Barnavinur
Fylgja Jesú í Papúa Nýju-Gíneu
Mars 2024


„Fylgja Jesú í Papúa Nýju-Gíneu,“ Barnavinur, mars. 2024, 6–7.

Fylgja Jesú í Papúa Nýju-Gíneu

Um Erwin

Ljósmynd
alt text

Aldur: 7 ára

Frá: Miðfylki, Papúa Nýju-Gíneu.

Tungumál: Enska og Tok Pisin

Markmið: 1) Fljúga flugvél. 2) Vera trúboði.

Áhugamál: Dans og fiskveiðar

Fjölskylda: Mamma, pabbi, þrír eldri bræður og ein eldri systir

Hvernig Erwin fylgir Jesú

Ljósmynd
alt text

Erwin fylgir Jesú með því að hjálpa gamla fólkinu í bænum hans. Hann hjálpar til við að hreinsa garðana þeirra og færir þeim mat. „Ég er glaður þegar ég hjálpa þeim. Mig langar að hjálpa meira til,“ segir hann.

Erwin fylgir Jesú einnig með því að biðja til himnesks föður. „Þegar ég biðst fyrir, finnst mér eins og Guð sé með mér,“ segir hann.

Erwin fór með bæn til að biðja himneskan föður að hjálpa fjölskyldu sinni að vera saman að eilífu. Erwin og fjölskylda hans fóru í musterið í Tonga til að innsiglast sem fjölskylda. Hann segir: „Ég fann andann inni í musterinu. Það var mjög friðsælt og hljótt.“

Eftirlæti Erwins

Saga í Mormónsbók: Þegar Nefí byggði skip (sjá 1. Nefí 17–18)

Fjölskylduhefð: Koma saman sem fjölskylda í þorpinu til að borða saman

Ávöxtur: Epli

Litur: Rauður

Barnafélagslag: „Guðs barnið eitt ég er,“ (Barnasöngbókin, 2)

Ljósmynd
alt text

Erwin og fjölskylda hans við Nuku’alofa-musterið í Tonga.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Mina Price