Barnavinur
Trúardropar
Mars 2024


„Trúardropar,“ Barnavinur, mars 2024, 30–31.

Trúardropar

Jacob átti við vandamál að stríða – hann var alltaf svo syfjaður!

Þessi saga gerðist í Brasilíu.

Ljósmynd
alt text

„Jacob, veist þú svarið?“ spurði Frú Leilis.

Jacob opnaði augun og lyfti höfði sínu frá borðinu. Allir bekkjarfélagar hans horfðu á hann. Kennarinn hans starði á hann líka. Hann fann hve hann hitnaði í vöngum. Hann hafði sofnað aftur í tíma!

„Mér þykir það leitt, frú Leilis,“ svaraði hann. „Geturðu vinsamlega endurtekið spurninguna?“

„Auðvitað. En viltu vinsamlega hætta að sofa í tíma.“

Hann seig niður í sætið sitt. „Já frú.“

Jacob byrjaði nám í nýja skólanum fyrir bara nokkrum vikum. Hann naut þess að læra og bekkjarfélagar hans voru vingjarnlegir. Það var bara eitt vandamál – hann var alltaf svo syfjaður! Nýi skólinn var langt í burtu, svo hann varð að vakna mjög snemma til að vera mættur tímanlega.

Til að byrja með var auðvelt að hafa athyglina í tíma. Svo varð það erfiðara og erfiðara. Stundum var Jacob svo þreyttur að hann sofnaði.

Næsta dag bað skólastjórinn Jacob og foreldra hans að koma á fund með henni. Hún brosti og bauð þau velkomin á skrifstofu sína.

„Ég er glöð að þið eruð hér,“ sagði hún. Jacob er frábær nemandi. En kennarar hans segja að hann hafi ekki áhuga á námsfögum sínum. Stundum nær hann ekki einbeitingu og hann virðist mjög þreyttur. Er allt í lagi með hann?“

Móðir hans kinkaði kolli. „Jacob vann hörðum höndum að því að geta gengið í skóla hér, en það er langt frá heimili okkar. Hann þarf að vakna snemma hvern dag. Þá verður hann syfjaður í morguntímunum.“

„Ó, er það allt og sumt?“ sagði skólastjórinn. „Þið ættuð að prófa kaffidropa! Setjið nokkra kaffidropa af mjög sterku kaffi í drykkinn hans Jacobs hvern morgun. Það mun halda honum vakandi.“

Jacob hleypti í brýrnar. „En fjölskylda okkar drekkur ekki kaffi, frú.“

Skólastjórinn virtist ráðvillt. „Það verður erfitt fyrir þig að læra ef þú ert alltaf að sofna. Þú ættir að minnsta kosti að hugsa um það.“

Þegar þau yfirgáfu skrifstofu skólastjórans voru hugsanir Jacobs um víðan völl. Hann langaði að standa sig betur í skólanum, en hann vildi líka fylgja boðorðunum.

Þetta kvöld las fjölskylda hans um Vísdómsorðið í ritningunum.

Þegar það var komið að Jacob, las hann: „Og allir heilagir, sem hafa hugfast að halda þessi orð og fara eftir þeim … munu finna vísdóm og mikinn þekkingarauð. Og munu hlaupa án þess að þreytast og ganga án þess að örmagnast.“*

Þá fékk hann hugmynd!

Hann stóð upp úr stólnum. „Í staðinn fyrir kaffidropa, ætla ég að nota trúardropa!“

„Hvað áttu við?“ spurði pabbi hans.

Jacob brosti. „Á hverjum morgun fyrir morgunmat, getum við farið með bæn og beðið himneskan föður að blessa mig svo að mig syfji ekki. Bænir okkar verða eins og trúardropar!“

Mamma og pabbi brostu líka. „Það hljómar eins og frábær hugmynd!“ sagði pabbi.

Næsta morgun kraup fjölskyldan og fór með bæn um að Jacob myndi hafa næga orku til að haldast vakandi. Þau gerðu það sama næsta dag. Líka þarnæsta dag. Á hverju kvöldi reyndi Jacob að fara líka snemma að sofa. Og á hverjum morgni hafði fjölskylda Jacobs þá trú að himneskur faðir myndi hjálpa honum.

Með tímanum virkuðu trúardropar þeirra. Jacob gat haldið einbeitingunni allan daginn! Guð hafði bænheyrt þau. Jacob vissi líka að hann var stoltur af honum fyrir að halda Vísdómsorðið.

Ljósmynd
alt text

„Tilbúinn fyrir kennslustundina, Jacob?“ spurði frú Leilis hann einn morguninn er hann gekk inn í kennslustofuna.

Jacob kinkaði kolli með víðu brosi á andliti sínu. Hann hafði fengið sér einn af trúardropum sínum fyrir skólann. Hann var tilbúinn í hvað sem var!

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Raquel Martín