Gamla testamentið 2022
20.–26. Júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11: „Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa“


„20.–26. júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11: ‚Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„20.–26. júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Davíð konungur í hásæti

Davíð konungur krýndur, eftir Jerry Miles Harston

20.–26. júní

2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11

„Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa“

Þegar þið nemið ritningarnar, leitist þá eftir því í bæn að vita hvaða reglur eru þýðingarmestar meðlimum bekkjar ykkar, svo þið getið einblínt á þarfir þeirra.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að komast að því hvað meðlimum bekkjarins fannst þýðingarmikið í ritningarnámi þeirra, gætuð þið beðið þá að skrifa tilvísunina að versinu sem veitti þeim innblástur á pappírsræmur og setja þær svo í ílát. Meðlimir bekkjarins gætu svo dregið pappírsræmur úr ílátinu og síðan lesið og rætt versin.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Samúelsbók 6:1–8

Við verðum að vinna verk Guðs á hans hátt.

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa 2. Samúelsbók 6:1–8 og íhuga hvaða viðvaranir þessi frásögn hafi að geyma fyrir okkar tíma. Orð Brighams Young í „Fleiri heimildir“ gætu verið gagnleg. Á hvaða vegu gætum við reynt að vinna verk Guðs á annan hátt en þann sem hann hefur leiðbeint okkur að gera? Hvers vegna er þetta hættulegt? Meðlimir bekkjarins gætu kannski miðlað upplifunum þar sem þeir lærðu að treysta þeirri leiðsögn sem Drottinn veitir til að vinna verk sitt.

2. Samúelsbók 11

Við ættum ætíð að vera á verði gegn synd.

  • Það að læra af sorglegum ákvörðunum Davíðs, skráðum í 2. Samúelsbók 11, getur hjálpað okkur að forðast álíka mistök. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill lesið 2. Samúelsbók 11:1–17 saman og borið kennsl á þær ákvarðanir sem leiddu Davíð að synd. Hvað hefði Davíð getað gert öðruvísi? Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að skrifa niður setningu sem gæti hvatt einhvern til að forðast synd, út frá því sem þeir hafa lært í 2. Samúelsbók 11. Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla hugmyndum sínum.

  • Þið gætuð notað 2. Samúelsbók 11 til að ræða hættur kláms og annarra kynferðissynda. Til að gera það, gæti bekkurinn farið yfir hluta af ræðu öldungs L. Whitney Clayton, „Blessaðir séu allir hinir hjartahreinu“ (aðalráðstefna, október 2007). Hvaða ráðleggingar gefur öldungur Clayton varðandi hættu kláms? Þið gætuð einnig horft á myndbandið „To Look Upon [Horfa á]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvernig getur frelsarinn hjálpað okkur að komast yfir þessar freistingar eða breytni?

    Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill miðlað hugmyndum sem voru gagnlegar í viðleitni þeirra við að vernda fjölskyldu sína gegn klámi eða sigrast á áhrifum kláms. Boðskapur systur Lindu S. Reeves, „Vernd frá klámi – Kristur sem þungamiðja heimilisins,“ getur verið gagnlegur (aðalráðstefna, apríl 2014; sjá einnig „Fleiri heimildir“).

Ljósmynd
Barranquilla-musterið, Kólumbíu

Musterið er hús Drottins.

1. Konungabók 8:22–61

Musterin færa blessanir.

  • 1. Konungabók 8 lýsir blessununum sem Salómon sóttist eftir fyrir fólk sitt, þegar musterið var fullklárað. Þið gætuð skipt versum 22–61 milli meðlima bekkjarins og beðið þá að miðla því sem veitir þeim innblástur í musteristilbeiðslu sinni. Meðlimir bekkjarins gætu kannski miðlað á hvaða hátt tilbeiðsla í húsi Drottins hefur blessað líf þeirra.

1. Konungabók 8:61; 11:1–11

„Hjarta hans var ekki einlægt gagnvart Drottni.“

  • Hver er merking þess að „hjörtu yðar séu heil og óskipt gagnvart Drottni“? (1. Konungabók 8:61). Er þetta öðruvísi en að gjörðir okkar séu fullkomnar? Hvernig þá? Þegar meðlimir bekkjarins íhuga þessar spurningar, þá gætu þeir lesið 1. Konungabók 11:1–11 og tekið eftir því sem Drottinn segir um hjarta Salómons. Hvernig getum við forðast þau mistök sem hann gerði?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Stilla örkina.

Brigham Young forseti kenndi: „Látið ríki Guðs afskiptalaust, Drottinn stillir örkina; og ef stjakað er við henni og hana virðist þurfa að stilla, ef hún virðist stundum halla og öllum finnst hún vera að kollvarpast, gætið þá að því hvernig þið réttið fram hönd ykkar til að stilla hana; verum ekki of framhleypin og afskiptasöm gagnvart því sem ekki kemur okkur við; látið það afskiptalaust, þetta er verk Drottins“ (Discourses of Brigham Young, valið af John A. Widtsoe [1954], 66).

Vernda fjölskyldur gegn klámi.

Systir Linda S. Reeves kenndi: „Hvernig verndum við börn okkar og unglinga? Síur eru góðar, en besta sía heimsins er sú eina sem að lokum mun virka, hin persónulega innri sía sem stafar af djúpum og varanlegum vitnisburði um elsku himnesks föður og friðþægingarfórn frelsara okkar fyrir sérhvert okkar“ („Vernd frá klámi – Kristur sem þungamiðja heimilisins,“ aðalráðstefna, apríl 2014).

Bæta kennslu okkar

Gangið úr skugga um að þið kennið réttar kenningar. „Spyrjið ykkur sjálf endurtekið: ‚Hvernig mun það sem ég kenni hjálpa meðlimum bekkjarins að efla trú á Krist, iðrast, gera og halda sáttmála við Guð og meðtaka heilagan anda?‘“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 20).