Barnavinur
Spjall við Will um að hjálpa flóttamönnum
Mars 2024


„Spjall við Will um að hjálpa flóttamönnum,“ Barnavinur, mars 2024, 40–41.

Spjall við Will um að hjálpa flóttamönnum

Will er frá Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Við spurðum hann nokkurra spurninga um verkefni sem hann vann til að hjálpa öðrum.

Segðu okkur frá sjálfum þér.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text

Ég er 11 ára gamall. Mér finnst gaman að spila knattspyrnu og háfleik, baka smákökur, synda, skíða og vera á hjólaskautum. Ég spila líka á píanó og fiðlu. Uppáhaldslitur minn er dökkblár og uppáhaldsmaturinn minn eru egg (hrærð, steikt, harðsoðin – elska það allt!). Þegar ég verð fullorðinn, langar mig til að verða læknir eins og pabbi minn.

Hvað gaf þér hugmyndina að því að hjálpa?

Ég heyrði að margar fjölskyldur frá öðru landi væru að flýja til að komast í öryggi. Sum þeirra voru að flytja á nálægt svæði. Ég hugsaði strax: „Hvað get ég gert til að hjálpa þeim?“

Ég fór með bæn til að vita hvernig ég gæti hjálpað. Þá fékk mamma tölvupóst frá Líknarfélaginu í stikunni. Þær voru að biðja fólk að gefa hluti sem hægt væri að færa flóttamannafjölskyldunum. Ég vissi að bæn minni var svarað!

Hvernig hjálpaðirðu til?

Ljósmynd
alt text

Mér finnst svo gaman að baka (ég er sérstaklega góður í smákökum) svo ég ákvað að selja smákökur til að safna peningum fyrir þessar fjölskyldur. Ég bjó til auglýsingar og fór á hjólaskautunum um hverfið mitt til að dreifa þeim. Hundurinn minn, Coco, kom með mér.

Margir nágranna minna voru spenntir að kaupa smákökurnar mínar. Með peningunum sem ég safnaði keypti ég potta og pönnur til að gefa.

Hvernig leið þér?

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text

Mér leið vel að vita að þessar fjölskyldur gætu eldað með pottunum og pönnunum. Ég get rétt ímyndað mér hve góð heimalöguð máltíð smakkast þegar þú ert í nýju landi.

Ég lærði í Barnafélaginu að „þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar“ (Mósía 2:17). Ég skynjaði elsku himnesks föður til mín og fólksins sem var að flytja á svæðið mitt.

Hvaða ráð myndirðu gefa einhverjum sem langar að hjálpa til?

Ljósmynd
alt text

Leitið alltaf leiða til að hjálpa í deild ykkar eða stiku. Þið getið líka hjálpað til í athvarfi á svæði ykkar. Það er alls staðar hægt að hjálpa til!

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Dave Williams