Gamla testamentið 2022
25.–31. júlí. Esterarbók: „[Þú ert … komin … vegna þessara tíma]“


„25.–31. júlí. Esterarbók: ‚[Þú ert … komin … vegna þessara tíma],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„25.–31. júlí. Esterarbók,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Ester á bæn

Ester, eftir James Johnson

25.–31. júlí

Esterarbók

„[Þú ert … komin … vegna þessara tíma]“

Hversu vel þekkið þið meðlimi bekkjarins? Reynið að kynnast einum meðlim bekkjarins betur í hverri viku. Þetta mun hjálpa ykkur að hafa þarfir þeirra í huga, þegar þið undirbúið kennsluna (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 7).

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins gætu miðlað þeim sem nálægt þeim sitja einhverju sem andinn kenndi þeim, einhverju sem þeir hafa öðlast betri skilning á eða einhverju sem þeir geta heimfært upp á eigið líf, þegar þeir lesa Esterarbók. Síðan gætu nokkrir þeirra miðlað því öllum í námsbekknum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Esterarbók

Drottinn setur okkur í aðstæður þar sem við getum blessað aðra.

  • Meðlimir bekkjar ykkar gætu hafa leitað að því hvernig Drottinn gerði Ester mögulegt að bjarga Gyðingunum, eins og lagt er til í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Bjóðið þeim að miðla því sem þeir fundu. Þið gætuð líka leitað saman að nokkrum dæmum (sjá Esterarbók 2:21–23; 3:10–14; 4:14–16). Hvað getum við gert til að bera kennsl á hönd Guðs í lífi okkar? Orð öldungs Neil L. Andersen í „Fleiri heimildir“ svara þessari spurningu.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjar ykkar að íhuga á hvaða hátt Drottinn hefur undirbúið þá „vegna þessara tíma“ (Esterarbók 4:14), bjóðið þeim þá að lesa Esterarbók 4:10–17. Hvernig gætu orð Mordekaí til Esterar hafa hjálpað henni að taka ákvörðun um að koma fólki hennar til varnar? Hvaða aðstæður setur Guð okkur í til að blessa aðra, á sama hátt og hann gerði við Ester, svo hún fékk bjargað Gyðingunum? Hvernig getum við orðið betri verkfæri í höndum hans? Lestur orða systur Virginiu U. Jensen í „Fleiri heimildir“ gæti hvatt meðlimi bekkjarins til að hugsa um stundir þar sem þeim leið eins og þeir væru verkfæri Drottins. Biðjið þá að segja frá upplifunum sínum, eins og andinn leiðbeinir.

Esterarbók 4

Að fasta sýnir hversu mikið við þurfum á Drottni að halda.

  • Þið getið notað Esterarbók 4 til að ræða þær blessanir sem hljótast vegna föstu. Þið gætuð látið meðlim bekkjarins fara yfir þá atburði sem leiddi Ester og hina Gyðingana til föstu. Hvers vegna kusu þau að fasta? Hvers vegna kjósum við að fasta? Mögulega viljið þið fara saman yfir fleiri ritningargreinar um föstu, t.d. Jesaja 58:6–12 og Matteus 4:1–4; 17:14–21 (sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Fasta,“ KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp). Meðlimir bekkjarins eða þið sjálf gætuð kannski miðlað upplifunum sem sýna á hvaða hátt fasta færir kraft Drottins í líf okkar.

Esterarbók 3:1–11; 4:10–17; 5:1–4

Það krefst oft mikils hugrekkis að gera hið rétta.

  • Frásagnirnar þar sem Mordekaí og Ester standa hugrökk fyrir réttlætið, geta hvatt meðlimi bekkjarins til að hafa hugdirfsku til að gera hið rétta. Þið gætuð boðið öðrum helming námsbekkjarins að lesa um Mordekaí (sjá Esterarbók 3:1–11) og hinum að lesa um Ester (sjá Esterarbók 4:10–17; 5:1–4). Hvað myndu Mordekaí og Ester segja, ef þau væru hér í dag, til að hvetja okkur áfram þegar erfitt er að gera það sem rétt er? Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað aðstæðum þar sem þeir þurftu að sýna hugdirfsku. Þið gætuð sýnt myndbandið „Courage [Hugrekki]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða boðið bekknum að syngja eða lesa texta lags um að standa fyrir sannleika, t.d. „Breytið nú rétt“ (Sálmar, nr.97). Ræðið síðan hvað myndbandið eða lagið kennir um hugrekki.

    Ljósmynd
    Ester og konungur

    Ester frammi fyrir konungi, eftir Minervu K. Teichert

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hönd Guðs

Öldungur Neil L. Andersen kenndi:

„Stundum getum við séð hönd Drottins í lífum annarra en veltum því fyrir okkur: ‚Hvernig get ég betur séð hönd hans í mínu lífi?‘ …

Er þið haldið boðorðin og biðjið í trú um að sjá hönd Drottins í lífi ykkar, þá lofa ég ykkur að hann mun opna andleg augu ykkar betur og þið munið sjá skýrar að þið eruð ekki ein“ („Til komi þitt ríki,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

„Vegna þessara tíma.“

Systir Virginia U. Jensen kenndi: „Ég trúi því ekki að þú og ég séum hér á þessum sérstaka tíma fyrir tilviljun.“ Ég trúi því, eins og Ester til forna, að við séum ‚til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma‘ [Esterarbók 4:14], þegar fordæmi okkar, styrkur okkar og trú geta verið sem varnargarður gegn rísandi flóðbylgju hins illa og ógn við að flæða yfir heimili okkar, fjölskyldu og ástvini“ („Creating Places of Security [Búa til örugga staði],“ Ensign, nóv. 1997, 89).

Bæta kennslu okkar

Leitið fyrst í ritningunum. Ritningarnar ættu að vera helsta heimild ykkar til náms og undirbúnings. Gleymið ekki að orð nútíma spámanna eru í samræmi við helgiritin og eru líka ritning. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 17–18.)