Gamla testamentið 2022
27. júní – 3. Júlí. 1. Konungabók 17–19: „Ef Drottinn er Guð, fylgið honum“


„27. júní – 3. Júlí. 1. Konungabók 17–19: ‚Ef Drottinn er Guð, fylgið honum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„27. júní – 3. Júlí. 1. Konungabók 17–19,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Elía stendur við logandi altari

Elía deilir á Baalprestana, eftir Jerry Harston

27. júní – 3. júlí

1. Konungabók 17–19

„Ef Drottinn er Guð, fylgið honum“

Tilgangur ritninganna – og námsbekkjar ykkar – er að efla trú á himneskan föður og Jesú Krist. Látið þennan tilgang leiðbeina ykkur í þeim ákvörðunum sem þið takið, varðandi hvað þið kennið og hvaða spurninga þið spyrjið.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla sínum skilningi á 1. Konungabók 17–19, gætuð þið beðið þá að búa til heiti fyrir hvern þessara kapítula. Hvaða vers létu þá hugsa út í þessa titla?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Konungabók 17:8–16; 19:19–21

Boð um að fórna er tækifæri til að iðka trú okkar.

  • Dæmið um ekkjuna frá Sarefta gæti haft hvatningaráhrif á meðlimi bekkjar þíns á tímum þar sem trú þeirra er sannreynd. Þið gætuð byrjað á því að biðja þá að gera skrá yfir valkosti sem krefjast trúar á Jesú Krist. Þeir gætu síðan lesið frásögnina í 1. Konungabók 17:8–16 og rætt það sem hún kennir þeim um að iðka trú. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla tilfinningum sínum varðandi ekkjuna og á hvaða hátt fordæmi hennar hvetur þá til að iðka trú sína. Hvernig er trú hennar lík trúnni sem Elísa sýndi í 1. Konungabók 19:19–21? Meðlimir bekkjarins væru kannski fúsir til að segja frá þeim fórnum sem þeir hafa fært fyrir Drottin og á hvaða hátt hann hefur blessað þá.

  • Sagan um ekkjuna frá Sarefta getur líka kennt okkur um blessanirnar sem fylgja fórnum. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að íhuga á hvaða hátt þeir myndu svara yfirlýsingum sem þessum: „Ég hef ekki ráð á því að greiða tíund“ eða „Ég er of upptekin til að taka við þjónustuverkefni.“ Hvað kennir 1. Konungabók 17:8–16 okkur, sem gæti átt við um þessar yfirlýsingar? Hvernig hjálpar vitneskja okkar um frelsarann þegar við erum beðin um að fórna einhverju? Orð öldungs Lynn G. Robbins í „Fleiri heimildir“ gætu líka verið gagnleg.

1. Konungabók 18:17–39

„Ef Drottinn er Guð, fylgið honum.“

  • Umræður um 1. Konungabók 18:17–39 gætu hjálpað meðlimum að verða skuldbundnari Jesú Kristi og treysta honum enn frekar. Þið gætuð skrifað spurninguna sem Elía spurði Ísraelsmenn á töfluna, eftir að hafa farið yfir frásögnina með bekknum: „Hversu lengi ætlið þér að haltra til beggja hliða?“ (vers 21). Látið meðlimi bekkjarins segja frá því hvað þeim finnst felast í þessari spurningu. Hverjar eru nokkrar ástæður þess að fólk gæti hafa „haltrað“ (sem getur þýtt að hika, gefa eftir eða hökta) á milli þess að fylgja Drottni eða að fylgja Baal? Hvers vegna erum við stundum tvístígandi um það að fylgja Jesú Kristi? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað upplifunum sem hafa hjálpað þeim að velja að fylgja frelsaranum.

Ljósmynd
Elía stendur á steini

Táknræn merking 1. Konungabókar 19:11–12. Spámaðurinn, © Robert Booth Charles/Bridgeman Images

1. Konungabók 19:1–12

Drottinn talar oft á lágværan og hljóðan hátt.

  • Margt fólk á í erfiðleikum með að bera kennsl á það hvenær Drottinn á samskipti við það. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að þekkja betur rödd Drottins, gætuð þið boðið þeim að lesa 1. Konungabók 19:1–12 og miðla því sem Elía lærði. Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá upplifunum sem hafa kennt þeim hvernig Drottinn talar til þeirra á mismunandi vegu. Þið gætuð miðlað myndbandinu „How Can I Feel the Holy Ghost More Often? [Hvernig get ég fundið oftar fyrir heilögum anda?]“ (úr „‚Face to Face [Í návígi]‘ með Eyring forseta og öldungi Holland“ [heimslæg útsending fyrir ungmenni, 4. mars 2017], ChurchofJesusChrist.org).

  • Til að hvetja til umræðna um orðtakið „lág, hljóðlát rödd,“ gætuð þið sýnt hluti (eða myndir af hlutum) sem gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að íhuga orðtakið. Meðlimir bekkjarins gætu lagt til fleiri dæmi. Af hverju eru orðin „hljóðlát“ og „lágvær“ vel lýsandi fyrir rödd andans? Til að sjá fleiri lýsingar, gætu meðlimir bekkjarins lesið eftirfarandi ritningar: Helaman 5:30; 3. Nefí 11:3–7; Kenning og sáttmálar 6:22–23; 8:2–3; 9:8–9; 11:12–14; 36:2. Þeir geta mögulega miðlað fleiri ritningarversum um að bera kennsl á andann. Hvað leggja þessi ritningarvers til að við þurfum að gera til að heyra rödd Drottins? Myndböndin „Feeling the Holy Ghost [Finna fyrir heilögum anda]“ eða „Voice of the Spirit [Rödd andans] gætu verið gagnleg (ChurchofJesusChrist.org).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ekkjan frá Sarefta.

Öldungur Lynn G. Robbins sagði: „Elía skildi þá kenningu að blessanir kæmu eftir prófraun trúar [sjá Eter 12:6; Kenning og sáttmálar 132:5]. Hann var því ekki sjálfselskur. Elía var þarna sem þjónn Drottins og var því að gefa en ekki þiggja [sjá 1. Konungabók 17:13–16]. … Ein ástæða þess að Drottinn útskýrir kenningar með öfgakenndum aðstæðum, er sú að það útilokar undantekningar. Ef Drottinn væntir þess að jafnvel hin snauðasta ekkja greiði sitt lítilræði, þá á það vissulega við um þá sem ekki finnst þægilegt eða auðvelt að fórna?“ („Tíund – boðorð, jafnvel fyrir hina blásnauðu,“ aðalráðstefna, apríl 2005).

Bæta kennslu okkar

Verið auðmjúkt verkfæri andans. „Tilgangur ykkar sem kennara er ekki að vera með tilkomumikla framsetningu, heldur að hjálpa öðrum að taka á móti áhrifum heilags anda, sem er í raun kennarinn“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans],10).