Gamla testamentið 2022
15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86: „Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig“


„15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86: ‚Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús heldur á lukt

Bjarga því sem glatað var, eftir Michael T. Malm

15.–21. ágúst

Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86

„Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig“

Hafið þessa leiðsögn öldungs Davids A. Bednar í huga, þegar þið undirbúið kennslu: „Að tala bara og segja frá, er ekki kennsla. Að kenna fagnaðarerindið að hætti Drottins, gæti falið í sér að fylgjast með og hlusta og greina áður en talað er“ („Becoming a Preach My Gospel Missionary [Verða ‚Boða fagnaðarerindi mitt‘ trúboði],“ New Era, okt. 2013, 6).

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ein leið til að biðja meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lásu í vikunni, er að skrifa á töfluna „Varir mínar skulu fagna“ eða „Tunga mín [skal] vitna um réttlæti þitt“ (Sálmarnir 71:23, 24). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir fundu, sem hjálpar þeim að „fagna“ eða „vitna um réttlæti [Drottins].“

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Sálmarnir 51; 85–86

„Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa.“

  • Sálmarnir 51 lýsa tilfinningunum sem mörg okkar upplifa, þegar við iðrumst og okkur er fyrirgefið. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja betur iðrun og að hljóta innblástur um að iðrast oft, gætuð þið lagt til að þeir leiti í Sálmunum 51 með þessa spurningu í huga: „Hvað þýðir það að við iðrumst?“ Látið þá síðan miðla mögulegum svörum. („Fleiri heimildir“ innihalda gagnlega innsýn.) Hvers vegna virðist iðrun stundum óæskileg? Hvað finnum við í þessum sálmi sem getur látið iðrun vera gleðilega?

  • Hvernig myndum við lýsa tilfinningu þess að taka á móti fyrirgefningu synda með friðþægingarkrafti Jesú Krists? Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla hugsunum sínum og hvetjið þá til að finna vers í Sálmunum 51; 85–86, sem lýsa áhrifum hreinsandi fyrirgefningar hans í lífi okkar (sjá t.d. Sálmarnir 51:3–4, 9–14; 85:3–10). Íhugið að sýna myndir eða hluti til að hjálpa meðlimum að sjá þessi orðtök fyrir sér. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað tilfinningum sínum um frelsarann Jesú Krist og fúsleika hans til að friðþægja fyrir syndir okkar, svo okkur geti verið fyrirgefið. Þið gætuð sungið saman sálm um friðþægingarfórn frelsarans, t.d. „Um Jesú ég hugsa“ (Sálmar, nr. 65).

  • Við þurfum að hafa trú til að iðrast, ekki aðeins trú á að Jesús Kristur geti hreinsað okkur, heldur einnig að hann muni gera það. Meðlimir bekkjarins gætu hafa fundið vers í Sálmunum 51; 85–86 í vikunni, sem efldu trú þeirra á fúsleika Drottins til að fyrirgefa. Hvetjið þá til að miðla því sem þeir fundu. Þið gætuð líka bent þeim á Sálmana 86:5, 13, 15 og spurt hvað þessi vers kenna um Drottin. Hvað gæti það þýtt að hann sé „miskunnsamur og líknsamur“? (vers 15). Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að hafa vitneskju um þetta?

Sálmarnir 66:5–20

Vitnisburður okkar um Jesú Krist getur hjálpað öðrum að koma til hans.

  • Ein af mestu blessunum þess að hittast í sunnudagaskólanum er að geta hlotið styrk af trú og vitnisburði annarra fylgjenda Jesú Krists. Til að veita bekknum þetta tækifæri, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að lesa Sálmana 66:16 og íhuga þessa spurningu: Hvað mynduð þið segja, ef þið hyggðust „segja frá öllu sem [Drottinn] gerði fyrir [ykkur]“? Þegar þeir íhuga þetta gætu þeir lesið vers 5–20 til að fá hugmyndir. Látið þá skrifa svör þeirra niður. Biðjið þá svo að „segja“ hver öðrum – í litlum hópum eða við alla í bekknum – hvað Jesús Kristur hefur gert fyrir sálir þeirra.

    Ljósmynd
    tveir piltar á tali saman

    Við getum miðlað öðrum vitnisburði okkar um það sem Drottinn hefur gert fyrir okkur.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Iðrun þýðir breytingar.

Russell M. Nelson forseti lýsti iðrun á þennan hátt:

„Þegar Jesús býður ykkur og mér að ‚iðrast,‘ er hann að bjóða okkur að breyta viðhorfi okkar, þekkingu okkar, anda okkar – jafnvel hvernig við drögum andann. Hann er að biðja okkur að breyta því hvernig við elskum, hugsum, þjónum, verjum tíma okkar, komum fram við eiginkonu okkar, kennum börnum okkar og jafnvel hirðum líkama okkar.

Ekkert er jafn frelsandi, göfgandi eða nauðsynlegt framþróun okkar sjálfra, en að einblína á iðrun daglega og reglubundið. Iðrun er ekki atburður; hún er ferli. Hún er lykill að hamingju og hugarró. Fari iðrun og trú saman, greiðir hún okkur aðgang að krafti friðþægingar Jesú Krists. …

Þegar við veljum að iðrast, veljum við að breytast! Við leyfum frelsaranum að breyta okkur í bestu útgáfu okkar sjálfra. Við veljum að vaxa andlega og meðtaka gleði – gleði endurlausnar hans. Þegar við veljum að iðrast, veljum við að líkjast Jesú Kristi meira!“(„Við getum gert betur og verið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019).

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem snerta við hjartanu og huganum. „Biðjið nemendur að miðla því hvað þeim finnst um ritningarvers, hvernig fólkinu í ritningunum gæti hafa liðið eða á hvaða hátt sannindin í versinu eiga við um okkar líf“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 31).