Gamla testamentið 2022
23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24: „Vera djarfur og hughraustur“


„23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24: ‚Vera djarfur og hughraustur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Móse vígir Jósúa

Myndskreyting af Móse að vígja Jósúa, eftir Darrell Thomas

23.–29. maí

Jósúabók 1–8; 23–24

„Vera djarfur og hughraustur“

Þegar þið lesið Jósúabók 1–8 og 23–24, veltið þá fyrir ykkur leiðsögninni um að „hugleiða [efnið] … dag og nótt“ (Jósúabók 1:8). Gætið vandlega að hughrifum sem berast ykkur. Þau gætu gefið ykkur hugmyndir fyrir kennsluna.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla ritningarversi sem þeir lásu í vikunni, sem efldi trú þeirra á Jesú Krist. Þeir gætu t.d. hafa íhugað á hvaða vegu þjónusta Jósúa minni þá á þjónustu Jesú Krists. Af hverju erum við þakklát fyrir frásagnirnar í Jósúabók?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jósúabók 1:1–9

„Vera djarfur og hughraustur.“

  • Jósúa var nokkrum sinnum sagt að „[vera] djarfur og hughraustur“ (sjá 5. Mósebók 31:7, 23; Jósúabók 1:6–7, 9). Meðlimum bekkjarins myndi kannski gagnast að ræða hvað Drottinn á við með þessu orðtaki. Þeir gætu leitað að ráðum í Jósúabók 1:1–9 sem Drottinn veitti Jósúa, til að hjálpa honum að vera djarfur og hughraustur. Þeir gætu líka miðlað dæmum um fólk sem þeir þekkja og hefur þessa eiginleika. Hvernig sýndi Jósúa dirfsku og hughreysti í frásögnum Jósúabókar? (sjá t.d.: kapítula 3, 6 og 8). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig þeir reyna að vera djarfir og hughraustir fyrir Krist.

Jósúabók 1:8

Orð Guðs getur leitt okkur til farsældar.

  • Þið gætuð lesið Jósúabók 1:8 saman sem bekkur, til að hvetja meðlimi bekkjarins áfram í persónulegu ritningarnámi, sem og ritningarnámi fjölskyldunnar. Hvað lærum við af þessu versi um hvernig beri að læra ritningarnar? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað því hvað þeir geri til að „hugleiða“ ritningarnar „dag og nótt.“ Hvernig hefur Drottinn hjálpað okkur „að ná settu marki“ og séð til þess að okkur „farnist vel,“ þegar við lærðum orð hans?

    Ljósmynd
    kona les ritningar

    Orð Guðs getur hjálpað okkur „að ná settu marki“ (Jósúabók 1:8).

Jósúabók 3–4

Við getum upplifað „kraftaverk“ Guðs.

  • Meðlimum bekkjarins myndi kannski gagnast að rifja upp frásögnina af því þegar Ísraelsmenn fóru yfir ána Jórdan. Þið gætuð parað saman meðlimi bekkjarins og boðið hverju pari að skiptast á að segja eina setningu frásagnarinnar í senn (hvetjið þá til að líta í Jósúabók 3 ef þau þurfa hjálp við að muna frásögnina). Bekkurinn gæti þessu næst rætt þau atriði sem þeim fannst skera sig úr. Hvað lærum við af þessari sögu, sem getur hjálpað okkur að upplifa „kraftaverk“ Drottins í lífi okkar? (vers 5). Hvaða „kraftaverk“ hefur hann gert fyrir okkur? Af hverju er mikilvægt að hver kynslóð eigi andlega upplifun sem kennir þeim að „[Drottinn] … er [sterkur]“? (Jósúabók 4:24).

  • Jafnvel þótt við höfum öll þörf fyrir eigin trúareflandi upplifanir, þá er líka mikilvægt að minnast þess sem Drottinn hefur gert fyrir áa okkar. Hvað gerðu Ísraelsmenn, samkvæmt Jósúabók 4, til að hjálpa komandi kynslóðum að minnast ferðarinnar yfir ána Jórdan? (sjá Jósúabók 4:1–7). Hvað getum við gert til að sjá til þess að upplifanir okkar gleymist ekki komandi kynslóðum?

Jósúabók 6–8

Hlýðni gerir mátt Guðs að veruleika í lífi mínu.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að gerður sé samanburður á orrustum Ísraelsmanna við Kanaaníta í Jósúabók 6–8 og baráttu okkar sjálfra við freistingar. Þið gætuð spurt meðlimi bekkjarins hvaða hugsanir eða innblástur barst þeim, þegar þeir lásu þessa kapítula, með þennan samanburð í huga. Þið gætuð líka beint þeim að ákveðnum versum sem virðast eiga við um baráttu okkar við að forðast synd og þeir gætu rætt hvað þau vers kenna um að öðlast aðgang að krafti Guðs í lífi okkar. Þessi vers gætu m.a. verið: Jósúabók 6:1–5, 18, 20; 7:11–13.

Jósúabók 23–24

„Kjósið þá í dag hverjum þið viljið þjóna.“

  • Það gæti kannski hjálpað meðlimum bekkjarins að tileinka sér Jósúabók 23–24, ef þeir ímynduðu sér að þeir væru Ísraelsmenn sem heyrðu Jósúa gefa þessi ráð við lok lífs síns. Þið gætuð látið þá fá nokkur vers til að lesa í hljóði og síðan beðið þá að miðla einhverju úr versunum sem myndi hvetja þá til að vera trúir Drottni. Þeir gætu líka miðlað því hvernig þeir hafi persónulega tekið ákvörðun um „hverjum [þeir vilja] þjóna“ (Jósúabók 24:15). Hvers vegna tóku þeir þessa ákvörðun?

  • Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að velja orðtak úr Jósúabók 23–24 sem hvetur þá til að þjóna Guði og búa síðan til veggspjald eða meme með orðtakinu, til að sýna á heimili sínu eða birta á samfélagsmiðlum.

Bæta kennslu okkar

Andlegur vöxtur á sér stað heima. Meðlimir bekkjarins þurfa að eiga eigin andlegar upplifanir utan bekkjarins, til að haldast sterkir andlega. Finnið leiðir til að nýta þann stutta tíma sem þið hafið með þeim, til að hvetja þá til að leita andlegrar næringar í ritningunum heima hjá sér – bæði út af fyrir sig og með fjölskyldu sinni. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 18.)