Gamla testamentið 2022
1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42: „[Samt set ég traust mitt á hann]“


„1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42: ‚[Samt set ég traust mitt á hann],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
þrír menn tala við mann á jörðu

Dómar Jobs, eftir Joseph Brickey

1.–7. ágúst

Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–4042

„[Samt set ég traust mitt á hann]“

Hvaða sannindi hjálpaði heilagur andi ykkur að læra þegar þið lærðuð Jobsbók? Hverju viljið þið miðla með bekknum ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þeir meðlimir bekkjarins sem lærðu í Jobsbók í vikunni gætu hafa uppgötvað sannindi sem voru þeim þýðingarmikil. Til að hvetja þá til miðlunar, gætuð þið skrifað Ég lærði … af Job á töfluna og spurt meðlimi bekkjarins hvernig þeir myndu ljúka setningunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jobsbók 1–2; 12–13; 19:23–27

Traust okkar á himneskum föður og Jesú Kristi getur hjálpað okkur að sýna trúfesti í öllum aðstæðum.

  • Tveir fyrstu kapítular Jobsbókar, sem lýsa efasemdum Satans um ástæðurnar að baki trúfesti Jobs, gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að leggja mat á eigin ástæður fyrir að vera trúir himneskum föður og Jesú Kristi. Meðlimir bekkjarins gætu byrjað á því að nefna nokkrar ástæður þess að einstaklingur velur að hlýða boðorðum Drottins. Þeir gætu síðan leitað í Jobsbók 1:6–12; 2:1–6 til að komast að því sem Satan sagði um trúfesti Jobs. Hvers vegna væri hættulegt að hlýða Drottni eingöngu af ástæðunum sem Satan nefndi. Hvað sýna viðbrögð Jobs í Jobsbók 1:20–22; 2:9–10 um hann? Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvers vegna þeir velja að vera trúir Guði.

    Ljósmynd
    maður horfir upp í loftið

    Job, eftir Gary L. Kapp

  • Þótt Job hefði stundum glímt við efasemdir og örvæntingu, þá fór svo að lokum að traust hans á Drottni varð honum til stuðnings í þjáningum hans. Til að læra af fordæmi Jobs, gætu meðlimir bekkjarins leitað í einhverjum af eftirfarandi versum að jákvæðum viðbrögðum Jobs við prófraunum: Jobsbók 1:21; 2:10; 12:9–10, 16; 13:15–16; 19:23–27. Hvað getum við lært af þessum viðbrögðum, sem getur hjálpað okkur að vera andlega sterk, þegar við tökumst á við prófraunir? Hvers vegna er hættulegt að gera ráð fyrir að prófraunir séu refsing vegna synda?

  • Orð Jobs í Jobsbók 19:23–27 gætu veitt meðlimum bekkjarins hvatningu til að íhuga og miðla eigin sannfæringu um að lausnarinn, Jesús Kristur, lifir. Þið gætuð byrjað á því að biðja meðlimi bekkjarins að íhuga orð Jobs í þessum versum. Þeir gætu síðan rætt spurningar sem þessar: Hvers vegna er afar dýrmætt að eiga vitnisburð um lausnara okkar á tímum prófrauna, eins og þeim sem Job upplifði? Hvernig hefur vitnisburður okkar veitt okkur stuðning í prófraunum? Það getur aukið skilning og andríki umræðanna að syngja eða lesa sálmatexta um Jesú Krist, t.d. „Ég veit minn lifir lausnarinn“ (Sálmar, nr. 36).

Jobsbók 38

Guð hefur meiri yfirsýn en við.

  • Stór hluti Jobsbókar (kapítular 3–37) fjallar um glímu Jobs og vina hans við spurningunni: „Hvers vegna gerast slæmir hlutir við réttlátt fólk?“ Þrátt fyrir að Drottinn svari spurningunni ekki að fullu í Jobsbók, þá flytur hann mikilvægan boðskap. Þið gætuð hjálpað meðlimum bekkjarins að uppgötva þennan boðskap með því að bjóða þeim að lesa spurningarnar sem Drottinn spurði Job í Jobsbók 38:1–7, 18–24. Hvað lærum við af þessum spurningum?

  • Hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists veitir aukið ljós, sem getur hjálpað okkur að skilja sumar ástæðurnar fyrir þjáningu í heiminum. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað sannleika sem þeir þekkja vegna endurreisnar fagnaðarerindisins, sem hefur veitt þeim meiri yfirsýn og skilning á þjáningum. Þeir gætu fundið einhver þessara sanninda í ritningunum og í tilvitnuninni í „Fleiri heimildir.“

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Síðari daga skilningur á tilgangi þjáninga.

Eftirfarandi ritningarvers veita skilning á tilgangi þjáninga:

Spencer W. Kimball kenndi:

„Ef við lítum á jarðlífið sem okkar einu tilveru, verða sársauki, sorg, mistök og ótímabær dauði aðeins ógæfa. Ef við lítum hins vegar á lífið sem eilíft, að það eigi sér langa fortilveru og ævarandi framtíð eftir dauða, er hægt að sjá atburðarásina í réttu samhengi.

Felst ekki viska í því að [Guð] sjái okkur fyrir áreynslu til sigurs, ábyrgð til afreka, verkefni til úrlausnar og sorgum til sálarprófs? Eru freistingar ekki til að láta reyna á styrk okkar, sjúkdómar til að láta reyna á þolgæði okkar, dauðinn til að við getum orðið ódauðleg og dýrðleg? …

Ef gleði, friður og umbun væru þegar í stað gefin þeim sem gerir góðverk, þá gæti engin illska verið – allir myndu gera góðverk, en ekki af þeim ástæðum að það sé réttmætt að gera góðverk. Ekki yrði reynt á styrk, engin framþróun persónuleika væri, enginn yxi að mætti, ekkert sjálfræði væri“ (Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball [Kenningar forseta kirkjunnar: Spencer W. Kimball] [2006], 15).

Bæta kennslu okkar

Fylgið andanum. Þið getið ekki séð fyrir framvindu hverrar lexíu, en hvatning andans mun veita ykkur leiðsögn. Þegar þið eruð andlega viðbúin, mun Drottinn gefa ykkur „á því andartaki, hvað segja skal“ (Kenning og sáttmálar 100:6) og það gæti einmitt verið það sem meðlimir bekkjarins þyrftu á að halda. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10.)