Gamla testamentið 2022
11.–17. apríl. Páskar: „[Hann mun] afmá dauðann að eilífu“


„11.–17. apríl. Páskar: ‚[Hann mun] afmá dauðann að eilífu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„11.–17. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
steinn færður frá grafarmuna

Teikning af tómu gröfinni, eftir Marynu Kriuchenko

11.–17. apríl

Páskar

„[Hann mun] afmá dauðann að eilífu“

Þegar þið búið ykkur undir að kenna á páskadegi, íhugið þá hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna til aukins þakklætis og vitnisburðar um friðþægingarfórn og upprisu Jesú Krists.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ef til vill gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því sem þeir eða fjölskylda þeirra gerði til að efla trú sína á Jesú Krist og friðþægingu hans á þessum páskum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Þar sem frelsarinn sigraði dauðann, munum við líka lifa á ný.

  • Þar sem nú er páskadagur, íhugið þá að rifja upp frásögnina um fyrstu páskana – upprisu Jesú Krists (sjá Jóhannes 20:1–17). Þið gætuð beðið einn meðlim bekkjarins að segja söguna með eigin orðum. Þið getið líka sýnt myndbandið „He Is Risen [Hann er risinn]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu líka notið þess að syngja sálma um frelsarann og lesa efnistengd ritningarvers (tilvísanir eru skráðar aftan við hvern söng í Sálmunum). Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað eftirlætis orðtökum í sálmunum og tilfinningum sínum til frelsarans.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna til aukins þakklætis fyrir hvernig Gamla testamentið vitnar um Jesú Krist, gætuð þið beðið þá að kanna ritningarversin í töflunni í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur, sem og ritningarhluta Mormónsbókar sem fylgja töflunni. Hvað lærum við í þessum versum um frelsarann og hlutverk hans? Afhverju er mikilvægt að þekkja þessa spádóma?

Við getum fundið frið og gleði fyrir tilstilli friðþægingar frelsarans.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er að finna ritningarvers sem lýsa friðinum og gleðinni sem finna má í Jesú Kristi. Ef meðlimir bekkjarins hafa lesið þessi ritningarvers heima, skuluð þið hvetja þá til að miðla eigin hugsunum og tilfinningum um þær. Þið gætuð líka þess í stað lesið nokkur ritningarvers og rætt um friðinn og gleðina sem við finnum sökum frelsarans og friðþægingar hans. Hvernig getum við miðlað öðrum þessum blessunum sem gætu átt erfitt með að finna frið og gleði í lífi sínu? Þið gætuð líka boðið meðlimum bekkjarins að lesa boðskap Russells M. Nelson forseta „Gleði og andleg þrautseigja“ (aðalráðstefna, október 2016) í vikunni fyrir kennslustund og koma undir það búin að miðla því sem þar er kennt um að finna gleði í frelsaranum.

  • Þið gætuð hlotið innblástur um að leiða umræðu um hvernig við getum hjálpað öðrum að finna frið og gleði í Kristi. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að hugsa um einhvern sem þeir þekkja – mögulega einhvern sem þeir veita hirðisþjónustu – sem gæti þarfnast stuðnings þeirra, þjónustu eða einfaldlega bara að hlýða á vitnisburð þeirra um Krist og friðþægingu hans. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að vísa í ritningarnar (eins og versanna í „Fleiri heimildir“) er þeir íhuga að veita þjónustu eða gefa vitnisburð til að styrkja þá sem umhverfis eru. Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla eigin hugsunum um að þjóna eins og Jesús gerði.

Ljósmynd
Kristur á krossi

Dimmur dagur á Golgata, eftir J. Kirk Richards

Jesús Kristur hefur mátt til að hjálpa okkur að sigrast á synd, dauða, erfiðleikum og veikleikum, sökum friðþægingar sinnar.

  • Ein leið til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ígrunda blessanirnar sem hljótast með friðþægingu frelsarans, gæti verið að skrifa á töfluna fyrirsagnirnar Synd, Dauði, Erfiðleikar og Veikleikar. Hver meðlimur bekkjarins gæti lesið eitt ritningarversanna í „Fleiri heimildir“ og ígrundað hvernig frelsarinn hjálpar okkur að sigrast á því sem skrifað er á töfluna. Meðlimir bekkjarins gætu skrifað ritningartilvísun sína undir eina fyrirsögn eða fleiri á töflunni og gefið vitnisburð sinn um frelsarann og friðþægingu hans.

  • Sögur og frásagnir geta hjálpað okkur að skilja friðþægingu Jesú Krists. Þið gætuð t.d. boðið meðlimum bekkjarins að miðla einni sögu eða frásögn í boðskap öldungs Walters F. González „Snerting frelsarans“ (aðalráðstefna, október 2019) eða í boðskap systur Neills F. Marriott „Að vera í Guði og græða sárin“ (aðalráðstefna, október 2017). Hvað kenna þessar sögur og frásagnir um friðþægingu Krists? Biðjið meðlimi bekkjarins að vinna tvo og tvo saman og hugsa um eigin sögur og frásagnir.

  • Hvað lærið þið af eftirfarandi versum um gjaldið sem Jesús Kristur reiddi fram fyrir hjálpræði okkar: Jesaja 53:3–5; Mósía 3:7; Kenning og sáttmálar 19:16–19? Hvert var gjald föður okkar á himnum? (sjá Jóhannes 3:16).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ritningarvers um friðþægingu Jesú Krists.

Bæta kennslu okkar

Þakkið nemendum ykkar. „Látið lexíuna ekki yfirtaka huga ykkar svo að þið gleymið að þakka nemendum fyrir framlag þeirra. Þeir þurfa að vita að þið metið fúsleika þeirra til að miðla eigin skilningi og vitnisburði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 33).