Gamla testamentið 2022
13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18: „Þetta er stríð Drottins“


„13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18: ‚Þetta er stríð Drottins‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Davíð hinn ungi með slönguna

Davíð og Golíat, eftir Steve Nethercott

13.–19. júní

1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18

„Þetta er stríð Drottins“

Þegar þið undirbúið kennslu, munið þá að meðlimir bekkjarins hafa líklegast átt þýðingarmiklar upplifanir við það að nema ritningarnar heima. Hvað getið þið gert til að byggja á þessum upplifunum?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir lærðu í vikunni, gefið þeim þá tíma til að íhuga þau hughrif sem þeim bárust um 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18. Biðjið þá síðan að miðla versi sem hafði áhrif á þá.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Samúelsbók 9:15–17; 10:1–12; 16:1–13

Guð kallar fólk til þjónustu í ríki sínu með spádómi.

  • Frásagnirnar af því þegar Guð útvaldi Sál og Davíð með spádómum og opinberunum gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja hvernig fólk er útvalið til að þjóna í kirkjunni á okkar tíma. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að lesa 1. Samúelsbók 9:15–17; 10:1–12; og 16:1–13 og leita að versum sem gætu hjálpað þeim að skilja hvað það merkir að vera „[kölluð] af Guði“ (Trúaratriðin 1:5). Breytir það einhverju fyrir fólk sem er kallað og þá sem styðja það að vita að Guð velur fólk til þjónustu í kirkju sinni?

    Ljósmynd
    Samúel smyr Sál

    Myndskreyting af Samúel að smyrja Sál, © Lifeway Collection/með leyfi goodsalt.com

1. Samúelsbók 13:5–14; 15

„Hlýðni er betri en fórn.“

  • Þið gætuð boðið bekknum að fara yfir 1. Samúelsbók 13:5–14 til að ræða hvers vegna það sé mikilvægt að hlýðnast Drottni og leita að hugarfari og hegðun Sáls, sem leiddi til falls hans. Hvað lærum við af mistökum Sáls?

  • Þó svo að við þekkjum ekki allar ástæður þess að Sál var gert að drepa Amalekíta og dýr þeirra, er hægt að læra lexíur af viðbrögðum hans við boðorði þessu. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að bera kennsl á þessar lexíur, gætuð þið skrifað Hlýðni er betri en … á töfluna og boðið meðlimum bekkjarins að íhuga þetta orðtak þegar þið farið yfir atburði í 1. Samúelsbók 15. Hverjir eru góðu hlutirnir sem við gerum í lífi okkar, sem við kjósum stundum fram yfir hlýðni við Guð? Hvers vegna er hlýðni við Guð betri en hinir góðu hlutirnir?

1. Samúelsbók 16:6–7

„Drottinn horfir á hjartað.“

  • Eftir lestur 1. Samúelsbókar 16:6–7 gætu meðlimir bekkjarins miðlað hugsunum sínum um hvað það þýði að „[horfa] á hjartað“ (vers 7). Hvernig getum við lært að sjá á sama hátt og Drottinn sér? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað upplifunum sem kenndu þeim mikilvægi þess að líta á hjartað, fremur en á ytri ásýnd.

1. Samúelsbók 17

Drottinn getur hjálpað okkur að sigrast á hverri áskorun.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur, gætu meðlimir bekkjarins hafa hugleitt orð ýmissa einstaklinga í 1. Samúelsbók 17. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu af þessu verkefni. Hvað lærðu þeir einkum um Davíð?

  • Einhverjir meðlima bekkjar ykkar standa líklegast andspænis áskorunum sem gætu virst eins óárennilegar og Golíat virtist Sál og her hans. Hvernig getið þið notað frásögnina um Davíð og Golíat til að hjálpa meðlimum bekkjarins að takast á við áskoranir þeirra með trú á Drottin? Þið gætuð kannski sýnt mynd af Davíð og Golíat (t.d. þá sem er í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Meðlimir bekkjarins gætu því næst skráð nokkra hluti á töfluna, sem gætu verið „Golíatar“ okkar tíma. Þeir gætu svo fundið vers í 1. Samúelsbók 17 sem sýna trú Davíðs er gerði honum kleift að fella Golíat (sjá einnig tilvitnunina í „Fleiri heimildir“). Meðlimir bekkjarins gætu kannski miðlað upplifunum þar sem þeir fundu hjálp Drottins í baráttu þeirra.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Sigrast á Golíötum okkar.

Gordon B. Hinckley forseti kenndi:

„Það eru Golíatar allt umhverfis ykkur, þrekvaxnir risar með illt í hyggju og vilja tortíma ykkur. Þetta eru ekki allt menn sem eru vel á þriðja metra, en þetta eru menn og stofnanir sem ráða yfir lokkandi en þó illum hlutum, sem gætu ögrað, dregið úr ykkur mátt og tortímt ykkur. …

… Þið þurfið þó ekki að hræðast ef þið hafið slöngvu sannleikans í höndunum. … Þið hafið steina dyggðar, sæmdar og heilinda, til afnota gegn þeim andstæðingum sem vilja sigrast á ykkur. Hvað ykkur varðar, þá getið þið hæft þá ‚milli augnanna,‘ svo notuð sé óeiginleg merking. Þið getið unnið sigur gegn þeim með því að sýna þann sjálfsaga að forðast þá. Þið getið sagt það sama við þá alla og Davíð sagði við Golíat: ‚Þú kemur á móti mér með sverð og lensu og spjót, en ég kem á móti þér í nafni Drottins allsherjar, Guðs herfylkinga Ísraels, sem þú hefir smánað.‘ [1. Samúelsbók 17:45]” („Overpowering the Goliaths in Our Lives [Sigrast á Golíötum í lífi okkar],“ Ensign, maí 1983, 46, 51).

Bæta kennslu okkar

Köllun þín er innblásin. Sem kennarar, hafið þið verið kölluð af Guði til að blessa börn hans. Þegar þið lifið verðug hjálpar hans, mun hann veita ykkur þá opinberun sem þið leitist eftir. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 5.)