Gamla testamentið 2022
25. apríl – 1. maí. 2. Mósebók 24; 31–34: „Auglit mitt mun fara með þér“


„25. apríl – 1. maí. 2. Mósebók 24; 31–34: ‚Auglit mitt mun fara með þér,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„25. apríl – 1. maí. 2. Mósebók 24; 31–34,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jehóva birtist Móse og öldungum Ísraels

Teikning af Jehóva birtast Móse og hinum 70 öldungum Ísraels, eftir Jerry Harston

25. apríl – 1. maí

2. Mósebók 24; 31–34

„Auglit mitt mun fara með þér“

Látið orð öldungs Jeffreys R. Holland leiðbeina ykkur í undibúningi við kennsluna: „Flest fólk kemur ekki eingöngu til kirkju í leit að nokkrum nýjum staðreyndum fagnaðarerindisins. … Það kemur í leit að andlegum upplifunum. … Það vill trú sína styrkta og von sína endurnýjaða“ („A Teacher Come from God [Lærifaðir kominn frá Guði],“ Ensign, maí 1998, 26).

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins gætu ímyndað sér að vinur þeirra segði: „Ég les ekki Gamla testamentið; mér finnst það ekki vera lífi mínu viðkomandi.“ Biðjið þá að bregðast við með því að miðla einhverju sem þeir hafa lært nýlega í Gamla testamentinu og þeim finnst þýðingarmikið.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 31:12–17

Við höldum hvíldardaginn heilagan sem tákn um skuldbindingu okkar við Drottin.

  • Þið gætuð byrjað á að spyrja meðlimi bekkjarins hvort þeir hafi einhvern tíma þurft að útskýra fyrir fjölskyldumeðlimi eða vini hvers vegna þeir hafi sunnudaga öðruvísi en aðra daga. Bjóðið þeim að miðla því sem þeir sögðu eða því sem þeir myndu segja í framtíðinni. Lestur 2. Mósebókar 31:12–17 eða tilvitnuninni í „Fleiri heimildir“ getur veitt þeim fleiri hugmyndir. Hvernig sýna ákvarðanir okkar á hvíldardeginum skuldbindingu við Jesú Krist?

  • Þótt refsingarnar sem lýst er í 2. Mósebók 31:14–15 eigi ekki við um okkar tíma, þá sýna þær hversu mikilvægur hvíldardagurinn er Drottni. Af hverju er þetta boðorð svona mikilvægt? Það getur hjálpað að ræða þessi ritningarvers: 2. Mósebók 31:12–17; Jesaja 58:13–14; Kenning og sáttmálar 59:9–13.

    Ljósmynd
    fólk á gangi fyrir framan kirkju

    Við sýnum Drottni elsku með því að heiðra hvíldardaginn.

2. Mósebók 32; 34:1–17

Synd er að snúa frá Guði, en hann sér okkur fyrir leið til baka.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins fyrst að rifja upp frásögnina í 2. Mósebók 32, þeim til hjálpar við að ígrunda og heimfæra efnið upp á eigið líf. Biðjið síðan nokkra í bekknum um að setja sig í spor og hlutverk Ísraelsmanna, sem biðu óþolinmóðir endurkomu Móse og ákváðu að búa til skurðgoð úr gulli. Hvaða tilfinningar gætu hafa leitt þá til skurðgoðadýrkunar? Aðrir í bekknum gætu reynt að sannfæra þá um að vera trúir Drottni og spámanni hans. Meðlimir bekkjarins gætu talað um það sem hvetur þá til að halda sáttmála sína. Hvað getum við gert til að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að halda sáttmála sína?

  • Þegar fólk les Gamla testamentið, verður það stundum undrandi yfir þeim hörðu refsingum sem Drottinn viðhefur vegna synda. 2. Mósebók 34:1–9 getur hjálpað þeim að sjá að þótt Guð láti syndir ekki óátaldar, þá er hann líka miskunnsamur og býður þeim sem iðrast fyrirgefningu. Meðlimir bekkjarins gætu lesið þessar ritningargreinar og íhugað spurningar eins og þessar: Hvað lærum við um Drottin af þessum versum? Af hverju þurfum við að vita þessa hluti um hann? Þið gætuð bent á að Þýðing Josephs Smith á 2. Mósebók 34:7 útskýri að Guð „[láti] hinum mótþróafullu ekki óhegnt,“ (í stað „[láti] hinum seka ekki óhegnt“) – Hvað gæti þetta þýtt? Kannski gætu meðlimir bekkjarins miðlað því á hvaða hátt þeir hafi orðið vitni að miskunn Guðs. Hvernig er það Guði mögulegt að vera bæði fullkomlega miskunnsamur og fullkomlega réttvís? (sjá Alma 42:13–15).

  • Hægt er að líta á 2. Mósebók 34:6–17 sem fyrirmæli til hjálpar Ísraelsmönnum við að iðrast synda skurðgoðadýrkunar (lýst í 2. Mósebók 32). Hvað finnum við í þessum versum sem gæti hafa hjálpað Ísraelsmönnum að iðrast? Hvað lærum við af þessum fyrirmælum um Drottin og iðrun?

2. Mósebók 33:11–17

Við þörfnumst auglits Guðs í lífi okkar.

  • Hvernig munuð þið hjálpa meðlimum bekkjarins að tileinka sér það sem Drottinn sagði við Móse í 2. Mósebók 33:11–17? Þið gætuð byrjað á því að fara yfir það verk sem Guð vildi enn að Móse uppfyllti (sjá 2. Mósebók 33:1–3). Hvað finnum við í versum 11–17 sem gæti hafa styrkt og hughreyst Móse? Meðlimir bekkjarins gætu hugsað til einhvers sem Guð vill að þeir geri – t.d. að uppfylla kirkjuköllun, sinna fjölskylduskyldum eða hirðisþjónustutækifæri. Þeir gætu þessu næst lesið versin aftur. Hvaða innsýn öðlumst við um hvernig Guð muni styðja við okkur?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hvíldardagurinn er tákn.

Russell M. Nelson forseti sagði: „Þegar ég var mikið yngri, þá ígrundaði ég verk þeirra sem höfðu búið til lista yfir það sem gera og gera ætti ekki á hvíldardegi. Það var svo síðar sem mér lærðist í ritningunum að breytni mín og viðhorf á hvíldardegi væri teikn á milli mín og himnesks föður [sjá 2. Mósebók 31:13; Esekíel 20:12, 20]. Þegar mér bættist sá skilningur, þá þurfti ég ekki lista yfir það sem á að gera og ekki gera. Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég einfaldlega sjálfan mig: „Hvaða teikn vil ég gefa Guði?“ Þessi spurning gerði mér kleift að greina glögglega á milli valkosta á hvíldardegi“ („Hvíldardagurinn er feginsdagur,” aðalráðstefna, apríl 2015).

Bæta kennslu okkar

Kennið með andanum. „Markmið allra kennara í fagnaðarerindinu er að bjóða andanum að efla trú og bjóða öllum að koma til Krists – með hverri spurningu, hverri ritningargrein og með hverju verkefni“ (Kenna að hætti frelsarans, 10).