Gamla testamentið 2022
30. maí – 5. júní. Dómarabókin 2–4; 6–8; 13–16: „Drottinn vakti upp hjálparmann“


„30. maí – 5. júní. Dómarabókin 2–4; 6–8; 13–16: „Drottinn vakti upp hjálparmann,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„30. maí – 5. júní. Dómarabókin 2–4; 6–8; 13–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Debóra með hersveit

Myndskreyting af Debóru að leiða heri Ísraels, © Providence Collection/með leyfi goodsalt.com

30. maí – 5. júní

Dómarabókin 2–4; 6–8; 13–16

„Drottinn vakti upp hjálparmann“

Munið það að heilagur andi er mikilvægasti kennarinn. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að vera kennt af heilögum anda, þegar þið ræðið sannleika úr Dómarabókinni?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Skrifið nöfn nokkurra dómara á töfluna (t.d. Debóra, Barak, Gídeon og Samson), sem finnast í Dómarabókinni 2–4; 6–8; 13–16. Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að fara yfir þessa kapítula og skrifa sannleika sem þeir lærðu af upplifun þess einstaklings sem þeir lásu um undir viðeigandi nafn á töflunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Dómarabókin 2:11–19; 3:5–12; 4:1–16

Drottinn býður björgun þegar við villumst frá.

  • Það getur hjálpað meðlimum bekkjarins að bera kennsl á björgunarkraft Guðs í lífi þeirra að skoða hringrás uppreisnar, hryggðar, iðrunar og björgunar hjá Ísraelsmönnum. Meðlimir bekkjarins gætu unnið í litlum hópum við að finna hringrásina í Dómarabókinni 2:11–19; 3:5–12. Hvernig björguðust Ísraelsmenn úr hringrás syndar og þjáningar? Hvað lærið þið í Dómarabókinni um hvernig við getum komist undan synd og þjáningu? Á hvaða hátt bjargar Guð okkur? Þið gætuð líka boðið meðlimum bekkjarins að finna og miðla ritningarversum sem bera vitni um að Drottinn sé bjargvættur okkar og lausnari (t.d. 2. Samúelsbók 22:1–3; Sálmarnir 40:16–17; 1. Nefí 1:19–20; Mósía 23:21–23; Kenning og sáttmálar 138:23).

  • Dómarabókin 2:19 segir frá því að Ísraelsmenn hafi snúið sér endurtekið frá Guði og að skurðgoðadýrkun. Meðlimir bekkjarins gætu kannski dregið fram aðalatriði þessa vers sem viðvörun fyrir sjálfa sig. Hvernig „föllum“ við stundum „fram“ fyrir „öðrum guðum“? Hvernig hjálpar Drottinn okkur að breyta frá „þrjósku“ okkar?

  • Til að hefja umræður, gætuð þið beðið meðlim bekkjarins að segja frá sögunni um hvernig Debóra og Barak björguðu Ísrael frá Kanaanítum í stuttu máli fyrir bekkinn (það væri gott að hafa samband við þennan meðlim bekkjarins nokkrum dögum fyrr, svo hann eða hún geti verið undirbúin/n). Meðlimir bekkjarins gætu rætt um þá eiginleika Debóru sem þeim finnst mikið til koma. Hvernig hvatti Debóra Ísraelsmenn til að fylgja Drottni? Þið getið kannski lesið Dómarabókina 4:14 saman og rætt merkingu trúrrar yfirlýsingar Debóru: „Vissulega fer Drottinn fyrir þér.“ Hvernig fer Drottinn fyrir okkur? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 84:87–88).

Dómarabókin 6–8

Drottinn getur gert kraftaverk ef við reiðum okkur á hætti hans.

  • Það getur hvatt meðlimi bekkjarins áfram í sinni þjónustu að læra um köllun Gídeons til að þjóna. Þið gætuð beðið þá að lesa og ræða Dómarabókina 6:11–16. Hvað getum við lært af þessari upplifun? Til að auka við skilning á Dómarabókinni 7, gætuð þið boðið einum meðlim bekkjarins, eða fleirum, að látast vera hermaður Gídeons og segja söguna frá sjónarhorni hermannsins. Aðrir meðlimir bekkjarins gætu spurt spurninga um upplifun hermannsins. Hvaða samlíkingar sjáum við í þessari frásögn og því sem gerist í lífi okkar? Hvað lærum við um Drottin í þessari sögu?

Dómarabókin 13–16

Trúfesti við sáttmála okkar við Guð veitir okkur styrk.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að uppgötva bæði hinn hvetjandi sannleika og hinar mikilvægu viðvaranir í frásögninni af Samson? Ein leið væri sú að biðja helming bekkjarins að fara yfir Dómarabókina 14–16 og leita að versum sem sýna að Drottinn hafi verið hjá Samson. Hinn helmingurinn gæti leitað að versum sem sýna að Samson hafi ekki verið fullkomlega skuldbundinn Drottni. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir fundu. Hvað kennir líf Samsons okkur um að halda sáttmálana sem við gerum við Guð? Orð systur Ann M. Dibb í „Fleiri heimildir“ gætu verið gagnleg.

    Ljósmynd
    Samson ýtir stólpum

    Samson ýtir niður stólpum, eftir James Tissot og fleiri

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Lexía úr lífi Samsons.

Systir Ann M. Dibb kenndi: „Samson bjó yfir miklum möguleikum þegar hann fæddist. Móður hans var lofað: ‚Hann mun byrja að frelsa Ísrael af hendi Filista.‘ [Dómarabókin 13:5]. En eftir því sem Samson óx úr grasi sneri hann sér meira að freistingum heimsins en leiðsögn Guðs. Hann tók ákvarðanir vegna þess að þær ‚[geðjuðust] augum [hans]‘ [Dómarabókin 14:3] fremur en að þær væru réttar. Ritningarnar endurtaka orðtakið ‚síðan fór hann ofan‘ [Dómarabókin 14:7] er ferðum, gjörðum og vali Samsons er lýst. Í stað þess að rísa og láta ljós sitt skína til að nýta sína miklu möguleika, lét Samson yfirbugast af heiminum, missti guðlegan kraft sinn og dó harmdauða um aldur fram“ („Rísið og látið ljós ykkar skína,“ aðalráðstefna, apríl 2012).

Bæta kennslu okkar

Takið frá tíma svo nemendur geti miðlað. „Þegar nemendur miðla því sem þeir læra, þá finna þeir ekki aðeins fyrir andanum og styrkja eigin vitnisburð, heldur hvetur það einnig aðra meðlimi bekkjarins til að uppgötva sjálfir sannleika. … Takið frá tíma svo nemendur miðli í hverjum tíma.“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 30.)