eftir einhvern tíma, þá mun hún hafa áhrif á allt líf okkar ef við höldum áfram að lesa hana og tileinka okkur kenningar hennar. Ezra Taft Benson forseti sagði: „Það er kraftur í bókinni sem streyma mun inn í líf ykkar frá þeirri stundu er þið af alvöru byrjið að lesa hana. Þið munuð finna aukinn kraft til að standast freistingar. Þið munuð finna kraft til að forðast blekkingar. Þið munuð finna kraft til að halda ykkur á hinum beina og þrönga vegi.“7

Ég hvet alla sem meðtaka þessi skilaboð, þar með talda handhafa Aronska prestdæmisins sem eru hér á þessum fundi í kvöld, að uppgötva kraft Mormónsbókar. Eins og Thomas S. Monson forseti hefur hvatt okkur: „Lesið Mormónsbók. Íhugið kenningar hennar. Spyrjið himneskan förður ef það er sannleikur.“8Á meðan á þessu ferli stendur munið þið finna fyrir anda Guðs í lífi ykkar. Þessi andi verðu hluti af vitnisburðinum um að Mormónsbók sé sönn, að Joseph Smith var spámaður Guðs, og að Kirkja Jesús Krists hinna síðara daga heilögu er kirkja Guðs á jörðinni í dag. Þessi vitnisburður mun hjálpa ykkur að forðast freistingar.9Hann mun undirbúa ykkur fyrir „hið mikla kall… að erfiða af kostgæfni í víngarði Drottins.“10Hann mun standa sem öruggt akkeri þegar ásakanir eða rógburður eru notaðir til að ráðast á trú ykkar og mun vera fastur grunnur þegar þið standið frammi fyrir spurningum sem þið getið ekki svarað, að minnsta kosti ekki samstundis. Þið munið geta greint sannleika frá villu og þið munið finna fullvissu heilags anda sem staðfestir vitnisburð ykkar aftur og aftur er þið haldið áfram að lesa Mormónsbók allt ykkar líf.

Ég hvet alla foreldra sem heyra eða lesa þennan boðskap, að gera Mormónsbók að mikilvægum þætti á heimilum ykkar. Þegar börnin okkar voru að alast upp lásum við úr Mormónsbók er við borðuðum morgunmat. Þetta er bókamerkið sem við notuðum. Framan á er tilvitnun í Benson forseta þar sem hann lofar því að Guð muni úthella blessunum yfir okkur er við lesum Mormónsbók.11 Aftan á er þetta loforð frá Marion G. Romney forseta, fyrrverandi ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu. „Ég er þess fullviss að ef foreldrar munu lesa Mormónsbók reglubundið á heimilum sínum, í bænaranda, bæði í einrúmi og með börnum sínum, mun andi þeirrar stórkostlegu bókar fylla heimili okkar og gagntaka alla sem þar dvelja. … Andi deilna mun á brott hverfa. Foreldrar munu leiðbeina börnum sínum af aukinni ástúð og visku. Börnin verða næmari og móttækilegri fyrir leiðsögn foreldra sinna. Réttlæti mun aukast. Trú, von og kærleikur---hin hreina ást Krists---verður ríkjandi á heimilum okkar og í lífinu og vekja með okkur frið, gleði og hamingju.“12

Nú, mörgum árum eftir að börnin okkar eru flutt að heiman og eru að ala upp sínar eigin fjölskyldur, þá sjáum við greinilega uppfyllingu loforðs Romney forseta. Fjölskylda okkar er langt frá því að vera fullkomin en við getum borið vitni um kraft Mormónsbókar og þær blessanir sem það hefur fært í líf allra í fjölskyldunni að lesa Mormónsbók og heldur áfram að gera.

Stórkostlegasti kraftur Mormónsbókar liggur í þeim áhrifum að færa okkur nær Jesú Kristi. Hún er kraftmikið vitni um hann og endurleysandi hlutverk hans.13 Í gegnum hana lærum við að skilja mikilleik og kraft friðþægingar hans.14 Hún kennir kenningu hans greinilega.15 Vegna hinna mikilfenglegu kafla sem lýsa heimsókn hins upprisna Krists til Nefítanna þá sjáum við og upplifum hann elskandi, blessandi og kennandi þessu fólki og lærum að skilja að hann mun gera það sama fyrir okkur ef við komum til hans með því að lifa eftir fagnaðarerindi hans.16

Bræður, ég ber vitni um kraft Mormónsbókar. Hvort sem ég hef lesið hana á ensku, ítölsku eða frönsku, á prenti eða í rafrænu formi þá hef ég fundið sama dásamlega andann flæða frá köflum hennar og versum, inn í líf mitt. Ég ber vitni um getu hennar til að færa okkur nær Kristi. Ég bið þess að hvert og eitt okkar muni nýta sér kraftinn sem er í þessari ritningabók til fullnustu. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá „You Can’t Close My Heart: Ghanaian Saints and the Freeze,“ 6. Jan. 2016, history.lds.org.

  2. 2 Ne 25:26.

  3. Tölvupóstur frá Nicholas Ofosu-Hene, 27. okt. 2015.

  4. Sjá Angelo Scarpulla, „My Search for the Restoration,“ Tambuli, júní 1993, 16–20; tölvupóstur frá Ezio Caramia, 16. sept. 2016.

  5. Autobiography of Parley P. Pratt, útg. Parley P. Pratt yngri (1938), 37.

  6. Sjá Moró 10:4–5.

  7. Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson (2014), 141.

  8. Thomas S. Monson, „Dare to Stand Alone,“ Liahona, nóv. 2011, 62; sjá einnig Thomas S. Monson, „Priesthood Power,“ Liahona, maí 2011, 66; A Prophet’s Voice: Messages from Thomas S. Monson (2012), 490–94.

  9. Thomas S. Monson forseti sagði: „Hver prestdæmishafi ætti að taka þátt í daglegu ritninganámi. … ég lofa ykkur að hvort sem þið séuð með Arons eða Melkísedeksprestdæmið, þá mun kraftur ykkar til að forðast freistingar og hljóta leiðsögn heilags anda í öllu sem þið gerið aukast, ef þið læra ritningarnar af kostgæfni“ („Be Your Best Self,“ Liahona, maí 2009, 68).

  10. Alma 28:14.

  11. ... Ég lofa ykkur því, að ef þið frá þessari stundu nærist daglega af síðum bókarinnar og fylgið kenningum hennar, þá mun Guð úthella yfir hvert barn í Síon og kirkjuna áður óþekktum blessunum“(Teachings: Ezra Taft Benson, 127).

  12. Marion G. Romney, „The Book of Mormon,“ Ensign, maí 1980, 67.

  13. Sjá t.d. Titilsíðu Mormónsbókar; 1 Ne 11; 2 Ne 25; Mósía 16; 18; Alma 5; 12; Helaman 5; 3 Ne 9; Morm 7.

  14. Sjá t.d. 2 Ne 2; 9; Mósía 3; Alma 7; 34.

  15. Sjá t.d. 2 Ne 31; 3 Ne 11; 27.

  16. Sjá 3 Ne 11–28.