Gamla testamentið 2022
11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25: „[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels“


„11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25: ‚[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„11.–17. júlí. 2. Konungabók 17–25,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
fólk yfirgefur borg í rústum

Flótti fanganna, eftir James Tissot og fleiri

11.–17. júlí

2. Konungabók 17–25

„[Hann] treysti Drottni, Guði Ísraels.“

Farið yfir þau hughrif sem þið skráðuð þegar þið lærðuð í 2. Konungabók 17–25 í vikunni. Hvaða ritningarvers úr þessum kapítulum fannst ykkur eiga best við meðlimi bekkjar ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þegar meðlimir bekkjarins miðla því sem þeir eru að læra heima í ritningarnámi sínu, munu aðrir meðlimir bekkjarins vera hvattir til að nema ritningarnar í vikunni. Þið gætuð byrjað kennslustundina á því að bjóða meðlimum bekkjarins að bregðast við spurningu eins og: „Hvað hefur heilagur andi kennt ykkur þegar þið lásuð þá kapítula sem fyrir ykkur voru lagðir í vikunni?“

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Konungabók 18:28–36; 19:1–7, 14–19

Við getum verið trygg Drottni þegar trú okkar er ögrað.

  • Sannindin í 2. Konungabók 18–19 geta hjálpað okkur að vita hvernig skuli bregðast við þegar trú okkar er ögrað. Hvernig munuð þið hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva þessi sannindi? Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að miðla nokkrum ástæðum fyrir því að þeir trúi á Guð og áætlun hans. Þeir gætu kannað 2. Konungabók 18:28–35 og leitað að ástæðum sem Assýríumenn gáfu fólkinu í Jerúsalem fyrir því að treysta ekki á Drottin. Hvernig reynir Satan að fá okkur til að efast um trú okkar á okkar tíma? Meðlimir bekkjarins gætu svo leitað að því sem við getum lært af Hiskía í 2. Konungabók 19:1–7, 14–19, um hvernig skuli bregðast við þegar trú okkar er ögrað. Hvernig hjálpar Drottinn okkur að komast yfir áskoranir trúar okkar? Hvaða fleiri tillögur hafa meðlimir bekkjarins um að endurnýja trú sína og traust á Drottin?

  • Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að mæta undir það búna að gera útdrátt úr samtali Assýríumanna við embættismenn Hiskía, nærri borgarmúrum Jerúsalem (sjá 2. Konungabók 18:17–36). Bjóðið meðlimum bekkjarins að ímynda sér að þeir séu íbúar Jerúsalem og hlusti á samtalið, áður en hann eða hún segir söguna. Hvaða hugsanir eða tilfinningar hafa þeir? Hvað myndu þeir gera? Þið gætuð látið meðlimi bekkjarins fá brot úr ræðu öldungs Davids A. Bednar, „Þeir bældu þess vegna ótta sinn“ (aðalráðstefna, apríl 2015), og boðið þeim að leita eftir leiðsögn sem gæti stutt þá á tímum ótta eða efasemda. Hvernig hefur trú okkar á Jesú Krist borið okkur uppi á krefjandi tímum?

2. Konungabók 22:8–2023

Ritningarnar geta snúið hjarta okkar til Drottins

  • Umræður um máttinn sem orð Guðs hafði í lífi Jósía konungs og þjóðar hans geta hvatt meðlimi bekkjarins til að leita eftir þessum sama mætti í eigin lífi. Þið gætuð hafið umræður með því að biðja meðlimi bekkjarins að ímynda sér á hvaða hátt líf þeirra væri öðruvísi, ef þeir hefðu ekki haft ritningarnar. Þeir gætu síðan leitað í 2. Konungabók 22:8–11; 23:1–6, 21, 24 til að komast að því hvaða breytingum Jósía og þjóð hans tóku þegar hann heyrði orð Guðs úr ritningunum, sem höfðu nýlega verið enduruppgötvaðar í musterinu. Hvernig hafa ritningarnar hjálpað okkur að færast nær himneskum föður og Jesú Kristi?

  • Hinar miklu breytingar sem orð Guðs hafði fyrir Jósía og margt fólk í konungsríki hans gæti hvatt meðlimi bekkjar ykkar til að leita eftir álíka breytingum í eigin lífi. Eftir að hafa rætt þessar breytingar (sjá 2. Konungabók 23:1–6, 21, 24), gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum þar sem ritningarvers eða frásagnir höfðu áhrif á líf þeirra. Þeir gætu kannski rætt hvers vegna þeir voru opnir fyrir boðskap þess ritningarvers á þeim tímapunkti í lífi sínu. Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti auðgað umræðurnar.

    Ljósmynd
    fjölskylda lærir ritningarnar

    Ritningarnar geta snúið hjarta okkar til Drottins.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Uppgötvið ritningarnar á ný.

Spencer W. Kimball forseti sagði:

„Ég er viss um að hvert okkar, á einhverjum tímapunkti í lífi okkar, verði sjálft að uppgötva ritningarnar – og ekki aðeins einu sinni, heldur að enduruppgötva þær aftur og aftur. …

Ég hef sterka tilfinningu um að við öll verðum að snúa okkur að ritningunum, líkt og Jósía konungur, og láta þær verka á okkur með mætti sínum og knýja okkur til óbifanlegrar staðfestu til að þjóna Drottni. …

„Ég finn, þegar ég verð kærulaus í samskiptum mínum við Guðdóminn, að svo virðist sem ekkert guðlegt eyra hlusti og engin guðleg rödd mæli, og ég hef fjarlægst mjög. Ef ég sekk mér niður í ritningarnar, minnkar fjarlægðin og andríkið eykst. Ég hef komist að því að ég elska þá heitar, sem mér ber að elska af öllu hjarta, huga og mætti, og þegar ég elska þá heitar, reynist mér auðveldar að hlíta leiðsögn þeirra“ (Teachings of Presidents of the Church [Kenningar forseta kirkjunnar]: Spencer W. Kimball [2006], 62–63, 67).

Bæta kennslu okkar

Notið hjálpartæki ritningarnáms. Ein leið til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja ritningarnar er að benda þeim á úrræði eins og Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp). Þeir geta líka fundið gagnlegar upplýsingar í kaflanum: „Ábendingar til að hafa hugfastar“ í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.