Ritningar
Bók Abrahams 3


3. Kapítuli

Abraham fræðist um sólina, tunglið og stjörnurnar með Úrím og Túmmím — Drottinn opinberar honum eilíft eðli andanna — Hann fræðist um fortilveru, forvígslu, sköpunina, val lausnara og annað stig mannsins.

1 Og ég, Abraham, hafði aÚrím og Túmmím, sem Drottinn Guð minn hafði gefið mér í Úr í Kaldeu —

2 Og ég sá astjörnurnar, að þær voru stórfenglegar og að ein þeirra var næst hásæti Guðs, og margar og miklar voru nærri því —

3 Og Drottinn mælti við mig: Þessar eru hinar ráðandi og nafn hinnar miklu er aKólob, vegna þess að hún er nálæg mér, því að ég er Drottinn Guð þinn: Ég hef sett hana til að stjórna öllum þeim, sem tilheyra sama kerfi og því, sem þú stendur á.

4 Og Drottinn sagði mér með Úrím og Túmmím, að Kólob væri að hætti Drottins, hvað tíma, árstíðir og snúning hennar snerti. Að einn snúningur væri einn adagur Drottins, samkvæmt hans tímatali, en væri bþúsund ár samkvæmt tímanum, sem tilnefndur er þar sem þú stendur. Þetta er tímatal Drottins samkvæmt tímatali Kólobs.

5 Og Drottinn mælti við mig: Plánetan, sem ber minni birtuna, minni en sú sem ráða skal deginum, sjálfri nóttunni, er yfir eða stærri en sú, sem þú stendur á, hvað tímatal varðar, því að hún hreyfist hægar. Þetta er vegna þess að hún er ofar jörðunni, sem þú stendur á, þess vegna telur hún ekki eins marga daga, mánuði og ár.

6 Og Drottinn mælti við mig: Nú, Abraham, þessar tvær astaðreyndir eru til, sjá, augu þín líta það. Þér er það gefið að þekkja tímatalið og hinn ákveðna tíma, já, ákveðinn tíma jarðarinnar, sem þú stendur á, og ákveðinn tíma stærra ljóssins, sem ráða skal deginum, og ákveðinn tíma minna ljóssins, sem ráða skal nóttunni.

7 Hinn ákveðni tími minna ljóssins telst lengri að tímatali en tímatal þeirrar jarðar, sem þú stendur á.

8 Og þar sem þessar tvær staðreyndir eru til, mun enn ein staðreynd verða ofar þeim, það er, önnur pláneta skal vera, sem hefur enn lengra tímatal —

9 Og þannig verður tímatal einnar plánetu ofar tímatali annarrar, þar til þú kemur að Kólob, en Kólob er að tímatali Drottins, og Kólob er sett nærri hásæti Guðs til að stjórna öllum þessum plánetum, sem tilheyra sama akerfi og sú, sem þú stendur á.

10 Og þér er gefið að þekkja ákveðinn tíma allra stjarnanna, sem ákveðið er að gefi ljós, þar til þú kemur nærri hásæti Guðs.

11 Þannig atalaði ég, Abraham, við Drottin, augliti til auglitis, eins og einn maður talar við annan, og hann sagði mér frá þeim verkum, sem hendur hans höfðu unnið —

12 Og hann sagði við mig: Sonur minn, sonur minn (og hönd hans var útrétt), sjá, ég mun sýna þér allt þetta. Og hann lagði hönd sína á augu mín og ég sá það, sem hendur hans höfðu gjört, og það var margt, og það margfaldaðist fyrir augum mér og ég gat ekki séð hvar það endaði.

13 Og hann sagði við mig: Þetta er Síneha, sem er sólin. Og hann sagði við mig: Kókob, sem er stjarna. Og hann sagði við mig: Ólea, sem er tunglið. Og hann sagði við mig: Kókábím, sem táknar stjörnur eða öll hin miklu ljós, sem voru á festingu himins.

14 Og það var að nóttu til er Drottinn talaði þessi orð til mín: Ég mun amargfalda þig og bniðja þína eftir þig, eins og þessar. Og getir þú talið cfjölda sandkornanna, þá veist þú tölu niðja þinna.

15 Og Drottinn sagði við mig: Abraham, ég sýni þér þetta áður en þú ferð til Egyptalands, svo að þú megir boða öll þessi orð.

16 Séu tveir hlutir til og annar sé ofar hinum, þá eru enn stærri ofar þeim. Þess vegna er aKólob stærst allra Kókábíma, sem þú hefur séð, því að hún er næst mér.

17 Séu nú tveir hlutir til og annar ofar hinum, og tunglið sé ofar jörðu, þá getur pláneta eða stjarna verið ofar því, og ekkert er það, sem Drottinn Guð þinn ákveður í hjarta sínu að gjöra, sem hann ekki agjörir.

18 Svo sem hann gjörði stærri stjörnuna, þannig er einnig, ef til eru tveir andar og annar er vitrari hinum. Þá eiga þessir tveir andar, þó að annar sé vitrari hinum, sér ekkert upphaf, þeir voru til áður, og þeir munu engan endi hafa, þeir verða áfram til, því að þeir eru agnólám eða eilífir.

19 Og Drottinn sagði við mig: Þessar tvær staðreyndir eru til, það eru tveir andar, annar vitrari hinum, og það verður enn einn vitrari þeim. Ég er Drottinn Guð þinn, ég er avitrari en þeir allir.

20 Drottinn Guð þinn sendi engil sinn til að abjarga þér úr höndum prests Elkena.

21 Ég dvel mitt á meðal þeirra allra. Þess vegna hef ég nú komið niður til þín, til að kunngjöra þér ahandaverk mín, en bviska mín tekur þeim öllum fram, því að ég ríki á himnum uppi og á jörðu niðri, í fullkominni visku og fyrirhyggju yfir öllum vitsmunaverum, sem augu þín hafa litið frá upphafi. Ég kom niður í upphafi mitt á meðal allra þeirra vitsmunavera, sem þú hefur séð.

22 Nú hafði Drottinn sýnt mér, Abraham, þær avitsmunaverur, sem skipulagðar voru báður en heimurinn varð til, og á meðal þeirra allra voru margir hinna cgöfugu og miklu —

23 Og Guð sá, að þessar sálir voru góðar, og hann stóð mitt á meðal þeirra og sagði: Þessar vil ég gjöra að stjórnendum mínum, því að hann stóð á meðal þeirra, sem voru andar, og hann sá að þeir voru góðir. Og hann sagði við mig: Abraham, þú ert einn þeirra. Þú varst aútvalinn áður en þú fæddist.

24 Og aeinn stóð á meðal þeirra, líkur Guði, og hann sagði við þá, sem með honum voru: Við munum fara niður, því að þar er rúm, og við munum taka af þessu efni og bvið munum gjöra cjörð, sem þessir geta dvalið á —

25 Og með þessu munum við areyna þá og sjá hvort þeir bgjöra allt, sem Drottinn Guð þeirra býður þeim —

26 Og þeim, sem standast afyrsta stig sitt, mun bætast meira. En þeir, sem ekki standast fyrsta stig sitt, munu ekki njóta dýrðar í sama ríki og þeir, sem standast fyrsta stig sitt. Og þeim, sem standast bannað stig sitt, mun bætast cdýrð við dýrð alltaf og að eilífu.

27 Og aDrottinn sagði: Hvern á ég að senda? Og einn svaraði, líkur bmannssyninum: Hér er ég, send mig. Og cannar svaraði og sagði: Hér er ég, send mig. Og Drottinn sagði: Ég mun senda þann fyrsta.

28 Og ahinn varð reiður og stóðst ekki fyrsta stig sitt, og á þeim degi fylgdu bmargir á eftir honum.