Gamla testamentið 2022
18.–24. júlí. Esrabók 1; 3–7; Nehemíabók 2; 3–6; 8: „Ég er að vinna að miklu verki“


„18.–24. júlí. Esrabók 1; 3–7; Nehemíabók 2; 3–6; 8: ‚Ég er að vinna að miklu verki,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„18.–24. júlí. Esrabók 1; 3–7; Nehemíabók 2; 3–6; 8,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
musteri Serúbabels

Myndskreyting af musteri Serúbabels, eftir Sam Lawlor

18.–24. júlí

Esrabók 1; 3–7; Nehemíabók 2; 3–6; 8

„Ég er að vinna að miklu verki“

Þegar þið biðjið meðlimi bekkjar ykkar að miðla því sem þeim fannst standa upp úr í Esrabók og Nehemíabók, miðlið þá líka þeim hughrifum sem ykkur bárust við námið.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það að skrifa mikilvæg orð eða orðtök á töfluna getur minnt meðlimi bekkjarins á það sem þeir lærðu í ritningunum og auðveldað þeim að miðla því áfram. Þið gætuð t.d. skrifað Endurreisa, Endurbyggja og Endurheimta á töfluna og boðið meðlimum bekkjarins að miðla versum úr lestri þeirra sem tengjast einu eða fleirum þessara orða.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Esrabók 3:8–13; 6:16–22

Musteri geta fært okkur gleði.

  • Lestur um gleðina sem Gyðingar upplifðu þegar musteri þeirra var endurreist gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að kunna betur að meta musteri okkar tíma. Þið gætuð kannski beðið meðlimi bekkjarins að lesa yfir Esrabók 3:8–13 og 6:16–22 og ræða síðan á hvaða hátt Gyðingar fögnuðu endurreisn og vígslu musterisins. Af hverju er bygging musteris ástæða til fagnaðar? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla því hvernig musteri, og þau verk sem við vinnum þar, veita þeim gleði. Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ getur hvatt meðlimi bekkjarins til að finna gleðina í musterisverkum.

    Ljósmynd
    fjölskylda á gangi á musterislóð

    Musterið getur verið gleðigjafi í lífi okkar.

Esrabók 4–5; Nehemíabók 2–4; 6

Við getum hjálpað við framvindu verks Guðs þrátt fyrir andstöðu.

  • Bækur Esra og Nehemía lýsa fólki sem nær árangri í mikilvægum verkum, þrátt fyrir andstöðu frá fjandmönnum þess. Til að hefja umræður, gætuð þið spurt meðlimi bekkjarins hvað í okkar lífi gæti verið líkt hinu „[mikla] verki“ (Nehemía 6:3) Nehemía. Hvaða mikilvæga verk hefur Guð boðið okkur að vinna? Þið gætuð síðan lesið Esrabók 4:4 og rætt hvernig Satan reynir að draga úr okkur kjark og trufla okkur við að vinna verk Guðs. Hvað lærum við af Nehemía og samverkamönnum hans í Nehemíabók 2:18–20; 3:38; 4:1–3; og 6:1–3? Hvað þýðir það að vera „heils hugar“ í þjónustu frelsarans? (Nehemíabók 3:38). Íhugið að miðla hluta ræðu Dieters F. Uchtdorf forseta, „Við höfum mikið starf með höndum og getum því ekki komist ofan eftir“ (aðalráðstefna, apríl 2009), einkum tveimur síðustu hlutunum.

  • Ykkur gæti fundist þið hvött til að ræða og bera saman viðleitni Serúbabels til að endurbyggja musterið og viðleitni okkar til að fara í musterið og vinna þar frelsunarverk. Þið gætuð t.d. skrifað tvær yfirskriftir á töfluna: Serúbabel og við. Undir Serúbabel gætu meðlimir bekkjarins skrifað að „andstæðingar Júda og Benjamíns“ (Esrabók 4:1) hafi reynt að koma í veg fyrir að Serúbabel og Gyðingarnir endurbyggðu musterið (sjá Esrabók 4). Undir við gætu meðlimir bekkjarins skráð leiðir sem andstæðingurinn fer til að koma í veg fyrir að við förum í musterið. Þeir gætu svo miðlað hver öðrum ráðum um hvernig við getum leitað eftir hjálp Drottins til að sigrast á þessari andstöðu.

Nehemíabók 8:1–12

Við hljótum blessanir þegar við lesum ritningarnar.

  • Meðlimir bekkjarins gætu lesið Nehemíabók 8:1–12 saman og rætt hvaða tilfinningar Esra og fólk hans höfðu til Guðs og orðs hans. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að vísa til ákveðinna versa sem sýna hvernig þeim leið. Biðjið meðlimi bekkjarins að lýsa tilfinningum sínum til orðs Guðs. Hvernig getum við staðið okkur betur í því að læra orð Guðs?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Upplifið gleði musterisins.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Við getum fengið innblástur allan daginn varðandi musteris- og ættarsögureynslu sem aðrir hafa upplifað. Við verðum hins vegar að gera eitthvað til að upplifa gleðina sjálf. Ég vil skora á sérhvert okkar, svo að hin dásamlega tilfinning þessa verks fái viðhaldist og jafnvel aukist. Ég býð ykkur að íhuga af kostgæfni, hvernig fórn, helst fórn tíma, þið getið fært til að vinna meira að musteris- og ættarsöguverki á þessu ári.

Við erum þátttakendur í verki almáttugs Guðs. Hann lifir. Jesús er Kristur. Þetta er hans kirkja. Við erum sáttmálsbörn hans. Hann getur reitt sig á okkur“ (Russell M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Open the Heavens through Temple and Family History Work [Ljúkið upp himnum með musteris- og ættarsöguverki],“ Ensign, okt. 2017, 39).

Bæta kennslu okkar

Hafið foreldra ungmenna með. Ef þið kennið ungmennum, miðlið þá foreldrum þeirra því sem þið kennið. Þeir geta hjálpað ykkur að skilja þarfir ungmennanna og hvernig hægt er að hjálpa þeim. Þetta getur líka verið góð leið til að hvetja til fjölskylduumræðna um það sem ungmennin læra í kennslustund. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 27.)