2010–2019
Drottinn Jesú Kristur kennir okkur að biðjast fyrir
Október 2016


Drottinn Jesú Kristur kennir okkur að biðjast fyrir

Þegar þið biðjist, eruð þið virkilega að biðjast fyrir eða bara fara með bænir?

Árið 1977 þjónaði ég sem fastatrúboði í Cusco, Perú. Við félagi minn fengum samþykki til að fara með alla trúboðana á Cusco svæðinu að skoða Machu Picchu rústirnar.

Í lok ferðarinnar vildu sumir trúboðanna fara að Inca brúnni, sem er hluti af fjallaslóð. Ég fann strax í hjarta mínu að andinn hélt aftur af því að ég færi. Slóðinn er í fjallshlíð með um 600 metra þverhnípi. Á nokkrum stöðum var slóðin svo mjór að einungis ein manneskja gat farið í einu. Ég og félagi minn sögðum trúboðunum að við ættum ekki að fara að Inca brúnni.

Trúboðarnir vildu virkilega fara. Kröfurnar urðu ákafari og þrátt fyrir það sem andinn hafði sagt mér, þá gaf ég eftir jafningjaþrýstingnum og sagði þeim að gætum farið að brúnni en eingöngu ef við værum mjög gætnir.

Við gengu að slóðinni sem liggur að Inca brúnni og ég var aftastur. Í fyrstu gengu allir hægt, eins og samið hafði verið um. Síðan fóru trúboðarnir að ganga mjög hratt og jafnvel hlaupa. Þeir hunsuðu beiðnir mínar um að hægja á sér. Mér fannst ég skuldbundinn til þess að ná þeim og segja þeim að við þyrftum að snúa við. Ég var langt fyrir aftan þá og ég þurfti að hlaupa virkilega hratt til að ná þeim.

Þegar ég kom að beygju í stígnum, á hluta leiðarinnar sem er of mjór fyrir tvær manneskjur, sá ég trúboða standandi með bakið að klettinum. Ég spurði hvers vegna hann stæði þarna. Hann sagði mér að hann hefði fengið þau hughrif að hann ætti að bíða á þessum stað um stund og ég ætti að bara að halda áfram.

Ég fann fyrir nauðsyn þess að ná hinum trúboðunum svo hann hjálpaði mér að komast framhjá honum og ég náði að fara örlítið lengra á slóðinni. Ég tók eftir því að á jörðinni var mikið af grænum gróðri. Eg steig niður með hægri fætinum og skynjaði, um leið og ég féll, að það var ekkert fast land undir gróðrinum. Í örvæntingu minni greip ég í greinar sem voru fyrir neðan slóðann. Í smá stund gat ég séð Urubamba ánna sem rennur um hinn helga dal Inkanna, 600 metra fyrir neðan mig. Mér fannst eins og ég væri máttlaus og það væri einungis tímaspursmál þar til ég gæti ekki lengur haldið mér í. Á því augnabliki fór ég með ákafa bæn. Þetta var mjög stutt bæn. Ég opnaði munninn minn og sagði: „Faðir, hjálpaðu mér!“

Líkamsþyngd mín var meiri en greinarnar gátu borið. Ég vissi að endalokin væru nærri. Einmitt á því andartaki þegar ég var við það að hrapa, þá fann ég fyrir sterkri hönd sem tók í hönd mína og dró mig upp. Mér tókst, með þessari aðstoð, að halda baráttunni áfram og koma mér aftur á slóðann. Trúboðinn sem varð eftir, var sá sem bjargaði mér.

En í raunveruleikanum var það faðir okkar á himnum sem bjargaði mér. Hann hlustaði á rödd mína. Áður hafði ég heyrt rödd andans þrisvar sinnum segja mér ekki að fara að Inca brúnni en ég hafði ekki hlýtt þeirri rödd. Ég var í áfalli, ég var fölur og ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. Síðan mundi ég eftir hinum trúboðunum sem voru á undan okkur svo við flýttum okkur að leita að þeim þar til við fundum þá og sögðum þeim hvað hafði komið fyrir mig.

Við snérum þögulir við og héldum varlega aftur til Machu Picchu. Á heimleiðinni sat ég þögull og sú hugsun skaut upp í koll mér að hann hafði tekið eftir minni rödd en ég hafði ekki veitt rödd hans neina athygli. Það var djúpur sársauki í hjarta mínu fyrir að óhlýðnast röddu hans og á sama tíma var mjög mikið þakklæti fyrir miskunn hans. Hann notaði ekki réttvísi sína gegn mér heldur sína miklu miskunn (sjá Alma 26:20).

Í dagslok, kom að kvöldbæn minni, þá bað ég frá hjartanu til „[föður] miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar“ (2 Kor 1:3). Ég bað „í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist.“ (Moró 10:4).

Snemma þessa sama dags hafði ég beðið með vörum mínum og þegar ég var um það bil að deyja bað ég til hans frá hjartanu. Ég íhugaði líf mitt fram að þessum tíma. Ég komst það því að oft á tíðum hafði faðir okkar á himnum verið mér miskunnsamur. Hann kenndi mér margar lexíur þennan dag í Machu Picchu og Cusco, Perú. Ein af stærstu lexíunum var að ég ætti ætíð að biðja „í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist.“

Eitt skiptið þegar Drottinn Jesú Kristur var „að biðjast fyrir“ þá sagði einn lærisveina hans „þá er hann lauk bæn sinni: Herra, kenn þú oss að biðja“ (Lúk 11:1). Þá kenndi hann lærisveinum sínum að biðja. Og í dag kennir hann mér og þér að biðja og segja, er við ímyndum hann biðja í Getsemane í huga okkar: „En verði þó ekki minn heldur þinn vilji“ (Lúk 22:42). Þegar þið biðjist fyrir, viljið þið virkilega og einlæglega „verði þó ekki minn heldur þinn vilji“?

Páll lýsir því hvernig Jesú baðst fyrir „á jarðvistardögum sínum,“ sér í lagi í Getsemane: „Hann [bar] fram með sárum kveinstöfum og táraföllum bænir og auðmjúk andvörp fyrir þann, sem megnaði að frelsa hann frá dauða, og fékk bænheyrslu vegna guðhræðslu sinnar (Hebr 5:7). Þegar þið biðjist, eruð þið virkilega að biðjast fyrir eða bara fara með bænir? Eruð þið yfirborðskennd í bænum ykkar?

Jesú baðst ákaft og ræddi við föður sinn. „Var Jesú einnig skírður. Þá bar svo við, er hann gjörði bæn sína, að himininn opnaðist“ (Lúk 3:21). Finnst ykkur eins og himininn sé opinn þegar þið biðjist fyrir? Hvenær fundið þið síðast fyrir slíkri tengingu við himininn?

Jesú undirbjó sig fyrir að taka mikilvægar ákvarðanir með því að biðja til föður síns.

„Hann fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs.

Og er dagur rann, kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi“ (Lúk 6:12–13).

Jesú undirbjó sig fyrir að taka mikilvægar ákvarðanir með því að biðja til föður síns. Undibúið þið ykkur við slíkar aðstæður með bæn?

Jesú kenndi fólkinu að biðja þegar hann kom til meginlands Ameríku. „Og Jesús sagði við þá: Haldið áfram að biðja, og þeir linntu ekki bæn sinni.“ (3 Ne 19:26).

Jesú býður okkur „bið ávallt“ (K&S 10:5). Jesú veit að faðir okkar á himnum heyrir og veitir okkur það sem er okkur fyrir bestu. Hvers vegna viljum við stundum ekki taka á móti gjöfum hans? Hvers vegna er það svo?

Á sama augnabliki og við segjum „Faðir á himnum,“ þá heyrir hann bænir okkar og er næmur fyrir okkur og þörfum okkar. Og þannig eru augu hans og eyru tengd ykkur. Hann les huga okkar og hann finnur fyrir tilfinningum hjarta okkar. Þið getið ekki falið neitt frá honum. Það dásamlega er að hann mun sjá ykkur með augum kærleika og miskunnar – kærleika og miskunn sem við fáum ekki að fullu skilið. Kærleikur og miskunn eru í honum frá því augnabliki sem þið segið „Faðir á himnum.“

Andartak bænar er því mjög, mjög helg stund. Hann er ekki sá sem segir: „Nei, ég mun ekki hlusta á þig núna því þú kemur einungis til mín þegar þú ert í vanda staddur.“ Einungis manneskjur gera slíkt. Hann segir ekki „Ó, þú getur ekki ímyndað þér hversu upptekinn ég er núna.“ Einungis manneskjur segja slíkt.

Það er mín von og bæn að við munum öll biðja eins og Jesús hefur kennt okkur. Í nafni Drottins Jesú Krists, amen.