Barnavinur
Glansandi fjólublái steinninn
Mars 2024


„Glansandi fjólublái steinninn,“ Barnavinur, mars 2024, 10–11

Glansandi fjólublái steinninn

Ef hún segði sannleikann, myndi hann verða reiður við hana?

Þessi saga gerðist í Hollandi.

Marie opnaði skartgripaskrínið sitt til að horfa á fallegu steinana sína. Hún hélt á þeim, einum í einu. Þeim rauða, síðan þeim græna og siðan þessum glæra og hvíta.

Amma bankaði á svefnherbergishurðina. „Tilbúin að fara?“

„Já!“ Marie lagði steinana varlega aftur í skrínið.

Amma var að fara með Marie á bókasafnið. En ekki bara til að skoða bækurnar. Það var sérstök steinasýning þar! Marie var spennt.

Þegar strætisvagninn þeirra kom að bókasafninu gengu Marie og amma inn. Þær sáu röð af borðum með fallegum steinum. Sumir voru glansandi og sléttir. Aðrir voru sérstakir í laginu.

„Sjáðu þennan!“ Amma benti á stóran kristal. Hann var með litlum bláum göddum sem stóðu út úr honum alls staðar.

Á öðru borði var mikið af agnarsmáum, kringlóttum steinum. Marie horfði á alla litina. Alveg út á enda var fjólublár steinn, lítill, glansandi og sléttur.

Ég á ekki ennþá fjólubláan stein, hugsaði Marie. Hann yrði fullkominn fyrir safnið hennar.

Marie leit í kringum sig. Amma var við annað borð. Enginn annar var nálægt. Það myndi enginn sakna þessa pínulitla steins, ekki satt?

Marie tók steininn upp og setti í vasa sinn.

Það kvöld fór Marie upp í rúmið sitt, steinninn öruggur í skartgripaskríninu hennar.

„Tilbúin fyrir sögustund?“ Pabbi sat á rúminu og opnaði tímaritið Barnavinur.

Marie kúrði sig niður í teppin sín og hlustaði. Sagan var um dreng sem iðraðist þess að hafa tekið ranga ákvörðun.

Þegar pabbi las, fannst Marie sem maginn á henni væri snúinn í hnúta. Hún velti sér yfir á hliðina og snéri síðan koddanum sínum við. Henni leið samt ekki vel. Hún gat heldur ekki hætt að hugsa um fjólubláa steininn.

Ljósmynd
alt text

Pabbi lauk sögunni. „Er allt í lagi?“

Marie vissi ekki hvað til bragðs ætti að taka. Ef hún segði pabba frá gæti hann orðið reiður.

Kannski myndi hann samt vita hvernig hann gæti hjálpað henni.

Rólega skreið Marie út úr rúminu sínu og náði í fjólubláa steininn úr skríninu. „Ég tók þennan úr bókasafninu í dag.“ Tárin runnu niður kinnar Marie. „Mér þykir það mjög leitt.“

Pabbi faðmaði hana að sér. „Það er alltaf í lagi að segja mér sannleikann. Ég er stoltur af þér að hafa hugrekkið til að vera heiðarleg.“

Marie fór að líða betur í maganum. Pabbi var ekki reiður!

„Vegna Jesú, getum við iðrast. Alveg eins og í sögunni,“ sagði hann. „Hvers vegna förum við ekki og skilum steininum í bókasafnið?“

Marie kreisti aftur augun. „Nei! Þau verða reið.“

Pabbi lagði höndina á öxl hennar. „Þau gætu orðið smá reið. En ég held að þau verði glöð ef þú skilaðir honum til baka. Það mun líka hjálpa þér að líða mikið betur.

Marie dró djúpt andann og kinkaði kolli.“ „Allt í lagi.“

Marie tók fram blað og fór að skrifa bréf. Hún skrifaði. „Mér þykir leitt að ég tók þetta. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki gert þetta. Mig langar til að leiðrétta það.“

Hún setti bréfið í umslag. Síðan setti hún litla fjólubláa steininn þar ofan í líka.

Ljósmynd
alt text

„Við förum með þetta til baka á morgun,“ sagði pabbi. „Hvernig líður þér núna?“

„Betur,“ sagði Marie. „Það er bara eitt sem ég þarf að gera í viðbót.“

Marie kraup við rúmið og fór með bæn. „Mér þykir leitt að ég tók steininn,“ sagði hún. „Ég mun aldrei stela aftur. Þakka þér fyrir að hjálpa mér að vera hugrökk og heiðarleg.“

Þegar Marie fór aftur upp í rúm, fann hún frið. Á morgun ætlaði hún að leiðrétta þetta. Hún vissi líka að himneskur faðir og Jesús myndu hjálpa henni. Vegna þeirra myndi allt verða í lagi.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Katie Rewse