2010-2019
Hin mikla sæluáætlun
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Hin mikla sæluáætlun

Ég veit að þegar við iðrumst einlæglega þá eru syndir okkar raunverulega farnar - án þess að skilja eftir sig far!

Nokkrum mánuðum áður en Boyd K. Packer lést fékk aðalforsætisráð prestdæmis og aðildarfélaga það dýrmæta tækfæri að fá hann til okkar sem ræðumann. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um það sem hann sagði. Hann deildi því með okkur að hann hefði horft tilbaka í gegnum líf sitt, leitandi að merkjum um þær syndir sem hann hefði drýgt og einlæglega iðrast af en gat ekki fundiðnein merki um þær. Vegna friðþægingarfórnar okkar ástkæra frelsara, Jesú Krists, og í gegnum iðrun þá voru syndir hans algerlega horfnar, eins og þær hefðu aldrei verið til. Áskorun Packers forseta til okkar leiðtoganna þennan dag var sú að bera vitni um að þetta er sannleikur fyrir hvert okkar sem iðrast einlæglega.

Ég veit um mann sem var sekur um skírlífsbrot fyrir nokkrum árum síðan. Í þó nokkurn tíma var þessi maður svo uppfullur af skömm og áhyggjum að hann þorði ekki að tala við konu sína og prestdæmisleiðtoga. Hann langaði að iðrast að fullu en sagði að hann væri frekar fús til að gefa eilífa sáluhjálp sína upp á bátinn frekar en að setja konu sína og börn í gegnum þá sorg, skömm eða aðrar afleiðingar sem gætu orðið vegna játningar hans.

Þegar við höfum syndgað þá reynir Satan oft að sannfæra okkur um að það óeigingjarnasta sem við gætum gert væri að vernda aðra frá þeirri tortímingu sem vitneskjan um syndir okkar er, þar með talið játningu hjá biskupinum, sem getur blessað líf okkar í gegnum þá prestdæmislykla sem hann hefur sem almennur dómari í Ísrael. Sannleikurinn er hinsvegar sá að óeigingjarnasti og kristilegasti hluturinn er að játa og iðrast. Þetta er sæluáætlun himnesks föður.

Að lokum þá játaði þessi góði maður syndir sínar fyrir sinni trúföstu konu og kirkjuleiðtogum og sýndi djúpa iðrun. Þó að þetta væri það erfiðasta sem hann hafði nokkru sinni gert þá veittu tilfinningar léttis, friðar, þakklætis, kærleika til frelsarans og þekking á því að Drottinnn væri að lyfta þungri byrði hans, honum meiri gleði en hann gat tjáð, sama hver niðurstaða málsins og framtíðar hans yrði.

Hann hafði verið viss um að kona hans og börn yrðu eyðilögð, og þau voru það; og að það yrði agaréttur og hann leystur frá köllun sinni, sem og hann var. Hann var viss um að kona hans yrði niðurbrotin, sár og reið, og hún var það. Hann var einnig sannfærður um að hún myndi fara og taka börnin með sér – en það gerði hún ekki.

Stundum leiðir alvarlegt brot til skilnaðar og það gæti verið nauðsynlegt, eftir aðstæðum. Manninum til mikillar undrunar, faðmaði kona hans hann að sér og setti sér að hjálpa honum á hvern þann hátt sem hún gæti. Er tíminn leið náði hún að fyrirgefa honum fyllilega. Hún hafði skynjað læknandi kraft friðþægingarfórnar frelsarans fyrir hana. Mörgum árum seinna þá eru þessi hjón og börnin þeirra þrjú, sterk og trúföst. Eiginmaðurinn og eiginkonan þjóna í musterinu og eiga dásamlegt, ástríkt hjónaband. Dýpt vitnisburðar mannsins og elska hans og þakklæti fyrir frelsarann eru mjög áberandi í lífi hans.

Amúlek vitnaði: „Ég vildi, að þið stigjuð fram og hertuð eigi hjörtu ykkar lengur. … Ef þið þess vegna iðrist … þá mun hin mikla endurlausnaráætlun samstundis ná til ykkar.“1

Þegar ég þjónaði með eiginmanni mínum, er hann var trúboðsforseti, fórum við einn morgun á flugvöllinn til að ná í stóran hóp af trúboðum. Þá var þar einn sérstakur ungur maður er greip athygli okkar. Hann virtist sorgmæddur, niðurbeygður og næstum örvinglaður. Við fylgdumst vandlega með honum þennan eftirmiðdag. Þegar kom að kvöldi dags lagði ungi maðurinn fram síðbúna játningu og leiðtogar hans ákváðu að hann þyrfti að snúa aftur heim. Þó að við værum mjög sorgmædd yfir því að hann hefði verið óheiðarlegur og hefði ekki iðrast áður en hann kom á trúboð sitt þá hrósuðum við honum einlæglega á leiðinni aftur á flugvöllinn, fyrir að hafa haft hugrekki til að koma fram og við lofuðum að halda sambandi við hann.

Þessi stórkostlegi ungi maður var blessaður með dásamlegum foreldrum, frábærum prestdæmisleiðtogum og styrkjandi og ástríkri kirkjudeild. Eftir að hafa unnið hörðum höndum við að iðrast og meðtaka af friðþægingarfórn frelsarans þá náði hann að snúa aftur í trúboðið til okkar. Það er erfitt fyrir mig að lýsa þeirri gleðitilfinningu sem við upplifðum þegar við náðum í þennan unga mann á flugvöllinn. Hann var fullur af andanum, hamingjusamur og sjálfsöruggur frammi fyrir Drottni og spenntur fyrir því að fá að þjóna trúfastlega á trúboðinu. Hann varð fyrirmyndar trúboði og síðar fengum við hjónin þau forréttindi að vera viðstödd musterisinnsiglun hans.

Í mótvægi þá vissi ég af öðrum trúboða sem var meðvituð um að hafa ekki játað syndir sem hún hafði drýgt fyrir trúboð sitt og að það myndi verða til þess að hún yrði send snemma heim af trúboðinu svo hún áætlaði að vinna sérstaklega vel á trúboði sínu og að játa svo syndirnar fyrir trúboðsforsetanum nokkrum dögum áður en hún lyki trúboði sínu. Hana skorti trúarlega sorg og hún reyndi að fara í kringum það ferli sem ástríkur frelsarinn hefur veitt hverju og einu okkar.

Á trúboði okkar fór ég eitt sinn með eiginmanni mínum þegar hann fór til að hafa viðtal við mann fyrir skírn hans. Á meðan á viðtalinu stóð beið ég fyrir utan með systurtrúboðunum sem höfðu kennt manninum. Þegar viðtalinu lauk sagði maðurinn minn trúboðunum frá því að maðurinn gæti skírst. Þessi ljúfi maður grét og grét er hann útskýrði að hann hefði verið fullviss um að þær alvarlegu syndir sem hann hefði drýgt í lífi sínu myndu koma í veg fyrir að hann gæti skírst. Ég hef sjaldan orðið vitni að slíkri gleði og hamingju hjá nokkrum sem kom úr myrkrinu og inn í ljósið, eins og ég sá þennan dag.

Jesus Christ. Portraits

Öldungur D. Todd Christofferson vitnaði:

„ Trúin á hinn miskunnsama frelsara og mátt hans, breytir örvæntingu í von. Þrár hjartans breytast og sú synd sem áður heillaði vekur mikinn viðbjóð. …

… Hvert sem gjald iðrunar er, fellur það alltaf í skuggann fyrir gleði og fyrirgefningu.“2

Þessar reynslur minna mig á Enos í Mormónsbók sem „ákallaði [Drottinn] í máttugri og auðmjúkri bæn.“ og heyrði þá rödd sem sagði: „ Enos, syndir þínar eru fyrirgefnar. …

Ég, Enos, vissi, að Guð gat ekki farið með lygi, og því var sekt minni sópað burtu.

Og ég spurði: Drottinn, hvernig má það vera?

Og hann svaraði mér: Vegna trúar þinnar á Krist. … Far því nú, trú þín hefur gjört þig heilan.“3

Þegar ég undirbjó þessa ræðu þá langaði mig að fá tilfinningu fyrir því hvaða skilning barnabörnin okkar leggði í iðrun og hvað þeim finndist um frelsarann svo ég bað börnin okkar að spyrja þau eftirfarandi spurninga. Svör barnabarna okkar snertu mig.

Hvað er iðrun? „Þegar þú lemur einhvern þá geturðu sagt ,fyrirgefðu‘ og hjálpað þeim á fætur.“

Hvernig líður þér þegar þú iðrast? „Maður getur fundið fyrir honum, fundið fyrir hlýju hans og slæmu tilfinningarnar hverfa.“

Hvað finnst þér um Jesús og himneskan föður þegar þú iðrast? „Mér finnst að Jesús finnist að það hafi verið þess virði að gera friðþæginguna og að hann er ánægður að við getum búið með honum aftur.“

Hvers vegna vilja Jesús og himneskur faðir að ég iðrist? Með orðum barnabarns mín, sem er unglingur: „Vegna þess að þeir elska mig! Til þess að verða eins og þeir, verð ég að iðrast. Mig langar einnig alltaf til að andinn verði með mér, svo að ég þarf að iðrast daglega til þess að fá að hafa dásamlegan félagsskap hans. Ég mun aldrei geta þakkað þeim nægilega mikið.“

Þegar fjögurra ára Brynee heyrði þessar spurningar sagði hún: „Ég veit það ekki, pabbi. Kenndu mér.“

Sister Reeves son and granddaughter

Á síðustu aðalráðstefnu sagði öldungur Jeffrey R. Holland: „ Þótt þið teljið það um seinan, að tækifærin séu glötuð, að þið hafið gert of mörg mistök … eða að þið hafið fjarlægst heimili ykkar, fjölskyldu og Guð of mikið, þá ber ég vitni um að þið hafið ekki farið út fyrir guðlega elsku. Þið getið ekki sokkið svo djúpt að geislar hins óendanlega ljóss friðþægingar Krists nái ekki til ykkar.4

Hve mikið ég þrái að börnin mín, barnabörnin og hvert og eitt ykkar, bræður og systur, upplifi gleði og nálægð við himneskan föður og frelsara okkar er við iðrumst synda okkar og veikleika daglega. Hvert ábyrgt barn himnesks föður þarfnast iðrunar. Íhugið hvaða syndir við þurfum að iðrast af. Hvað heldur aftur af okkur? Á hvaða hátt þurfum við að bæta okkur?

Ég veit að Packer forseti upplifði og vitnaði um að þegar við iðrumst einlæglega þá eru syndir okkar raunverulega farnar - án þess að skilja eftir sig far! Ég hef persónulega upplifað þann kærleika, gleði, létti og sjálfsöryggi frammi fyrir Drottni er ég hef einlæglega iðrast.

Hvað mig varðar þá eru mestu kraftaverkin í þessu lífi ekki þegar Rauða hafið var klofið, þegar fjöllin færðust úr stað eða jafnvel þegar líkaminn er læknaður. Mestu kraftaverkin gerast þegar við nálgumst föður okkar á himnum í bæn og grátbiðjum hann innilega um að fá fyrirgefningu og erum því næst hreinsuð af syndum okkar og breytt í gegnum friðþægingafórn frelsarans. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.