Gamla testamentið 2022
21.–27. mars. 2. Mósebók 1–6: „Ég … minntist sáttmála míns“


„21.–27. mars. 2. Mósebók 1–6: ‚Ég … minntist sáttmála míns,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„21.–27. mars. 2. Mósebók 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Móse og logandi runninn

Móse og logandi runninn eftir Harry Anderson

21.–27. mars

2. Mósebók 1–6

„Ég … minntist sáttmála míns“

Þegar þið lesið 2. Mósebók 1–6, hugsið þá um þá sem þið kennið. Hvaða sannleikur í þessum versum er líklegastur til að höfða mest til þeirra? Hvernig munið þið hjálpa þeim að uppgötva þann sannleika?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ein leið til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir eru að læra, er að skrifa spurningu sem þessa á töfluna: Þegar þið lesið 2. Mósebók 1–6, hverju takið þið þá eftir sem þið sáuð ekki áður? Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla svörum sínum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Mósebók 1–2

Jesús Kristur er bjargvættur okkar.

  • Þótt frelsarinn sé ekki nefndur með nafni í 2. Mósebók 1–2, þá getur þessi frásögn hjálpað meðlimum bekkjarins að efla trú á það hlutverk hans að frelsa okkur úr ánauð. Meðlimir bekkjarins gætu fundið orð eða orðtök í 2. Mósebók 1–2 sem lýsa þeim þrengingunum sem Ísraelsmenn gengu í gegnum. Hvernig svipar þessum lýsingum til andlegrar ánauðar eða annarra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir? Hvernig leituðust Ísraelsmenn eftir björgun og hvernig svaraði Guð þeim? (sjá einnig 2. Mósebók 2:23–25; 3:7–8). Hvað gerum við til að öðlast kraft Guðs þegar við þörfnumst björgunar? Hvernig svarar Guð ákalli okkar um liðsinni? Meðlimir bekkjarins gætu leitað aukins skilnings í boðskap Russells M. Nelson forseta „Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar“ (aðalráðstefna, apríl 2017).

    Ljósmynd
    Ungbarnið Móse í körfu

    Móse í sefgrasinu, © Providence Collection/leyfisskylt frá goodsalt.com

2. Mósebók 3–4

Þegar við vinnum verk Drottins, getum við haft kraft Drottins.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að leitað sé í 2. Mósebók 3–4 til að kanna hvernig Drottinn svaraði Móse vegna áhyggja hans af því verkefni að frelsa Ísraelsmenn úr ánauð. Ef meðlimir bekkjar ykkar gerðu þetta verkefni heima, skuluð þið biðja þá að miðla því sem þeir lærðu. Þið gætuð líka þess í stað gert þetta verkefni sem námsbekkur. Meðlimir gætu einkum kannað 2. Mósebók 3:11–18; 4:1–17 og leitað af áhyggjumálum Móse og svari Drottins við hverju þeirra. Hvernig gætu svör Drottins hjálpað okkur þegar við höfum efasemdir um getu okkar til að vinna verk hans?

2. Mósebók 3:5

Við ættum að bera lotningu fyrir heilögum hlutum og stöðum.

  • Hvernig getið þið notað fordæmi Móse til að hvetja til umræðu um hvernig okkur ber að meðhöndla heilaga hluti? Eftir að hafa lesið saman 2. Mósebók 3:5, gætuð þið t.d. sýnt heilaga hluti eða myndir af heilögum hlutum (svo sem af ritningunum eða musterinu) og almennum hlutum eða myndir af almennum hlutum (svo sem veraldlegum bókum eða venjulegum byggingum). Meðlimir bekkjarins gætu rætt annað sem þeim finnst heilagt og sagt frá því hvernig þeir sýna slíkum hlutum lotningu (sjá einnig 3. Mósebók 19:30; Kenning og sáttmálar 6:10–12). Afhverju vill frelsarinn að við meðhöndlum heilaga hluti með lotningu?

2. Mósebók 5:4–9, 20–23; 6:1–13

Tilgangur Drottins verður uppfylltur á hans eigin tíma.

  • Það getur dregið úr okkur kjark þegar einlæg viðleitni okkar til að gera gott virðist ekki skila árangri – mögulega ef vinur okkar bregst ekki við þjónustu okkar eða bænum okkar fyrir villuráfandi barni er ekki svarað. Meðlimir bekkjarins gætu lesið 2. Mósebók 5:4–9, 20–23 til að læra um álíka reynslu og Móse upplifði. Hvernig hjálpaði Drottinn Móse að sigrast á vanmáttartilfinningum sínum? (sjá 2. Mósebók 6:1–13). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað reynslu þar sem þeir upplifðu ekki skjótan árangur af eigin viðleitni til að þjóna Drottni. Hvað kennir reynsla Móse í þessum kapítulum okkur um hvernig við getum brugðist við álíka aðstæðum? (Sjá einnig „Fleiri heimildir.“)

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við þjónum öðrum fyrir Drottin.

Joy D. Jones forseti sagði frá því hvernig hún og eiginmaður hennar hefðu þjónað dyggilega í úthlutuðu verkefni, en ekki séð árangurinn af því. Hjónin ígrunduðu og báðust fyrir um leiðsögn. Jones forseti sagði svo frá bænasvari þeirra:

„Við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum einlæglega að reyna að þjóna þessari fjölskyldu og að þjóna biskupnum, en við urðum að spyrja okkur sjálf hvort við værum að þjóna vegna kærleika okkar til Drottins. Benjamín konungur gerði skýrt grein fyrir þessu er hann sagði: ‚Sjá, ég segi yður, að enda þótt ég segðist hafa eytt ævidögum mínum í þjónustu yðar, hef ég enga löngun til að miklast, því að ég hef aðeins verið í þjónustu Guðs‘ [Mósía 2:16; skáletrað hér].

Hverjum var Benjamín konungur þá að þjóna? Himneskum föður og frelsaranum. Að þekkja fyrir hvern og hvers vegna þegar við þjónum öðrum, hjálpar okkur að skilja að æðsta tjáningarform kærleika er trúrækni við Guð“ („Fyrir hann,“ aðalráðstefna, október 2018).

Bæta kennslu okkar

Miðlið andlegri reynslu. Ein leið til að auka áhrif andans í kennslunni, er að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem heilagur andi hefur kennt þeim er þeir lærðu ritningarnar í þessari viku.