Ritningar
Alma 28


28. Kapítuli

Lamanítar bornir ofurliði í ógurlegum bardaga — Tugir þúsunda láta lífið — Hinir ranglátu dæmdir til óendanlegrar eymdar; hinir réttlátu hljóta óendanlega hamingju. Um 77–76 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að eftir að fólk Ammons hafði komið sér fyrir í aJersonslandi — og kirkja hafði auk þess verið stofnuð í Jersonslandi — og eftir að herir Nefíta voru komnir á tilskilda staði umhverfis Jersonsland, já, við öll landamærin umhverfis Sarahemlaland — sjá, þá höfðu hersveitir Lamaníta veitt bræðrum sínum eftirför út í óbyggðirnar.

2 Þess vegna kom til ógurlegs bardaga. Já, til þvílíks bardaga kom, að annað eins hafði aldrei þekkst meðal íbúa landsins frá því að Lehí yfirgaf Jerúsalem. Já, tugir þúsunda Lamaníta voru felldir eða þeim tvístrað.

3 Já, en einnig varð gífurlegt mannfall meðal Nefíþjóðarinnar. Þó voru Lamanítar ahraktir burtu og þeim tvístrað, og Nefíþjóðin hvarf aftur til lands síns.

4 Og nú rann upp mikill sorgartími meðal allrar Nefíþjóðarinnar, og heyra mátti mikla kveinstafi um gjörvallt landið —

5 Já, kveinstafi ekkna, sem syrgðu eiginmenn sína, og einnig feðra, sem syrgðu syni sína, og dóttir syrgði bróður, já, og bróðir föður. Og harmagrátur heyrðist þannig meðal þeirra allra, grátur þeirra, sem syrgðu fallna ástvini sína.

6 Og sannarlega var þetta dagur sorgarinnar. Já, þetta voru alvörutímar, tímar mikillar aföstu og mikils bænahalds.

7 Og þannig lauk fimmtánda stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni —

8 Og þetta er frásögnin um Ammon og bræður hans, ferðir þeirra um Nefíland, þjáningar þeirra í landinu, sorgir þeirra og þrengingar, aólýsanlega gleði þeirra og um viðtöku og öryggi bræðranna í Jersonslandi. Og megi nú Drottinn, lausnari allra manna, blessa sálir þeirra að eilífu.

9 Og þetta er frásögn um stríð og illdeilur meðal Nefíta og einnig um stríð milli Nefíta og Lamaníta — Fimmtánda stjórnarári dómaranna lýkur.

10 Og frá fyrsta til fimmtánda árs hefur mörg þúsund lífum verið eytt. Já, og hræðilegar blóðsúthellingar hafa átt sér stað.

11 Og líkamar margra þúsunda eru lagðir í jörðu, á meðan lík margra þúsunda arotna í dyngjum á yfirborði jarðar. Já, margar þúsundir bsyrgja ættingja, því að samkvæmt fyrirheitum Drottins hafa þeir ástæðu til að óttast, að þeir séu dæmdir til óendanlegrar eymdar.

12 Á meðan þúsundir annarra sannlega syrgja ástvini sína, fagna þeir samt og gleðjast innilega í voninni og vita jafnvel, samkvæmt afyrirheitum Drottins, að þeir eru upp reistir til að dveljast til hægri handar Guði í óendanlegri hamingju.

13 Og þannig sjáum við, hve mikið amisræmi er meðal manna vegna syndar og lögmálsbrota og valds djöfulsins, sem birtist með slæg báform sín til að veiða hjörtu mannanna í tálsnöru.

14 Og á þennan hátt skiljum við hið mikla kall til mannanna um að erfiða af kostgæfni í avíngarði Drottins. Og þannig skiljum við hina miklu rökhyggju að baki sorg og einnig fögnuði — sorg vegna dauða og tortímingar meðal mannanna og fögnuði vegna bljóss Krists til lífsins.