Ritningar
Alma 25


25. Kapítuli

Árásir Lamaníta aukast — Niðjar presta Nóa farast eins og Abinadí hafði spáð — Margir Lamanítar snúast til trúar og sameinast Antí-Nefí-Lehítum — Þeir trúa á Krist og halda lögmál Móse. Um 90–77 f.Kr.

1 Og sjá, nú bar svo við, að þessir Lamanítar urðu enn reiðari, vegna þess að þeir höfðu drepið bræður sína. Þess vegna sóru þeir að hefna sín á Nefítum. Og þeir gjörðu engar frekari tilraunir til að drepa fólk aAntí-Nefí-Lehís á þeim tíma.

2 En þeir fóru með hersveitir sínar yfir landamærin inn í Sarahemlaland og réðust á þá, sem voru í Ammóníalandi og atortímdu þeim.

3 Og eftir það háðu þeir margar orrustur við Nefíta, þar sem þeir voru hraktir og drepnir.

4 Og á meðal þeirra Lamaníta, sem drepnir voru, voru nærri allir aafkomendur Amúlons og bræðra hans, sem voru prestar Nóa, og Nefítar réðu þá af dögum —

5 Og þeir, sem eftir voru og flúið höfðu inn í austuróbyggðirnar og hrifsað til sín völd og ráð yfir Lamanítum, urðu þess valdandi, að margir Lamanítar afórust á báli vegna trúar sinnar —

6 En eftir að hafa þolað mikið tap og miklar þrengingar tóku margir aþeirra að minnast þeirra borða, sem Aron og bræður hans höfðu prédikað fyrir þeim í landi þeirra. Þess vegna fór trú þeirra á carfsagnir feðra sinna þverrandi, og þeir fóru að trúa á Drottin og að hann veitti Nefítum mikinn kraft. Þannig létu margir þeirra snúast til trúar í óbyggðunum.

7 Og svo bar við, að þeir stjórnendur, er tilheyrðu þeim, sem eftir voru af börnum aAmúlons, létu btaka þá af lífi, já, alla þá, sem á þetta trúðu.

8 En þetta píslarvætti varð til þess að vekja marga bræður þeirra til reiði, og illdeilur urðu í óbyggðunum. En Lamanítar tóku að aelta uppi niðja Amúlons og bræðra hans og drepa þá, en þeir flúðu inn í austuróbyggðirnar.

9 Og sjá. Enn í dag elta Lamanítar þá. Þannig rættust orð Abinadís, sem hann viðhafði um niðja prestanna, sem ollu því, að hann leið dauða á báli.

10 Því að hann sagði við þá: Það, sem þið agjörið mér, verður sem forboði þess, sem koma skal.

11 Og Abinadí varð hinn fyrsti, sem aleið dauða á báli vegna trúar sinnar á Guð. En þetta er það, sem hann átti við, að margir mundu láta lífið á báli á sama hátt og hann.

12 Og hann sagði við presta Nóa, að niðjar þeirra yrðu þess valdandi, að margir yrðu teknir af lífi á líkan hátt og hann sjálfur og þeir mundu dreifast um ókunnar slóðir og verða drepnir eins og sauðir, sem engan hirði hafa, og eru hraktir og drepnir af villidýrum. Og sjá nú, þessi orð sönnuðust, því að Lamanítar hröktu þá, eltu og lustu.

13 Og svo bar við, að þegar Lamanítar sáu, að þeir gátu ekki borið Nefíta ofurliði, sneru þeir aftur til síns eigin lands. Margir þeirra komu yfir til dvalar í Ísmaelslandi og Nefílandi og gengu í lið með fólki Guðs, en það var þjóð aAntí-Nefí-Lehís.

14 Og þeir agrófu einnig stríðsvopn sín á sama hátt og bræður þeirra höfðu gjört, og þeir gjörðust réttlátt fólk og gengu á Drottins vegum og gættu þess að halda boðorð hans og reglur.

15 Já, og þeir héldu lögmál Móse, því að enn var æskilegt, að þeir héldu alögmál Móse, því að það var ekki allt fullkomnað. En þrátt fyrir lögmál Móse væntu þeir komu Krists, því að lögmál Móse var þeim bforboði komu hans, og þeir trúðu því, að þeir yrðu að halda sig við cytri framkvæmd þess, þar til sú stund rynni upp, að hann birtist þeim.

16 En þeir töldu ekki, að asáluhjálp veittist fyrir blögmál Móse, heldur að lögmál Móse þjónaði þeim tilgangi að styrkja trú þeirra á Krist. Og í trú varðveittu þeir þannig cvon sína um eilífa sáluhjálp og treystu á spádómsandann, sem sagði frá því, sem koma skyldi.

17 Og sjá nú. Ammon og Aron og Omner og Himní og bræður þeirra fögnuðu ákaft þeim góða árangri, sem þeir höfðu náð meðal Lamaníta, og sáu, að Drottinn hafði abænheyrt þá og einnig sannað þeim orð sitt að öllu leyti.