Gamla testamentið 2022
16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34: „Gæt þess … að þú gleymir ekki Drottni“


„16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34: ‚Gæt þess … að þú gleymir ekki Drottni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Móse á fjalli

Myndskreyting af Móse á fjallinu Nebó, © Providence Collection/með leyfi goodsalt.com

16.–22. maí

5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34

„Gæt þess … að þú gleymir ekki Drottni“

Móse var blásið í brjóst að kenna Ísraelsmönnum í samræmi við þarfir þeirra (sjá 5. Mósebók 6:1). Þegar þið nemið 5. Mósebók, leitist þá eftir innblæstri um hvaða reglur skuli kenna, miðað við þarfir meðlima bekkjarins.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þar sem 5. Mósebók hefur að geyma lokaorð Móse til Ísraelsmanna, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að miðla einhverju úr 5. Mósebók, sem þeir myndu vilja hafa með í lokaorðum þeirra til barna sinna og barnabarna. Biðjið þá að útskýra hvers vegna þeir völdu þessi orð, er þeir miðla þeim.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

5. Mósebók 6:4–7, 20–25; 8:2–5, 11–17; 29:17–19; 30:6–10, 15–20

Drottinn vill að við elskum hann af öllu hjarta.

  • Hvarvetna í 5. Mósebók eru ritningarvers sem geta knúið okkur til hugsunar um andlegt ástand hjarta okkar. Þið gætuð teiknað hjarta á töfluna, til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla hugsunum sínum um þessi ritningarvers. Skiptið þessu næst eftirfarandi ritningarversum milli meðlima bekkjarins: 5. Mósebók 6:4–7, 20–25; 8:2–5, 11–17; 29:17–19; 30:6–10, 15–20. Bjóðið meðlimum bekkjarins að skrifa tilvísanirnar í hjartað, ef þær kenna það sem við ættum að hafa í hjarta okkar eða að skrifa tilvísanirnar utan hjartans, ef þær kenna eitthvað sem við ættum að forðast. Hver er merking þess að helga himneskum föður allt hjarta okkar?

  • Hvernig útskýrum við fyrir fjölskyldu okkar eða öðrum af hverju við hlýðum boðorðum Guðs? Eftir að hafa íhugað þessa spurningu, gætu meðlimir bekkjarins lesið 5. Mósebók 6:4–7, 20–25 eða tilvitnunina í „Fleiri heimildir“ og miðlað hugsunum sínum. Hvernig hefur þessi skilningur áhrif á tilfinningar okkar gagnvart boðorðum eða sáttmálum?

5. Mósebók 6:4–9, 20–25

„[Brýnið orð Drottins] fyrir börnum þínum.“

  • Stundum er hjálplegt að hlýða á hugmyndir og kennsluhætti annarra og hvernig þeir nema fagnaðarerindið á heimili sínu. Umræður um hvernig meðlimir bekkjarins fylgja ráðum 5. Mósebókar 6:4–9, 20–25 geta gefið bekknum ykkar tækifæri til að læra af hver af öðrum. Hvað gerum við til að kenna og „hafa [orð Guðs] yfir“ (vers 7), eins og þessi vers lýsa? Hvaða upplifunum getum við miðlað, þar sem Drottinn leiðbeindi okkur í viðleitni okkar?

5. Mósebók 15:1–15

Að hjálpa hinum þurfandi, krefst örlátra handa og viljugs hjarta.

  • Enn er ekki upp runninn sá dagur að „enginn [ykkar] á meðal [eigi] að vera fátækur (5. Mósebók 15:4), því eru reglurnar til hjálpar fátækum í 5. Mósebók 15 enn gagnlegar, jafnvel þótt ákveðnar venjur varðandi skuldir og þjónustu hafi breyst. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að fara yfir vers 1–15 og finna reglur til hjálpar hinum fátæku og þurfandi, sem þeir vilja ræða. Spurningar eins og þessar geta hvatt til umræðna: Hvað þýðir það að „ljúka upp hendi þinni“ fyrir þeim sem þurfandi eru? (vers 8, 11). Hvaða hlutverk hefur hjarta okkar í því að hjálpa öðrum? (sjá vers 7, 9–10). Hvað getum við lært af fordæmi Drottins um að hjálpa hinum þurfandi? (sjá vers 15).

5. Mósebók 29:8; 30:15–20

Drottinn býður okkur að velja „líf og heill, dauða og óheill.“

  • Áhugavert gæti verið að bera saman orð Móse í 5. Mósebók við nokkrar af lokakenningum Lehís til fjölskyldu sinnar í 2. Nefí 1–4. Meðlimir bekkjarins geta kannski fundið bæði hvað er líkt og ólíkt við þessi ritningarvers: 5. Mósebók 29:8 og 2. Nefí 4:4; 5. Mósebók 30:15–20 og 2. Nefí 2:26–29. Á hvaða hátt jók Lehí við kennslu Móse? Hvers vegna eru orð eins og líf og dauði góð leið til að lýsa valkostum okkar um hvort við „höldum“ eða erum „fráhverf“ boðorðum Guðs? (5. Mósebók 30:16–17). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir finna í þessum versum, sem hvetur þá til að „velja … lífið“ (5. Mósebók 30:19).

Ljósmynd
fleiri heimildir

Fleiri heimildir

Við höldum sáttmála okkar vegna þess að við elskum Guð.

Linda K. Burton forseti kenndi:

„Ástæðurnar fyrir því að halda sáttmála okkar af kostgæfni eru margar, en þetta er sú sem ætti að knýja okkur mest: Að elska. …

‚Ef við kynnum að meta að fullu þær mörgu blessanir sem við hljótum með endurlausninni, sem gerð var fyrir okkur, þá væri ekkert sem Drottinn gæti beðið okkur um sem við myndum ekki áköf og fúslega gera‘ [Joseph Fielding Smith, ‚Importance of the Sacrament Meeting,‘ Relief Society Magazine, okt. 1943, 592]. Samkvæmt þessari yfirlýsingu Josephs Fielding Smith forseta er ein leið til að tjá elsku okkar fyrir hina óskiljanlegu og algjöru friðþægingu frelsara okkar og lausnara og hina fullkomnu elsku föður okkar á himnum sú, að halda sáttmála okkar“ („Krafturinn, gleðin og kærleikurinn sem stafa af því að halda sáttmála,“ aðalráðstefna, okt. 2013).

Bæta kennslu okkar

Hlustið. „Hlustun er kærleiksverk. … Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur að skilja það sem meðlimir bekkjar ykkar hafa að segja. Þegar þið beinið allri athygli að sögðum og ósögðum skilaboðum þeirra, munuð þið betur skilja þarfir þeirra, áhyggjur og þrár“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 34).