Gamla testamentið 2022
4.–10. júlí. 2. Konungabók 2–7: „Til er spámaður í Ísrael“


„4.–10. júlí. 2. Konungabók 2–7: ‚Til er spámaður í Ísrael,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„4.–10. júlí. 2. Konungabók 2–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Elísa sýnir þjóni eldvagna

Myndskreyting af Elísa að sýna þjóni eldvagna, © Review & Herald Publishing/með leyfi frá goodsalt.com

4.–10. júlí

2. Konungabók 2–7

„Til er spámaður í Ísrael“

Þegar þið undirbúið kennsluna, lesið þá 2. Konungabók 2–7 og leitið að innblæstri fyrir eigið líf. Hlustið svo eftir hvatningu um boðskap sem mun blessa meðlimi bekkjarins.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins þurfa stundum tíma til að fara stuttlega yfir kapítulana sem þeir lásu, áður en þeir geta miðlað skilningi úr persónulegu ritningarnámi sínu. Reynið að taka nokkrar mínútur til þess í upphafi kennslustundarinnar; bjóðið svo meðlimum bekkjarins að miðla einhverju sem þeir hafa lært.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Konungabók 2–6

Guð getur gert kraftaverk í lífi okkar.

  • Þegar þið ræðið kraftaverkin í 2. Konungabók 2–6, þá gæti það verið gagnlegt að biðja meðlimi bekkjarins að skilgreina orðið kraftaverk. Þið gætuð miðlað þessum skilningi Howards W. Hunter forseta: „[Kraftaverk] eru birtingarmynd máttar [Guðs], sem við getum ekki útskýrt á nokkurn hátt eða skilið fullkomlega. … Þessi tákn og undur voru einstaklega augljós í lífi og þjónustu Jesú Krists, sjálfum syni Guðs. Eins sláandi og undursamleg og þau voru, þá voru hin fjölmörgu kraftaverk Krists aðeins brot af hinum miklu undrum sem faðirinn hafði gert á undan honum og gerir áfram, allt umhverfis okkur. … Það verður alltaf nóg til af kraftaverkum, ef við bara höfum augu til að sjá og eyru til að heyra“ („The God That Doest Wonders [Sá Guð sem vinnur máttarverk],“ Ensign, maí 1989, 15–16). Hvernig hjálpar þessi skilningur okkur að sjá hönd Guðs í lífi okkar?

  • Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að gera lista yfir nokkur af þeim kraftaverkum sem lýst er í 2. Konungabók 2–6. Hvað lærum við um Drottin af þessum kraftaverkum? Meðlimir bekkjarins gætu líka verið fúsir til að ræða kraftaverk – bæði stór eða smá – sem þeir, eða fjölskyldur þeirra, hafa upplifað. Hvernig getum við betur borið kennsl á kraftaverk Guðs í lífi okkar – líka þau sem eru öðruvísi en við vonuðumst eftir?

  • Meðlimum bekkjarins gæti þótt það hvetjandi að bera saman nokkur þeirra kraftaverka sem Elísa gerði og þau sem Jesús Kristur gerði (sjá 2. Konungabók 4:8–37 og Lúkas 7:11–16; 2. Konungabók 4:42–44 og Jóhannes 6:1–13; 2. Konungabók 5:1–15 og Lúkas 17:11–19). Hvað kenna þessi kraftaverk okkur um frelsarann og spámenn hans?

2. Konungabók 5:1–19

Ef við sýnum auðmýkt og hlýðni, þá getur Jesús Kristur læknað okkur.

  • Ein lexía sem við getum lært af lækningunni á holdsveiki Naamans er mikilvægi auðmýktar. Þið gætuð skrifað dramb Naamans og auðmýkt Naamans á töfluna, til að hefja umræður. Meðlimir bekkjarins gætu leitað í 2. Konungabók 5:1–19 og skrifað orðtök á töfluna, sem sýna dæmi um dramb eða auðmýkt Naamans. Hvernig erum við stundum eins og Naaman? Hvernig erum við stundum eins og þjónar hans? Hvernig höfum við öðlast þá vitneskju sem Naaman lærði?

  • Önnur lexía sem við getum lært af þessari frásögn, er gildi þess að hlýða Guði í hinu smávægilega. Þið gætuð byrjað á að lesa 2. Konungabók 5:9–12 og spyrja meðlimi bekkjarins út í hugsanir þeirra varðandi það hvers vegna Naaman „gekk burtu reiður“ (vers 12). Hvers vegna viljum við stundum frekar gera „erfitt verk“ sem Guð felur okkur, frekar en einfalda hluti? (vers 13). Hvert er gildi þess að gera þessa einföldu hluti?

2. Konungabók 6:8–23

„Þeir sem eru með okkur eru fleiri en hinir.“

  • Við eigum öll augnablik þar sem við erum einsömul og hrædd. Íhugið það hvernig umræður um frásögnina í 2. Konungabók 2:8–23 gæti hjálpað meðlimum bekkjarins, sem hafa þessar tilfinningar. Þið gætuð einfaldlega byrjað á því að spyrja meðlimi bekkjarins hvað veki athygli þeirra í þessum versum. Þeir gætu líka miðlað upplifunum þegar „Drottinn [opnaði] augu [þeirra]“ (vers 17) og hjálpaði þeim að sjá að þeir voru ekki einir (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Hvernig getum við hjálpað hvert öðru að „vera [óhrædd]“? (vers 16).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Ljúkið upp andlegum augum okkar.“

Öldungur Ronald A. Rasband vísaði til frásagnarinnar í 2. Konungabók 6:8–28, þegar hann sagði:

„Við gætum kannski eða kannski ekki fengið eldlega vagna senda til að slá á ótta okkar og sigrast á forynjum okkar, en lexían er skýr. Drottinn er með okkur, gætir að og blessar okkur á þann hátt sem honum einum er mögulegt. Bænin getur kallað niður nauðsynlegan styrk og opinberun, svo við getum beint hugsunum okkar að Jesú Kristi og friðþægingu hans. Drottinn vissi að við myndum einhvern tíma upplifa ótta. Það hef ég gert og þið líka. … Í þessari kirkju gætum við verið fá að tölu og áhrifamætti að mælikvarða heimsins, en ef andleg augu okkar ljúkast upp, munum við sjá að ,fleiri eru þeir, sem með okkur eru, en þeir, sem með þeim eru’ [2. Konungabók 6:16]“ („Verið eigi áhyggjufullir,“ aðalráðstefna, október 2018).

Bæta kennslu okkar

Vísið nemendum að ritningunum. Hvenær sem þið getið, hvetjið þá meðlimi bekkjarins til að snúa sér að ritningunum og orðum lifandi spámanna til að fá leiðsögn, svör við spurningum og stuðning. Orð Guðs er mesta uppspretta sannleikans. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 21.)