Gamla testamentið 2022
4.–10. apríl. 2. Mósebók 14–17: „Standið kyrr og horfið á þegar Drottinn bjargar ykkur“


„4.–10. apríl. 2. Mósebók 14–17: ‚Standið kyrr og horfið á þegar Drottinn bjargar ykkur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„4.–10. apríl. 2. Mósebók 14–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Rauðahafið

Rauðahafið

4.–10. apríl

2. Mósebók 14–17

„Standið kyrr og horfið á þegar Drottinn bjargar ykkur“

Íhugið hvernig reynsla Ísraelsmanna á við um meðlimi bekkjar ykkar. Hvaða reynsla yrði þeim gagnlegust til umræðna?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

2. Mósebók 14–17 er rík af áhugaverðum frásögnum. Einhver meðlimur bekkjarins gæti teiknað mynd af atburði í þessum kapítulum og hinir getið sér til um hvað hann eða hún er að teikna. Biðjið þá að miðla því sem þeir lærðu af frásögninni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 14

Himneskur faðir frelsar okkur þegar við fylgjum andanum.

  • Rauðahafið virtist Ísraelsmönnum endir alls, en Guð vissi það sem þeir vissu ekki. Að rifja upp frásögnina um kraftaverkið að komast yfir Rauðahafið, gæti vakið minningu meðlima bekkjarins um hvernig Guð hefur bjargað þeim í þrengingum þeirra. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að rifja upp 2. Mósebók 14 og segja frá því sem vakti þeim mestan áhuga í frásögn þessari. Hvetjið þá líka til að miðla reynslu varðandi eigin björgun frá þrengingum, ásamt versum úr kapítulanum sem eflir þeim trú á að Guð megni að frelsa okkur.

  • Það gæti líka verið áhugavert að lesa saman Kenningu og sáttmála 8:2–3. Hvað kenna þessi vers um Móse? Hvernig hafa þessi vers áhrif á hvernig þið sjáið atburðina í 2. Mósebók 14? Hvað er þar lagt til að við gerum til að leita björgunar í þrengingum okkar? Íhugið hvernig tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti auðgað umræðu ykkar.

Ljósmynd
kona safnar saman manna

Manna frá Guði nærði Ísrael líkamlega; við þörfnumst líka andlegrar næringar daglega. Kalkmálverk eftir Leopold Bruckner

2. Mósebók 15:23–27; 16:1–15; 17:1–7

Drottinn mun sjá fyrir þörfum okkar er við ferðumst um jarðlífið.

  • Í 2. Mósebók 15–17 er fjöldi frásagna sem geta styrkt trú meðlima bekkjarins á mátt Drottins og fúsleika hans til að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum okkar. Ef til vill gæti hver meðlimur bekkjarins kannað einn eftirfarandi ritningarhluta og leitað þar andlegs boðskapar: 2. Mósebók 15:23–27; 16:1–15; 17:1–7. Gefið nokkrum meðlimum bekkjarins kost á að miðla því sem þeir fundu. Hvernig gætum við notað þessar frásagnir til að hvetja einhvern sem hefur óuppfyltar stundlegar eða andlegar þarfir?

  • Meðlimir bekkjarins gætu líka lesið þessi vers og fundið dæmi þar sem möglað er. Hvernig gætum við útskýrt fyrir einhverjum merkingu þess að mögla? Hverjar eru sumar hættulegar afleiðingar þess að mögla? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað ráðum um hvernig forðast mætti þá freistingu að mögla gegn Drottni þegar við upplifum erfiða tíma.

  • Það gæti verið gagnlegt meðlimum bekkjarins að bera saman mannað sem lýst er í 2. Mósebók 16 og þá næringu sem andi okkar þarfnast. Hvaða samlíkingar eru þar að finna? Hvaða andlegar lexíur gæti Drottinn hafa viljað kenna Ísraelsmönnum með því að senda þeim manna á þann hátt sem hann gerði? (sjá Jóhannes 6:31–35, 48–58). Þið gætuð líka viljað sýna eitt myndband eða fleiri í „Fleiri heimildir.“

2. Mósebók 17:8–16

Við erum blessuð þegar við styðjum leiðtoga okkar.

  • Frásögnin um Aron og Húr haldandi uppi handleggjum Móse, útskýrir mikilvægi þess að styðja þá sem kallaðir eru til að leiða okkur. Þið gætuð beðið nokkra meðlimi bekkjarins að leika frásögnina á meðan annar les hana upphátt. Hvernig er sú viðleitni Arons og Húrs að halda uppi handleggjum Móse svipuð viðleitni okkar til að styðja leiðtoga okkar? Hvernig sýnum við að við styðjum leiðtoga okkar?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Þið getið hlotið persónulega handleiðslu.

Systir Michelle Craig kenndi:

„Þið getið, sem trúfastir lærisveinar Jesú Krists, hlotið persónulegan innblástur og opinberun í samræmi við boðorð hans, sem eru sérsniðin fyrir ykkur. Þið vinnið að ykkar sérstöku ætlunarverkum og hlutverkum í lífinu og hljótið ykkar sérstöku leiðsögn til að framfylgja þeim.

Nefí, bróðir Jareds og jafnvel Móse þurftu allir að fara yfir höfin breið – og hver gerði það á sinn hátt. Nefí vann ‚timbur á óvenjulegan hátt‘ [1. Nefí 18:1]. Bróðir Jareds byggði skip sem voru ‚þétt sem skál‘ [sjá Eter 6:5–8]. Og Móse ‚[gekk] á þurru mitt í gegnum hafið‘ [2. Mósebók 14:29].

Hver þeirra meðtók persónulega leiðsögn, sniðna að sér og hver þeirra treysti og lét verkin tala. Drottinn vakir yfir þeim sem hlýða og mun, með orðum Nefís, ‚greiða [okkur] veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið‘ [1. Nefí 3:7]. Takið eftir að Nefí segir ‚veg‘ en ekki ‚veginn.‘

Missum við af eða hunsum persónuleg erindi frá Drottni, vegna þess að hann hafi undirbúið öðruvísi ‚veg‘ en við áttum von á?“ („Andleg hæfni,“ aðalráðstefna, október 2019).

Myndbönd

Í myndböndunum „Daily Bread: Pattern [Daglegt brauð: Forskrift],“ „Daily Bread: Experience [Daglegt brauð: Upplifun],“ og „Daily Bread: Change [Daglegt brauð: Breyting]“ (ChurchofJesusChrist.org), útskýrir öldungur D. Todd Christofferson kraftaverkið með manna.

Bæta kennslu okkar

Hvetjið aðra til að gefa vitnisburð. Margir þeir sem þið kennið búa yfir máttugum, persónulegum vitnisburði til að miðla. Hvetjið þau til að gefa vitnisburð sinn með því að spyrja einfaldra spurninga, svo sem: „Hvernig hafið þið verið blessuð af því að fylgja spámanninum? (Sjá einnig Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 11.)