Gamla testamentið 2022
8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46: „Drottinn er minn hirðir“


„8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46: ‚Drottinn er minn hirðir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„8.–14. ágúst. Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 40; 46,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Jesús á gangi með sauði

Drottinn er minn hirðir, eftir Yongsung Kim, havenlight.com

8.–14. ágúst

Sálmarnir 1–2; 8; 19–33; 4046

„Drottinn er minn hirðir“

Þið þurfið ekki að einskorða ykkur við sálmaversin eða reglurnar í þessum lexíudrögum. Látið andann leiða ykkur að þeim sannleika sem hjálpar ykkur að komast nær frelsaranum.

Skráið hughrif ykkar

Ekki er vitað með vissu hver ritaði Sálmana. Sumt hefur verið eignað Davíð konungi en ekki er getið um höfunda flestra þeirra. Eftir að hafa lesið Sálmana, getur okkur fundist eins og við þekkjum hjörtu sálmahöfundanna, jafnvel þótt við vitum ekki hvað þeir heita. Það sem við vitum er að Sálmarnir voru mikilvægur tilbeiðsluþáttur meðal Ísraelsmanna og að frelsarinn vitnaði oft í þá. Sálmarnir eru einskonar gluggi inn í sál hins forna fólks Guðs. Við sjáum hvað því fannst um Guð, hverju það hafði áhyggjur af og hvernig það fann frið. Trúaðir um allan heim á okkar tíma nota enn texta Sálmanna í tilbeiðslu sinni á Guð. Höfundar Sálmanna virðast hafa haft glugga inn í sál okkar og virðast hafa fundið leið til að tjá hvað okkur finnst um Guð, hverju við höfum áhyggjur af og hvernig við finnum frið.

Til að fá yfirlit Sálmanna, sjá þá Sálmarnir í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Sálmarnir 1; 23; 26–2846

Sálmarnir kenna okkur að treysta Drottni.

Við lestur Sálmanna gætuð þið veitt því athygli hversu oft höfundar þeirra tjá ótta, sorg eða kvíða. Slíkar tilfinningar eru eðlilegar, jafnvel hjá trúuðu fólki. Það sem þó gerir Sálmana andríka eru lausnirnar sem þar eru fram settar, þar á meðal að hafa fullkomið traust á Drottni. Íhugið þennan hvetjandi boðskap við lestur Sálmanna 1; 23; 26–2846. Gætið að eftirfarandi og skráið það sem þið uppgötvið:

  • Boðum um að treysta Drottni:

  • Orðum sem lýsa Drottni:

  • Orðum sem lýsa friði, styrk og öðrum blessunum sem hann veitir:

  • Orðum sem lýsa þeim sem treysta honum:

Sálmarnir 222

Sálmarnir fá okkur til að hugsa um líf og þjónustu Jesú Krists.

Nokkrir Sálmanna fjalla um jarðlíf Jesú Krists. Hinir kristnu á tíma Nýja testamentisins skildu líka þessar samsvaranir – í Sálmunum 2 skildu þeir t.d. samsvörunina við réttarhöld Jesú frammi fyrir Heródesi konungi og Pontíusi Pílatusi (sjá Postulasagan 4:24–30). Íhugið að lesa Sálmana 2 og 22, svo og Matteus 27:35–46; Lúkas 23:34–35; og Jóhannes 19:23–24. Leitið að samsvörunum í texta þessara sálma og lífi frelsarans og leitið áfram að álíka samsvörunum þegar þið lærið Sálmana næstu vikurnar.

Ímyndið ykkur að þið væruð Gyðingur á tíma Jesú, sem þekkti Sálmana og skildi samsvörun þeirra við líf frelsarans. Hvernig gæti sá skilningur verið ykkur til blessunar?

Sjá einnig Sálmarnir 31:6; 34:21; 41:10; Lúkas 24:44; Hebreabréfið 2:9–12.

Sálmarnir 8; 1933

„Jörðin er full af gæsku Drottins.“

Lestur Sálmanna 8; 19; og 33 gæti innblásið ykkur til að hugleiða hin mörgu og dásamlegu sköpunarverk Drottins. Gefið gaum að hugsunum ykkar og tilfinningum þegar þið gerið það. Hvernig „kunngjörir“ sköpun Drottins „[verk] hans handa“? (Sálmarnir 19:2).

Sálmarnir 19:8–1229

Orð Drottins eru máttug og „gleðja hjartað.“

Í Sálmunum geta orð eins og vitnisburður, lögmál, boðorð og dómur átt við um orð Drottins. Hafið þetta hugfast við lestur Sálmanna 19:8–12. Hvað segja þessi vers ykkur um orð Drottins? Hvað kenna Sálmarnir 29 ykkur um rödd hans? Hvernig hefur orð eða rödd Drottins átt við um þessa lýsingu samkvæmt ykkar reynslu?

Ljósmynd
Concepción-musterið, Síle

Við verðum að vera andlega hrein til að ganga inn til návistar Drottins.

Sálmarnir 24; 26–27

Það krefst hreinleika að ganga inn í návist Drottins.

Þar sem musterið í Jerúsalem var byggt á hæð, getur orðtakið „fjall Drottins“ (Sálmarnir 24:3) vísað til musterisins eða návistar Guðs. Hvernig eykur þetta skilning ykkar á Sálmunum 24? Hver er merking þess að hafa „flekklausar hendur og hreint hjarta“? (Sálmarnir 24:4).

Hvaða kenna Sálmarnir 26 og 27 um hús Drottins?

Sjá einnig Sálmarnir 15; David A. Bednar, „Flekklausar hendur og hreint hjarta,“ aðalráðstefna, október 2007.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Sálmarnir 22.Meðan einn í fjölskyldunni les þennan sálm, gætu aðrir leitað samsvarana í Matteus 27:35–46. Þau gætu síðan miðlað tilfinningum sínum varðandi Jesú Krist og fórn hans fyrir okkur.

Sálmarnir 23.Nokkrir sálmar eru innblásnir af Sálmunum 23, t.d. „Minn hirðir er Drottinn“ og „Sem góður hirðir Herrann velur,“ (Sálmar, nr. 19, 20). Kannski vill fjölskylda ykkar syngja einn af þessum sálmum og bera kennsl á orð í Sálmunum sem gætu hafa innblásið textann. Þau gætu líka þess í stað notið þess að teikna myndir af einhverju sem þau finna í Sálmunum eða sálminum og látið hina í fjölskyldunni giska á versin eða textana sem passa við myndirnar. Hvernig er Drottinn okkur eins og hirðir?

Sálmar 24:3–5Til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa flekklausar hendur og hreint hjarta, gætuð þið lesið Sálmana 24:3–5 á meðan fjölskylda ykkar þvær sér um hendurnar. Hvað gætu hendur táknað í þessum sálmi? Hvað gæti hjartað táknað? Hvað getum við gert til að þvo hendur okkar og hreinsa hjarta okkar í andlegri merkingu?

Sálmarnir 30:6, 12.Í Sálmunum 30:6 er þetta loforð: „Að kveldi gistir oss grátur en gleðisöngur að morgni.“ Hvernig hefur Drottinn snúið sorg okkar í gleði? Sumir í fjölskyldunni gætu notið þess að leika það sem lýst er í versi 12.

Sálmarnir 33.Gætið að því hversu oft orðið öll er notað í þessum sálmi. Hvað lærum við um Drottin af þessari endurtekinni notkun orðsins, einkum í versum 13–15?

Sálmarnir 46:11.Þið gætuð gert eitthvað saman sem krefst þess að fjölskyldumeðlimir séu „[kyrrir].“ Hvernig getur það að vera kyrr hjálpað okkur að þekkja Guð? Hvaða tækifæri höfum við til að vera kyrr og þekkja Guð?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Minn hirðir er Drottinn,“ Sálmar, nr. 19.

Bæta persónulegt nám

Verið skapandi. Ritningar eins og Sálmarnir hvetja fólk oft til að lofa Drottin á skapandi hátt. Finnist ykkur þið knúin til að tjá trúfesti ykkar með tónlist, ljóðlist, myndlist eða á annan hátt, bregðist þá við þessum tilfinningum. Íhugið að miðla listsköpun ykkar til að hjálpa öðrum að rækta trú á himneskan föður og Jesú Krist.

Ljósmynd
Jesús ber sauð á herðum sér

Góði hirðirinn, eftir Ken Spencer