Gamla testamentið 2022
22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150: „Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin“


„22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150: ‚Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Kristur í rauðum kufli umlukinn krjúpandi fólki

Hvert hné skal beygja sig, eftir J. Kirk Richards

22.–28. ágúst

Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150

„Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin.“

Hvaða lexíur í Sálmunum finnst ykkur gagnast meðlimum bekkjar ykkar best? Þegar þið lærið í vikunni, íhugið þá hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna merkingu í orðum þessara sálma.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að fara yfir sálmana sem þeir lásu í vikunni og biðjið þá að miðla eftirlætis ritningarversi. Hvetjið þá til að miðla því sem andinn kenndi þeim. Á hvaða hátt hafa Sálmarnir bætt persónulega tilbeiðslu okkar til Drottins?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Sálmarnir 102–3116

Drottinn getur huggað okkur í þjáningum okkar.

  • Hefur meðlimum bekkjar ykkar liðið eins og þeim er ritaði Sálmana 102? Hvernig getum við snúið okkur til Drottins, þegar við erum fyllt vonleysi eða í uppnámi? Þegar þeir lærðu heima í Sálmunum 102, 103 og 116 í vikunni, gætu meðlimir bekkjarins hafa fundið vers sem hvöttu þá til að snúa sér til Drottins í prófraunum sínum. Hvetjið þá til að miðla því sem þeir fundu eða leitið sem bekkur að hvetjandi versum saman. Meðlimir bekkjarins gætu einnig rætt hvernig Drottinn hefur stutt við þá á tímum mótlætis.

  • Meðlimir bekkjarins gætu haft ánægju af því að semja sinn eigin sálm um það hvernig Drottinn hefur hjálpað þeim á tímum prófrauna. Þetta þurfa ekki að vera langir eða flóknir sálmar – bara einföld tjáning trúar, þakklætis og lofs. Meðlimir bekkjarins gætu unnið einir eða tveir og tveir saman og þeir gætu farið yfir Sálmana 102, 103 og 116 til að fá hugmyndir. Bjóðið nokkrum þeirra að deila sálmi sínum, ef þeir vilja. Þið gætuð líka sungið saman sálma um það hvernig Drottinn huggar okkur, t.d. „Hvar finn ég helgan frið?“ (á lausu blaði).

    Ljósmynd
    Jesús læknar

    Lækning, eftir J. Kirk Richards

Sálmarnir 119

Orð Guðs heldur okkur á vegi hans.

  • Til að hefja umræður um Sálmana 119, þá gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að ræða stundir þar sem þeir fylgdu vegi til að komast á leiðarenda (það getur hjálpað að hafa samband við einhvern fyrirfram og biðja hinn sama að búa sig undir að ræða um þetta). Hvaða upplifanir ollu því að erfitt var að halda sig á veginum? Hvað hjálpaði þeim að halda sér á honum? Þið gætuð síðan teiknað veg á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa orðtök úr Sálmunum 119, sem segja hvað Drottinn hefur gert, til að hjálpa okkur að haldast á sáttmálsveginum. Þið getið miðlað tilvitnuninni í Russell M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir,“ sem hluta af umræðunum.

  • Meðlimir bekkjar ykkar gætu haft gagn af því að bera saman lexíur Sálmanna 119, um það að haldast á vegi Drottins, og annarra ritninga sem kenna álíka sannleika. Íhugið að skipta bekknum í hópa og biðja hvern hóp að fara yfir ritningarvers, t.d.: Sálmarnir 119:33–40, 105; Orðskviðirnir 4:11–19; 1. Nefí 8:20–28; 11:25; 2. Nefí 31:17–21; Alma 7:9, 19–20. Biðjið síðan hvern hóp að miðla því sem þeir lærðu. Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að íhuga hvað þeim var innblásið að gera, í samræmi við það sem þeir lærðu.

Sálmarnir 139

Drottinn þekkir hjarta okkar.

  • Skilningur á því að Drottinn er meðvitaður um okkur – hugsanir okkar og gjörðir, styrkleika og veikleika – og að hann elskar okkur, getur haft mikil áhrif á val okkar. Þið getið beðið bekkinn að leita að setningum í Sálmunum 139, sem kenna þessi mikilvægu sannindi. Hvernig hefur vitneskjan um þennan sannleika áhrif á líf okkar? Meðlimir bekkjarins gætu líka rætt hvernig við getum boðið Drottni að „prófa [okkur], Guð, og [þekkja] hjarta [okkar]“ (vers 23).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hinn krappi og þröngi vegur.

Russell M. Nelson forseti sagði:

„Ef ferð okkar í þessu lífi á að verða árangursrík, verðum við að fylgja guðlegri leiðsögn. Drottinn sagði: ,Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki‘ [Kenning og sáttmálar 6:36]. Og sálmaskáldið sagði: ‚Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum‘ [Sálmarnir 119:105]. …

Á lífsferð okkar mætum vð mörgum hindrunum og gerum einnig mistök. Leiðsögn ritninganna hjálpar okkur að sjá villu okkar og gera nauðsynlegar leiðréttingar. Við höldum ekki lengur í ranga átt. Við skoðum vandlega hið andlega vegakort. Síðan höldum við áfram með þeirri iðrun og yfirbót sem þarf til að vera á hinum ,krappa og þrönga vegi, sem liggur til eilífs lífs’ [2. Nefí 31:18]“ („Lifa eftir leiðsögn ritninganna,“ aðalráðstefna, október 2000).

Bæta kennslu okkar

Hafið þá með sem eiga í erfiðleikum. Stundum þurfa þeir meðlimir bekkjarins sem eiga í erfiðleikum aðeins að vera með, til að finna fyrir elsku. Íhugið að fela þeim hlutverk í komandi kennslustund, bjóðið þeim í bekkinn eða gangið úr skugga um að þeir séu með far í kirkju. Ekki gefast upp ef þeir svara ekki viðleitni ykkar til að byrja með. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 8–9.)