Gamla testamentið 2022
6.–12. júní. Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3: „Hjarta mitt fagnar í Drottni“


„6.–12. júní. Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3: ‚Hjarta mitt fagnar í Drottni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„6.–12. júní. Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Rut og Naomí

Hvert sem þú ferð, eftir Sandy Freckleton Gagon

6.–12. júní

Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3

„Hjarta mitt fagnar í Drottni“

Það er mikilvægt að vera undirbúin fyrir kennslu, en gangið úr skugga um að áætlanir ykkar hafi að geyma tækifæri fyrir meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir hafa lært.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir hafa lært í vikunni, gætuð þið boðið þeim að skrifa orð eða orðtak úr Rutarbók 1–4 eða 1. Samúelsbók 1–3 á töfluna, sem innblés þá í sjálfsnámi eða fjölskyldunámi í ritningunum. Lesið nokkur upphátt og spyrjið meðlimi bekkjarins á hvaða hátt þessi orð og orðtök hafi verið þeim innblástur.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–2

Kristur megnar að breyta hörmungum í sigur.

  • Þótt meðlimir bekkjar ykkar eigi við einstaklingsbundnar raunir að etja, sem frábrugðnar eru raunum Rutar og Hönnu, geta þeir lært af því hvernig þessar trúföstu konur brugðust við missi og trega. Til að hjálpa þeim að læra þetta, gætuð þið skipt bekknum í litla hópa og boðið hverjum hópi að lesa kapítula úr Rutarbók 1–4 eða 1. Samúelsbók 1. Þið gætuð skrifað spurningar eins og þessar á töfluna: Hvaða raunir tókust Rut og Hanna á við? Hvernig sýndu þær traust sitt á Drottni, á meðan raunum þeirra stóð? Hóparnir gætu leitað að svörum við einni af spurningunum eða fleirum og miðlað því sem þeir finna. Hvað lærum við af þessum frásögnum um hvernig Drottinn getur hjálpað okkur í raunum?

    Ljósmynd
    Hanna og Samúel

    Fyrir þessu barni bað ég, eftir Elspeth Young

  • Ekki eignast allir barn sem um það biðja og ekki giftast allir aftur sem missa maka sinn. Persónulegar áskoranir okkar, sama hverjar þær eru, bjóða upp á tækifæri til að snúa sér til frelsarans og efla trú okkar á hann. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Rutarbók 2:11–12 og 1. Samúelsbók 1:9–11 og rætt hvernig raunir Rutar og Hönnu höfðu áhrif á samband þeirra við Drottin. Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað því hvernig trú þeirra efldist þegar þeir sneru sér að Jesú Kristi á tímum rauna.

    Til að styðja við þessar umræður, gætuð þið boðið einum eða fleiri meðlimum bekkjarins að vera undir það búna að deila sínum skilningi á einu af eftirfarandi: „Og skjól mér veitir, Herra, dvel hjá mér!“ (aðalráðstefna, okt. 2019); hlutanum sem heitir „Gleði þess að sigra fyrir tilverknað Krists“ í ræðu öldungs D. Todd Christofferson: „Gleði heilagra“ (aðalráðstefna, okt. 2019); eða orð Elaine S. Dalton í „Fleiri heimildir.“ Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir hafa lært um hvernig raunir okkar geti boðið upp á tækifæri til að efla trú á Jesú Krist.

1. Samúelsbók 2:18–363

Við ættum að hlusta eftir og hlýða rödd Drottins.

  • Í bekknum ykkar gæti verið fólk sem hefur heyrt rödd Drottins en, eins og Samúel, ber ekki kennsl á hana sem hans. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að fara yfir 1. Samúelsbók 3 og leitað að því sem Samúel gerði, sem gæti hjálpað okkur í viðleitni okkar við að hlusta eftir og hlýða rödd Drottins. Þið getið líka beðið tvo meðlimi bekkjarins að leika eftir samskipti Samúels og Elí.

  • Stundum stöndum við í sporum Elí – við höfum tækifæri til að hjálpa einhverjum að bera kennsl á rödd Drottins. Meðlimir bekkjarins gætu kannski miðlað því hvernig þeir hafi gert þetta fyrir vini, fjölskyldumeðlimi eða aðra. Hvaða ritningum eða upplifunum höfum við miðlað til að hjálpa öðrum að skilja á hvaða hátt Drottinn hefur samskipti við okkur? (sjá, t.d. Kenning og sáttmálar 6:22–23; 8:2–3; 9:7–9).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við erum aldrei ein.

Elaine S. Dalton forseti kenndi:

„Ferðalag lífsins tekur okkur stundum á óvæntar slóðir. Það eru hlykkjur og beygjur á veginum sem enginn getur séð fyrir, en með hverri hlykkju og beygju bjóðast líka tækifæri – tækifæri til að kjósa á hvaða hátt við bregðumst við og hvaða áætlun við notumst við. Erfiðleikar í lífinu geta verið tækifæri okkur til hjálpar, við að færast nær frelsaranum og treysta enn frekar á hann. Í ferlinu að vera honum nærri dag hvern, þróum við með okkur kristilega eiginleika og kosti. …

Við öll eigum eftir að upplifa mótlæti, eins og Rut og Hanna. Við skiljum ekki alltaf áform Drottins fyrir líf okkar, en það er minn vitnisburður að við erum aldrei ein. Hann er alltaf með okkur og lofar okkur: ‚Með náttúrlegum augum yðar getið þér eigi að svo stöddu séð áform Guðs um það, sem síðar skal koma, eða þá dýrð, sem fylgja mun eftir mikið mótlæti‘ [Kenning og sáttmálar 58:3]“ („Lessons from Ruth and Hannah [Lexíur frá Rut og Hönnu],“ Ensign, apr. 2006, 35, 37).

Sjá einnig Jóhannes 14:18; Alma 38:5.

Bæta kennslu okkar

Það er í lagi að segja „ég veit það ekki.“ Þótt þið ættuð að gera ykkar besta við að svara spurningum frá bekknum, þá býst Drottinn ekki við því að þið vitið allt. Þegar þið vitið ekki hvernig skal svara spurningu, viðurkennið það þá og gefið einlægan vitnisburð um það sem þið vitið. (Sjá 1. Nefí 11:16–17; Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 24.)