Barnavinur
Um hvað hugsarðu?
Mars 2024


„Um hvað hugsarðu?“ Barnavinur, mars 2024, 38.

Fyrir eldri börn

Um hvað hugsarðu?

Hvers vegna skiptir það svo miklu máli sem ég horfi eða hlusta á? Það skaðar engan.

–Skaðlaus í Helsinki

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney

Kæri Skaðlaus,

Allt sem þú horfir eða hlustar á hefur áhrif á það sem þú hugsar, skynjar og framkvæmir. Það hefur líka áhrif á þá manneskju sem þú verður.

Til að verða besta útgáfan af þér, horfðu og hlustaðu á það sem best er. Okkur er kennt að leita eftir því sem er „dyggðugt, fagurt, háleitt eða lofsvert“ (Trúaratriðin 1:13). Við getum líka vitað að eitthvað sé gott ef það hvetur okkur til að vilja gera góða hluti og „[trúa] á Krist“ (Moróní 7:16). Það sem þið horfið eða hlustið á skiptir svo miklu vegna þess að þið skiptið svo miklu.

Kærleikskveðjur,

Barnavinur

Gátlisti góðra miðla

Notið þennan gátlista til að vera viss um að mata ykkar frábæra heila bara af frábærum miðlum!

  • Það er upplyftandi og hjálpar mér að líða vel hið innra.

  • Það hjálpar mér að gera góða hluti.

  • Það hjálpar mér að vilja hlýða boðorðum Guðs.

  • Hvað hvetur mig til að gera góða hluti.

  • Það er háttvíst og á við staðla fjölskyldu minnar.