Gamla testamentið 2022
2.–8. maí. 2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1; 16; 19: „[Heilagleiki til Drottins]“


„2.–8. maí. 2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1;16; 19: ‚[Heilagleiki til Drottins]‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„2.–8. maí. 2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1;16; 19“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
São Paulo-musterið, Brasilíu

2.–8. maí

2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1; 16; 19

„[Heilagleiki til Drottins]“

Þegar þið upplifið eitthvað þýðingarmikið í ritningarnámi, þá munuð þið geta kennt og borið vitni þegar þið hittið meðlimi bekkjarins á sunnudögum. Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að gera slíkt hið sama?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Kapítularnir tengdir lestri vikunnar nota tákn til að kenna um Jesú Krist og friðþægingarfórn hans. Þið gætuð byrjað lexíuna á því að bjóða meðlimum bekkjarins að skrifa eða teikna eitthvað sem þeir fundu í 2. Mósebók 35–40 eða 3. Mósebók 1; 16; 19 á töfluna, sem kenndi þeim um frelsarann. Bjóðið þeim að ræða það sem þeir lærðu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 35–40

Drottinn vill að við verðum heilög eins og hann er.

  • Þegar meðlimir bekkjarins lærðu í 2. Mósebók 35–40 í vikunni, þá gætu þeir hafa velt fyrir sér hvernig hinir ýmsu þættir tjaldbúðarinnar til forna hafi snúið huga þeirra að Jesú Kristi. Hvetjið þá til að miðla eigin hugsunum, hafi þeir gert það. Taflan í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur gæti verið gagnleg fyrir þessa umræðu. Þið gætuð líka rætt hvernig þessi tákn, sem tengjast tjaldbúðinni, kenna um það að verða heilagri. Hvernig hjálpar Jesús Kristur okkur að verða heilagri?

  • Mörgum gæti fundist hugmyndin að verða heilagri vera utan seilingar. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja að það sé hluti áætlunar himnesks föður fyrir okkur að verða heilög? Þið gætuð lesið saman orð Henrys B. Eyring í „Fleiri heimildir.“ Hvað þýðir það að verða heilagri? Hvernig hjálpa síðari daga musteri, og þau verk sem þar eru unnin, okkur að verða heilagri? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 84:19–24; 109:6–26; 128:15–18). Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla því á hvaða hátt þetta hefur hjálpað þeim – eða öðrum, sem þeir þekkja – að verða heilagri.

  • Tjaldbúð Ísraelsmanna í óbyggðunum er á margan hátt lík síðari daga musterum. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að skrá þá hluti sem þeir hafa lært um tjaldbúðina í 2. Mósebók 35–40 og minnt þá á upplifun okkar í musterinu. Ef þeir þurfa hjálp, gætuð þið bent þeim á versin í 2. Mósebók 40 sem minnast á fortjald, altari, heilagan skrúða, þvott og smurningu. Hvernig hjálpar musterið okkur að koma til Krists? Hvað getum við gert til að leggja áherslu á hann í tíma okkar í musterinu?

3. Mósebók 1:1–9; 16

Við getum hlotið fyrirgefningu fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists.

  • Þótt hugmyndin um dýrafórnir virðist furðuleg á okkar tíma, þá getum við lært mikið um friðþægingarfórn Jesú Krists af þeirri iðkun. Til að hefja umræður, gætuð þið gætuð sýnt myndir af frelsaranum í Getsemane og á krossinum (sjá Listaverkabók fagnaðarerindisins, nr. 56, 57). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað orðum sem þeim finnst tengjast friðþægingarfórn Jesú Krists. Biðjið meðlimi bekkjarins að fara yfir 3. Mósebók 1:1–9 eða 3. Mósebók 16, sem lýsa dýrafórnum, og finna orð sem þeim finnst einnig tengjast fórn frelsarans. Hvernig geta þessar fornu fórnir hjálpað okkur að skilja betur friðþægingu Jesú Krists? Meðlimir bekkjarins gætu sungið sálm um frelsarann og miðlað tilfinningum sínum um hann.

    Ljósmynd
    fólk til forna að færa fórnir til að byggja tjaldbúðina

    Ísraelsmenn færðu fórnir fyrir tjaldbúðina, „eftir því sem hjarta [þeirra bauð þeim]“ (2. Mósebók 35:5). Myndskreyting eftir Corbert Gauthier, © Lifeway Collection/með leyfi goodsalt.com

  • Það gæti verið gagnlegt fyrir meðlimi bekkjarins að bera saman þær fórnir sem Drottinn krafðist á tímum Gamla testamentisins og þær fórnir sem hann krefst á okkar tíma. Þeir gætu t.d. skráð hvernig við færum fórnir fyrir Drottin og verk hans, eins og að þjóna í köllunum, greiða föstufórnir, vinna að ættarsögu eða þjóna hvert öðru. Þið gætuð svo lesið saman 3. Mósebók 1:1–9 og beðið meðlimi bekkjarins að leita að undirstöðuatriðum í þessum versum, sem gætu átt við um þær fórnir sem Drottinn biður okkur um að færa á okkar tíma (sjá 3. Nefí 9:19–20; Kenning og sáttmálar 64:34). Hvað getum við lært af HDP Móse 5:7 um hvernig við ættum að líta á fórnir okkar fyrir verk Drottins?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Guð getur gert okkur heilög.

Henry B. Eyring forseti kenndi:

„Meiri hamingja fæst með auknum heilagleika. … Ritningarnar kenna okkur að við getum meðal annars helgast eða orðið heilagri með því að iðka trú á Krist, verða hlýðin, iðrast, fórna fyrir hann, taka á móti helgiathöfnum og halda sáttmála okkar við hann. …

Sálmurinn ‚Auk heilaga helgun,‘ [Sálmar, nr. 39] sýnir hvernig við getum beðist fyrir um hjálp til að verða heilagri. Höfundur lætur réttilega í veðri vaka að sá heilagleiki sem við sækjumst eftir sé gjöf frá kærleiksríkum Guði, sem veitist smám saman, að afloknu öllu sem við getum gert“ („Heilagleiki og sæluáætlunin,“ aðalráðstefna, okt. 2019).

Bæta kennslu okkar

Notið helgitónlist. Boðskapur sálma getur stutt við kenningu ritninganna. Að syngja sálminn „Auk heilaga helgun“ eða „Um Jesú ég hugsa“ (Sálmar, nr. 39, 65), gæti t.d. stutt við boðskapinn sem kenndur er í 3. Mósebók 16 og 19.