Gamla testamentið 2022
9.–15. maí. 4. Mósebók 11–14; 20–24: „Gerið ekki uppreisn gegn Drottni. Óttist ekki“


„9.–15. maí. 4. Mósebók 11–14; 20–24: ‚Gerið ekki uppreisn gegn Drottni. Óttist ekki,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„9.–15. maí. 4. Mósebók 11–14; 20–24,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
eyðimerkurdalur

9.–15. maí

4. Mósebók 11–14; 20–24

„Gerið ekki uppreisn gegn Drottni. Óttist ekki“

Ein besta leiðin til að vita hvað skuli leggja áherslu á í kennslustund er að spyrja meðlimi bekkjarins hvað þeim hafi fundist þýðingarmikið þegar þeir lærðu í ritningunum. Þetta mun leiða í ljós hvað þeim er mikilvægt og hvað þeir eru reiðubúnir til að læra.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Stundum þarf aðeins að spyrja einfaldrar spurningar til að hvetja meðlimi bekkjarins að miðla skilningi á námi sínu, eins og t.d.: „Hvað kenndi heilagur andi ykkur er þið lásuð í ritningunum í vikunni?“ Gefið þeim svo tíma til að hugsa málið og svara.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

4. Mósebók 12

Að tala gegn spámanni Guðs, reitir Drottin til reiði.

  • Lestur á 4. Mósebók 12 getur hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja alvarleika þess að tala gegn spámanni Drottins. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að lesa þennan kapítula og ræða hvaða tilfinningar Drottinn ber til þjóna sinna. Hvað finnst ykkur felast í því að tala gegn spámanni Guðs, byggt á versi 1–2? Hverjar eru hætturnar við að gera það? Hvað getum við lært af gjörðum Móse og Ísraelsmanna í versum 13 og 15?

4. Mósebók 12:3

„Móse var hógvær.“

  • Sumir gætu verið hissa á því að lesa að máttugur leiðtogi eins og Móse, sem stóð frammi fyrir faraó og framkvæmdi undursamleg kraftaverk með krafti Drottins, hafi jafnframt verið „hógvær.“ Þið gætuð notað 4. Mósebók 12:3 til að hefja umræður um hvað sönn hógværð er. Þið gætuð vísað til skilgreiningarinnar undir „Hógvær, hógværð“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp). Þið gætuð, saman sem bekkur, leitað að vísbendingum um hógværð Móse í 4. Mósebók 12.

  • Hvaða fleiri dæmum um hógværð Móse getum við lært af? (sjá t.d. 2. Mósebók 18:13–25; 4. Mósebók 11:26–29; Hebreabréfið 11:24–27; HDP Móse 1:10–11). Þið gætuð líka lesið og rætt hvernig frelsarinn sýndi hógværð (sjá Matteus 11:29; 27:11–14; Lúkas 22:41–42; Jóhannes 13:4–5). Hvað kenna fordæmi Móse og frelsarans – eða fólks sem við þekkjum – um hógværð? Hvers vegna vill Guð að við séum hógvær?

4. Mósebók 13–14

Við getum átt von um framtíðina með trú á Drottin.

  • Þegar þið ræðið frásögnina um Ísraelsmennina tólf, sem könnuðu fyrirheitna landið og gáfu skýrslu, íhugið þá að spyrja meðlimi bekkjarins hvernig þeim finnist frásögnin geti átt við um þær kringumstæður sem þeir takast á við. Þið gætuð hjálpað með því að biðja meðlimi bekkjarins að skrá það sem hægt væri að bera saman við líf okkar í 4. Mósebók 13:23–33. Fyrirheitna landið gæti t.d. táknað eitthvað sem Drottinn vill að við innum af hendi, vínberjaklasinn gæti staðið fyrir blessanir, risarnir gætu verið áskoranir sem við tökumst á við, o.s.frv. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir telja að Drottinn vilji að þeir læri af þessari frásögn.

    Ljósmynd
    menn sýna Móse ávexti

    Tíu könnuða Ísraelsmanna voru hræddir; Jósúa og Kaleb höfðu trú. © Lifeway Collection/með leyfi goodsalt.com

4. Mósebók 21:4–9

Ef við lítum til Jesú Krists í trú, getur hann læknað okkur andlega.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða 4. Mósebók 21:4–9 og efla trú þeirra á frelsarann, gætuð þið skrifað spurningar eins og þessar á töfluna: Fyrir hvað stendur eirormurinn? Fyrir hvað standa snákabitin? Hvers vegna neituðu sumir að líta til eirormsins? Hvernig getum við „litið til“ hans á okkar tíma? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað svörum sem þeir fundu við lestur 4. Mósebókar 21:4–9; 1. Nefís 17:40–41; Alma 33:18–22; og Helamans 8:13–15. Hverjir eru einhverjir hinna einföldu hluta sem frelsarinn býður okkur að gera, til að taka á móti lækningu hans? Hvers vegna er stundum erfitt að gera svo einfalda hluti? (sjá „Fleiri heimildir“ til að lesa frekari hugleiðingar um þetta). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá því hvernig kraftur frelsarans hefur aukist í lífi þeirra af því að gera þessa hluti.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Hið smáa og einfalda.“

Öldungur L. Whitney Clayton sagði frá biskupi sem veitti meðlimum deildar sinnar, sem stóðu frammi fyrir ýmsum vandamálum, leiðsögn:

„Hann ráðlagði meðlimum deildarinnar oft að fara aftur í grunnatriði trúarinnar, eins og að læra í Mormónsbók[,] … borga tíund og að þjóna trúfastlega í kirkjunni. Viðbrögð þeirra voru þó oft að efa hann: ‚ … Hvað hefur þetta að gera með þau málefni sem ég er að takast á við?‘

… Þeir sem eru að gera ‚litlu einföldu hlutina‘ af ásettu ráði [Alma 37:6] – að hlýða því sem virðast vera litlu hlutirnir – eru blessaðir með trú og styrk sem nær mikið lengra en hin eiginlegu verk hlýðninnar og í raun virðast algerlega óskyldir þeim („Gjörið það, sem hann kann að segja yður,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Bæta kennslu okkar

Einblínið á það sem er mikilvægast. Það er ekki mögulegt að fara yfir hverja frásögn og allar reglur. Fylgið andanum og íhugið þarfir meðlima bekkjarins, þegar þið ákveðið hvernig skuli verja kennslustundinni. Hafið í huga að heimilið er besti staðurinn til trúarnáms, ekki kennslustofan.