Gamla testamentið 2022
8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46: „Drottinn er minn hirðir“


„8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46: ‚Drottinn er minn hirðir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús á gangi með sauði

Drottinn er minn hirðir, eftir Yongsung Kim, havenlight.com

8.–14. ágúst

Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 4046

„Drottinn er minn hirðir“

Gerið áætlun um að fá meðlimi bekkjarins til að miðla andlegum upplifunum sínum, þegar þeir lesa í Sálmunum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir uppgötvuðu í Sálmunum getur verið jafn einfalt og að spyrja spurninga eins og: Hvað kenndi andinn ykkur þegar þið lásuð í Sálmunum í vikunni? Hvaða sálmar veittu ykkur þá tilfinningu að þið séuð einstaklega nærri Drottni?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Sálmarnir 1; 23; 26–2846

Sálmarnir kenna okkur að treysta Drottni.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að Sálmarnir 1; 23; 26–2846 séu lesnir og að gætt sé að eftirfarandi atriðum:

    • Boðum til að treysta Drottni

    • Orðum sem lýsa Drottni

    • Orðum sem lýsa friði, styrk og öðrum blessunum sem hann veitir

    • Orðum sem lýsa þeim sem treysta honum

    Þið gætuð skrifað þessar setningar á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa við hlið orðtakanna eitthvað sem þeir fundu í Sálmunum 1; 23; 26–28; eða 46. Ef þeir þurfa á hjálp að halda, þá gætuð þið bent þeim á þessi vers: Sálmarnir 1:1–4; 23:1–6; 26:1, 6–8, 12; 27:1, 3, 8, 14; 28:1, 7; 46:2–4, 11. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað þeim tilfinningum sem þeir höfðu um frelsarann, þegar þeir lásu þessa sálma.

  • Þar sem Sálmarnir voru eins og sálmar fyrir Ísraelsþjóð, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að leggja til sálma, sem minna þá á það sem þeir lásu í Sálmunum í vikunni. Þeir gætu leitað að hugmyndum í skránni „Ritningarvers,“ sem er aftast í sálmabókinni (sjá einnig skrána í „Fleiri heimildir“). Meðlimir bekkjarins gætu sungið nokkra þessara sálma og komið auga á sameiginlegt þema í sálmunum og Sálmunum. Hvaða boðskap finnum við um frið og trú á Jesú Krist?

Sálmarnir 2; 22; 31:6

Sálmarnir beina huga okkar að lífi og þjónustu Jesú Krists.

Sálmarnir 23

„Drottinn er minn hirðir“

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða myndmál og táknræna merkingu í Sálmunum 23, íhugið þá að sýna myndir sem tengjast hugmyndum sálmsins, t.d. eins og þeim sem eru í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þið gætuð síðan beðið meðlimi bekkjarins að bera kennsl á þýðingarmikil orð eða orðtök í sálminum og rætt hvað þau gætu táknað. Hvað kemur t.d. upp í hugann við orðtök líkt og: „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast“ eða „leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.“ Hvað gætu huggandi „sproti“ og „stafur“ táknað? Hvað gæti það þýtt að „bikar“ okkar sé barmafullur? Hvað kenna þessi tákn okkur um Jesú Krist? Þið gætuð lagt til að meðlimir bekkjarins endurtaki sálminn og skipti út nokkrum táknum með mögulegri merkingu, sem rædd var í bekknum.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Sálmar sem tengjast Sálmunum.

Bæta kennslu okkar

Notið tónlist. „Sálmarnir kalla á anda Drottins, skapa lotningu, sameina kirkjumeðlimi og gera okkur mögulegt að syngja Drottni lof. … Sálmar hvetja okkur til iðrunar og góðra verka, styrkja vitnisburð og trú, hughreysta vondaufa og þreytta, hugga syrgjendur og hvetja okkur til að standast allt til enda“ (Sálmar, ix).