Barnavinur
Gott fordæmi
Mars 2024


„Gott fordæmi,“ Barnavinur, mars 2024, 32.

Frá vini til vinar

Gott fordæmi

Úr viðtali við Haley Yancey.

Ég var ekki meðlimur kirkjunnar þegar ég var barn. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn og orðinn kaupsýslumaður að ég skírðist.

Faðir minn var einnig kaupsýslumaður. Hann hafði miklar áhyggjur þegar ég gekk í kirkjuna. Hann sagði: „Þú drekkur ekki lengur áfengi. Það verður erfitt á fundum þegar allir eru að drekka saman.“

Ég hafði samt ekki áhyggjur. Ég ákvað að þegar einhver myndi bjóða mér áfengi, myndi ég segja: „Nei þakka þér.“ Síðan myndi ég panta mér eitthvað annað.

Árin liðu og ég gerði þetta oft. Eftir nokkurn tíma tóku samstarfsfélagar mínir eftir þessu. Ef mér var boðið áfengi sögðu þeir: „Mathias drekkur ekki. Bjóðið honum eitthvað annað.“ Fleiri og fleiri hættu að panta sér áfengi líka. „Mig langar ekki í heldur,“ sögðu þeir.

Einu sinni komu gestir á fund. Þeir voru þeir einu sem fengu sér áfengi.

Þeir spurðu mig: „Af hverju er enginn að drekka áfengi? Eru þeir allir meðlimir kirkju þinnar?“

„Nei,“ sagði ég.

Ég predikaði ekki fyrir samstarfsfélögum mínum um Vísdómsorðið. Ég var bara ákveðinn í minni trú og þeir tóku eftir fordæmi mínu.

Þið getið líka verið gott fordæmi. Aðrir munu taka eftir því þegar þið veljið rétt. Þið getið hjálpað þeim einfaldlega með því að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Ljósmynd
alt text

Myndskreyting: Matt Smith