Gamla testamentið 2022
18.–24. apríl. 2. Mósebók 18–20: „Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið“


„18.–24. apríl. 2. Mósebók 18–20: ‚Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„18.–24. apríl. 2. Mósebók 18-20,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
fjall

Fjall í Egyptalandi sem í gegnum tíðina hefur verið talið Sínaífjall.

18.–24. apríl

2. Mósebók 18–20

„Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið“

Lesið 2. Mósebók 18–20 og skráið hughrif sem berast um hvernig hjálpa megi meðlimum bekkjarins að læra þessa kapítula. Einföld hughrif gætu jafnvel leitt til innihaldsríkra upplifana í kennslunni.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þið gætuð skrifað á tölfuna 18, 19 og 20 – kapítulana sem þeir lesa í 2. Mósebók þessa vikuna, til að hjálpa þeim að miðla því sem þeir lærðu. Biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa við hlið hvers kapítulanúmers tilvísananúmer þeirra versa sem þeir hefðu viljað ræða í þeim kapítula. Þegar meðlimir bekkjarins miðla eigin skilningi, spyrjið þá aðra meðlimi í bekknum hvort þeir hlutu skilning á sömu versunum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 18:13–26

Við getum hjálpað við að „létta byrði“ í verki Drottins.

  • Þið gætuð hvatt námsbekk ykkar til að ræða ráðgjöf Jetró til Móse (sjá 2. Mósebók 18:13–26) með því að biðja meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir séu að ræða við einhvern sem finnst kirkjukallanir sínar, fjölskylduábyrgð eða aðrar skyldur verða sér „um megn,“ svo hann eða hún „þreytist“ (2. Mósebók 18:18). Hvernig gæti ráðgjöfin í 2. Mósebók 18:13–26 hjálpað? Hvaða fleiri ráðum gætum við miðlað af eigin reynslu?

  • Að ræða um 2. Mósebók 18:13–26, gæti leitt til umræðu um hvernig þjónusta okkar getur hjálpað við að „létta undir með“ leiðtogum okkar í verki Drottins (2. Mósebók 18:22). Hvaða eiginleika mælti Jetró með að Móse leitaði í fari þeirra sem myndu þjóna sem „[foringjar]“ yfir lýðnum? (sjá 2. Mósebók 18:21). Afhverju eru þessir eiginleikar mikilvægir í viðleitni okkar til að þjóna hvert öðru? Hvernig „léttir það undir með“ leiðtogum okkar þegar við þjónum fjölskyldumeðlimum, kirkjumeðlimum og öðrum? Þið gætuð, sem hluta af umræðunni, sýnt eitt af hinum efnistengdu myndböndum á ministering.ChurchofJesusChrist.org.

    Ljósmynd
    karl tekur í hönd konu

    Þjónusta við aðra er ein leið til að taka þátt í verki Drottins.

2. Mósebók 20:2–11

Við ættum að hafa Drottin í fyrirrúmi í lífi okkar.

  • Getið þið hugsað um eitthvað verk sem gengi betur ef við lykjum mikilvægustu skrefum þess fyrst? (Dæmi um það gæti verið að leysa stærðfræðijöfnu eða fara eftir uppskrift). Segið meðlimum bekkjarins frá dæmum sem þið eruð kunnug og fáið þá til að hugsa upp eigin dæmi. Hvernig tengist það boðorðunum í 2. Mósebók 20:2–11 að ljúka mikilvægustu skrefunum fyrst? Hvað kenna boðorðin okkur um að hafa Guði í fyrirrúmi í lífi okkar? Hvað er það sem við gætum freistast til að setja ofar honum? (Sjá tilvitnunina í „Fleiri heimildir“ til að fá einhver dæmi um þetta.) Að rifja upp 2. Mósebók 20:2–11, getur hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að íhuga skuldbindingu þeirra um að hafa Guð í fyrirrúmi.

2. Mósebók 20:2–17

Guð er miskunnsamur.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að skilja mikilvægi boðorðanna tíu fyrir okkar tíma? Þið gætuð parað meðlimi bekkjarins saman og falið þeim að lesa 2. Mósebók 20:2–17 og síðan rætt hvernig hlýðni við hvert boðorðanna blessar þá, fjölskyldu þeirra og aðra umhverfis. Þið gætuð líka sýnt myndbandið „Obedience to the Ten Commandments [Hlýðni við boðorðin tíu]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvaða blessunum lofar himneskur faðir okkur fyrir að hlýða boðorðum hans? (sjá t.d. Mósía 2:41). Hvernig sýna þessi boðorð elsku Guðs til okkar?

Ljósmynd
additional resources icon

Fleiri heimildir

Enga aðra guði.

Spencer W. Kimball forseti kenndi að finna megi hliðstæður í fornri tilbeiðslu skurðgoða og breytni fólks á okkar tíma. Hann sagði:

„Skurðgoðadýrkun er meðal alvarlegustu syndanna. …

Skurðgoð eða falsguðir okkar tíma geta verið í formi fatnaðar, heimila, viðskipta, véla, bifreiða, skemmtisnekkja og fjölda annarra efnislegra frávika frá veginum til guðdóms. …

Óáþreifanlegir hlutir geta líka verið tilbúnir guðir. Námsgráður og bókmenntir og titlar geta orðið skurðgoð. …

Margir byggja og innrétta hús og kaupa sér bifreið fyrst – og komast svo að raun um að þeir ‚hafa ekki ráð á‘ að greiða tíund. Hvern tilbiðja þeir? Vissulega ekki Drottin himins og jarðar. …

Margir tilbiðja veiðar, veiðiferðina, fríið, lautarferðir og útiverur helgarinnar. Aðrir hafa skurðgoð eins og íþróttaleiki, körfubolta, fótbolta, nautaat eða golf. …

Önnur líkneski sem menn tilbiðja eru vald og virðing. … Þessir guðir valds, auðs og áhrifa eru afar krefjandi og engu síður raunverulegir og gullkálfur Ísraelsmanna í eyðimörkinni“ (Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball [2006], 146–47).

Bæta kennslu okkar

Einblínið á nokkrar reglur. „Margt er hægt að ræða í einni lexíu, en ekki er nauðsynlegt að fara yfir allt efnið í einni kennslustund til að snerta hjarta einhvers – oft nægja eitt eða tvö lykilatriði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 7).