Gamla testamentið 2022
28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13: „Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi“


„28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13: ‚Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Móse, Aron og faraó

Teikning af Móse og Aroni í hallarsal Faraós, eftir Robert T. Barrett

28. mars–3. apríl

2. Mósebók 7–13

„Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi“

Hæfni ykkar til að láta leiðast af andanum mun stórum aukast er þið hljótið sjálf andlega upplifun við að læra 2. Mósebók 7–13.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið eina eða tvær spurningar sem gætu hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla eigin skilningi og upplifun við að læra 2. Mósebók 7–13 í sjálfsnámi eða fjölskyldunámi. Þið gætuð t.d. spurt: „Hvað lásuð þið í þessari viku sem efldi trú ykkar á Jesú Krist?“ eða Hvað lásuð þið sem varð fjölskyldu ykkar til blessunar?“

Ljósmynd
táknmyndkennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 7–12

Við getum valið að milda hjarta okkar.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga fúsleika sinn til að lúta Guði í hjarta, gætuð þið beðið þá að lesa hvern fyrir sig eftirfarandi ritningarhluta: 2. Mósebók 7:14–25; 8:5–15; 8:16–19; 8:20–32; 9:1–7; 9:8–12; 9:22–26; 10:12–15; 10:21–29; 12:29–33. Þeir gætu síðan skrifað á töfluna orð eða orðtök sem lýsa því hvernig Faraó brást við plágunum tíu sem Guð lét koma yfir Egyptaland. (Þið gætuð viljað taka fram að í Þýðingu Josephs Smith sé þess getið að Faraó hafi hert hjarta sitt.) Afhverju gæti Faraó hafa brugðist við eins og hann gerði? Afhverju er stundum erfitt að lúta Guði í hjarta og huga? Hvernig hjálpa himneskur faðir og Jesús Kristur okkur að sigrast á þessum áskorunum?

  • Þið gætuð komið með harðan hlut og mjúkan hlut í kennslu, til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja merkingu þess að hafa hart eða mjúkt hjarta. Þið gætuð látið hlutina tvo ganga á milli meðlima bekkjarins samhliða því að einhver les eina lýsinguna á hjarta Faraós í 2. Mósebók 7–10 (svo sem 2. Mósebók 9:22–35). Afhverju er orðið „hart“ góð lýsing á hjarta Faraós? Hvað kenna þessi vers um merkingu þess að vera mjúkur í hjarta? (Ef það hjálpar meðlimum bekkjarins, gætuð þið leitað aukins skilnings í einu eða fleirum þessara ritningarversa: 1. Nefí 2:16; Mósía 3:19; Alma 24:7–8; 62:41; Eter 12:27.) Hvernig hjálpar frelsarinn okkur að mýkja hjarta okkar? Myndbandið „Change of Heart [Breyting í hjarta]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti aukið skilning þeirra.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga afhverju Drottinn lét plágurnar koma yfir Egyptaland, gætuð þið beðið þá að velja sér eina eftirfarandi tilvitnana og finna mögulegar ástæður fyrir því: 2. Mósebók 3:20; 7:5, 17; 9:14–16; 10:1–2. Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig þeir lærðu að „enginn [jafnast á við himneskan föður og Jesú Krist] á allri jörðinni“ (2. Mósebók 9:14).

2. Mósebók 12

Páskarnir og sakramentið kenna um frelsun fyrir tilstilli Jesú Krists.

  • Að halda páskamáltíðina hátíðlega, hjálpaði Ísraelsmönnum að muna eftir því að Drottinn frelsaði þá úr ánauð. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja táknræna merkingu páskanna, gætuð þið búið til tvo dálka á töfluna með fyrirsögnunum Tákn og Möguleg merking, með mynd af Jesú Kristi ofan við dálkana. Meðlimir bekkjarins gætu lært 2. Mósebók 12:1–13 og skrifað á töfluna hvaðeina í þessum versum sem gæti verið táknrænt um frelsun okkar fyrir milligöngu Jesú Krists. Þeir gætu síðan rætt hvað þessi tákn kenna um friðþægingu frelsarans (sjá töfluna í „Fleiri heimildir“ fyrir einhverjar hugmyndir). Myndbandið „The Passover [Páskarnir]“ (ChurchofJesusChrist.org) getur hjálpað þeim að sjá fyrir sér það sem þeir lesa í 2. Mósebók 12.

    Ljósmynd
    people taking the sacrament

    Sakramentið, líkt og páskamáltíðin, hjálpar okkur að minnast bjargvættar okkar, Jesú Krists.

  • Sakramentið er, hvað suma varðar, ekki alltaf sú andlega upplifun sem það gæti verið. Íhugið hvernig umræða um 2. Mósebók 12 gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að finna dýpri merkingu í sakramentinu. Þið gætuð t.d. beðið meðlimi bekkjarins, eftir að þeir hafa rifjað upp 2. Mósebók 12, að segja frá því hvað Ísraelsmenn gætu hafa sagt frá þessum tímapunkti, ef sonur eða dóttir hefði spurt hvaða merkingu páskarnir hefðu fyrir þá. Meðlimir bekkjarins gætu síðan rætt hvað þeir myndu segja ef einhver spyrði hvaða merkingu sakramentið hefði fyrir þá, með það í huga sem þeir lærðu um páskana. Þið gætuð gefið meðlimum bekkjarins tíma til að íhuga hvað þeir geta gert til að hafa frelsarann í huga dag hvern. Myndbandið „Always Remember Him [Hafa hann ávallt í huga]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti verið þeim gagnlegt.

Ljósmynd
additional resources icon

Fleiri heimildir

Páskarnir kenna um frelsarann.

Tákn

Möguleg merking

Tákn

Lamb (2. Mósebók 12:3–5)

Möguleg merking

Jesús Kristur

Tákn

Blóðið á dyrastöfunum (2. Mósebók 12:7)

Möguleg merking

Friðþægingarblóð Jesú Krists, sem frelsar okkur

Tákn

Að eta lambið (2. Mósebók 12: 8 )

Möguleg merking

Gera frelsarann að hluta af lífi okkar

Tákn

Beiskar jurtir (2. Mósebók 12:8)

Möguleg merking

Biturð ánauðar (synd)

Bæta kennslu okkar

Hlustið. „Að hlusta er kærleiksverk. … Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur að skilja hvað meðlimir bekkjarins segja. Þegar þið hlustið vandlega á það sem þeir segja og segja ekki, munið þið fara að skilja betur þarfir þeirra, áhyggjur og þrár“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 34).